Ægir - 01.09.1945, Side 4
178
Æ G 1 R
liafa sannað, að tækilegt er að fást við,
hæði frá iðnfræðilegu- og fjárhagslegu
sjónarmiði. Leiðbeiningastarfsemin mundi
að sjálfsögðu verða margþætt, en i'yrst og
í'remst beinast að húsaskipan og fyrir-
komulagi verksmiðja, vélum og öðrum út-
húnaði og loks hráefnisvinnslu og frágangi
vörunnar til útflutnings.
Það liggur í augum uppi, að eiga er lílils
virði að geta hafizt handa um framleiðslu
í nýjum greinum með innlendar rann-
sóknir og reynslu að bakhjalli. Mundi það
vafalaust verða til þess að hvetja menn til
að vikja af troðnum slóðum og beina þeim
inn á nýjar brautir, er væru fyrirfram varð-
aðar að mestu leyti. Þá er það einnig aug-
Ijóst, að ósmár skildingur sparast við það
að hafa allar rannsóknir í sambandi við
fiskiðnað á sama stað, þar sem aðbúnaður
allur héldist í hendur við menntun og
reynslu starfsmanna, í stað þess að hola
þeim niður á víð og dreif við óviðunandi
skilyrði, svo að þeirra hluta vegna er al-
veg undir hælinn lagt, hvort jákvæður ár-
angur fæsl eða ekki. Allir hljóta líka að
sjá, að slíkt fyrirkomulag er sízt til þess
fallið að gefa þeim mönnum byr undir
vængi, sem búið hafa s'ig undir ])essi störf
með löngu námi heima og erlendis og eytt
til j)ess miklum fjármunum.
Húsrúm ])að, sem Rannsóknastofa Fiski-
félagsins hefur lil umráða, er með öllu
ónóg. Verkfæri og rannsóknaráhöld, sem
stofnun þessi hefur aflað sér upp á síð-
kastið, sitja í kössum þeim, sem þau hafa
kojnið i frá útlöndum, vegna þess að ekki
er hægt að koma þeim fyrir. Menn, sem
nýkomnir eru erlendis frá og búið hafa sig
undir að vinna að fiskiðnaðarrannsóknum
Iiér heima, biða utangátta vegna þess að
ekkert starfsrúm er til fyrir þá.
Samtímis því, sem svona er í pottinn búr
ið fyrir fiskiðnaðarrannsóknir i landinu, er
hvatt lil stórfelldra framkvæmda í fiskiðn-
aði — framleiðslugrein, sem íslendingar
bafa sára litla reynslu i. Enginn vafi er á
því, að það er óþurftarverk að ala á slíkri
skoðun, sem mest virðist bera á í þessum
efnum nú sem stendur. Það er vægast sagt
grunnhygni að ætla sér þá dul, að nokkurt
gagn sé í því að blekkja sjálfan sig né aðra
um getu okkar til fiskiðnaðar. Við verðum
hér sem annars staðar að koma til dyra
eins og við erum búin. Við vitum, að hugur
okkar stendur til þess, að hér komi upp
mikill fislciðnaður, en við megum elcki
gleyma því, að sitthvað er vilji og geta. Við
vitum, að aðstæður til hráefnisöflunar til
fiskiðnaðar eru að ýmsu leyti góðar frá
náttúrunnar hendi, og því ber ekki að leyna
né gleyma. En hins vegar skulum við hrein-
skilnislega viðurkenna, að okkur skortir
fólk með reynslu og þekltingu á nývinnshi
í fiskiðnaði, og enn liggja elcki fyrir niður-
stöður um það, hvaða þættir fiskiðnaðar _
það eru, sem heppilegast er að snúa sér að.
miðað við hérlendar aðstæður og viðhorf á
erlendum markaði.
Að þessu athuguðu mætti öllum vera
Ijóst, að einn af hornsteinum undir fisk-
iðnað í landinu er rannsóknarstofa fyrir
])ennan iðnað, er sé svo búin að híbýlum,
áhöldum og' starfsliði, að hún samsvari
kröfum tímans og sé megnug þess að
glíma við þau verkefni, sem við blasa og
upp kunna að koma. Það stappar því nærri
barnaskap að ætla sér að ráðast í miklar
og dýrar framkvæmdir í sambandi við
vinnslu á fiskiðnaðarvörum, án þess að
sinna því af undirstöðuatriðunum, er telja
má eigi hvað veigaminnst.
Ef allt sj)jall okkar um aukinn og fjöl-
þættari fiskiðnað er ekki aðeins út í bláinn
eða tal svo sem hugur vill, þá er óumflýj-
anlegt, að ])essi stofnun komi upp hið bráð-
asta. Og þar sem vitað er, að hér er ekki
um neilt grín að ræða heldur blálcalda al-
vöru, verður alþingi að ætla á fjárlögúm
fyrir 1946 nægilegt fé til þess að koma upp
húsakynnum yfir rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðarins. Mæti mál þetta ekki fullum
skilningi þar, á nýskipan atvinnúveganna
ckki of miklum skilningi að mæta. Og
það andsvar, að ekkert fé sé til, er svo
auðsær vottur um andvaraleysi okkar á
meðferð fjár, að ólíklegt mætti telja, að