Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 15
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Mentól eukalyptus Meðal okkar allra Stjarnan 50 ára Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ fagnaði 50 ára afmæli sínu laugar- daginn 30. október sl. Af því tilefni var blásið til fjölskyldu- hátíðar í íþróttamiðstöð- inni Ásgarði. Hátt í 1.000 manns mættu á afmælishátíðina. Margt var til gamans gert, boðið var upp á fimleikasýningu frá fimleikadeild Stjörnunnar og dansatriði frá dansskóla Birnu Björnsdóttur. Hans Klaufi og Froska- prinsinn frá leikhópnum Lottu voru kynntir á hátíðinni og skemmtu sér og öðrum með margvíslegum uppátækjum. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar tók á móti gestum og gangandi með dúndrandi sveiflu og allir afmælisgest- irnir fengu Stjörnumuffins frá Okkar Bakaríi. Hápunktur hátíðarinnar var hreystikeppni á milli deilda félagsins. Andrés Skólahreystimeistari stýrði keppninni, en knattspyrnudeild Stjörnunn- ar stóð uppi sem sigurvegari eftir harða úrslitakeppni við blakdeild! Að launum hlaut sigurliðið ávaxtabakka frá Ávaxta- bílnum. Ungmennafélagið Stjarnan vill þakka öllum, sem lögðu hönd á plóg, fyrir stórgóða skemmtun. Brosmildar Stjörnukonur í afmælishófi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.