Ægir - 01.09.1945, Síða 10
184
Æ G I R
ofnana, þar sein hún er kaldreykt í nokkra
sólarhringa. Þá er hún fallega brún á lit og
fær nafnið „laxsíld“. Þetta þótti höfðingja-
matur hinn mesti, enda varð ég að setja
aukagæzlumann við ofnana til þess að fyrir-
byggja hnupl.
Þá vil ég skýra litið eitt frá súrsíldinni.
Þetta er ævagömul verkunaraðferð í Norö-
ur- og Vestur-Þýzkalandi og tíðkast mikið
enn, þótt ýmsar íleiri aðferðir hafi verið
teknar upp síðar. Síldin er flökuð og síðan
afvötnuð í rennandi vatni og þá látin í stór
kör með sýru og hezt er að körin standi í
skugga, því þá sýrist síldin hezt. Flökin
liggja í þessum körum nokkra daga, en eru
síðan tekin og unnið úr þeim. Flökin eru
vafin upp í snúða. í flökin er látinn pipar,
gúrkur og sinnepskorn og annað krydd.
Þeim er síðan vafið samah og smástöngli
stungið í gegnum vafninginn. Þessa fram-
leiðslu nefna Þjóðverjar Rollmops. Þessir
vafningar voru mestmegnis lagðir niður í
8—10 punda dósir, en stundum voru þeir
líka lagðir í trékúta.
Einnig var mikið gerl að því að sýra stór-
síkl með hrygg. Þessi síld er lögð niður i
tunnur, fullar af ediksvökva ásamt lauki og
öðru kryddi. Síldarlifrin er vel þvegin og
ufvötnuð. Þá er hún látin í pott og hituð en
ekki soðin. Síðan er búin til lir lifrinni hin
hezta sósa og hellt út á súra síldina.
Síldarsalat var húið til í stórum stil.
Allt þetla getum við gert hérna heima,
allt verður að nýtast, úrgang og innýfli
verðum við að taka til vinnslu, því úr öllu
má gera herramannsmat, t. d. má mala sam-
an lifrina, hrognin og' svilin hrá og síðan
sjóða niður.
Þjóðverjar voru komnir mjög langt á
sviði fiskiðnaðarins og voru fiskiafurðir
þeirra seldar um alla Mið- og Suður-E’'-
rópu, enda var eftirspurnin mikil.
Fyrir okkur íslendinga eru stórfenglegir
möguleikar á slíkri framleiðslu og í fram-
tíðinni munu verða miklir sölumöguleikar
til meginlands Evrópu. Með sinni ágætu
aðstöðu til fiskiðnaðar á ísland að geta
orðið eilt af fremstu löndum í Evrópu í
þeirri grein, á að geta framleitt fyrsta
fíokks vöru. Það er margt sem mælir með
])essu.
/ fyrsta lagi: Við eigum ág'æta fiskimenn,
sem sækja gullið í greipar Ægis og oft við
illan leik. Þeir afla meira en fiskimenn er-
lendra þjóða.
/ öðru lagi: Fiskimiðin eru nálægt og
hráefnið því oftast nýtt og ferkst til
vinnslu, og ætti fiskuriun að komast sem
næst lifandi í verksmiðjurnar.
/ þriðja lagi: Hjá oklcur er oftast nægur
loftkuldi, svo að hráefnin haldist lengi
óskemmd.
/ fjórða lagi: Við ættum að fá hráefnið
miklu ódýrara til vinnslu en samkeppnis-
þjóðir okkar, sem fá eða fengu fyrir stríð
megnið af fiski sinum frá fiskimiðum
okkar.
/ fimmta lagi: Eftirspurnin hlýtur að
verða stórkostleg frá Mið- og Suður-Evrópu,
þegar verzlunarviðskipti takast aftur, óg þá
mundu flutningsskip okkar hafa meira en
nóg að gera við að flytja íslenzkar niður-
soðnar sjávarafurðir á erlenda markaði.
Ég' vil að endingu benda á 4 liði viðvíkj-
andi þessari stórnauðsynlegu atvinnugrein
okkar:
1. Fjölhreytt framleiðsla á þeim hráefn-
um, sem völ er á hér heima, allar fisk-
tegundir okkar verður við að taka til
vinnslu og vinna úr þeim sjálfir á þann
hált, sem hinir útlendu kaupendur
óska.
2. Skilyrðislaust vönduð framleiðsla í
höndum kunnáttumanna. Varan verð-
ur að vera góð og' gallalaus, hréinlega
frá öllu gengið, með því aukum við eft-
irspurnina og tryggjum markaði okkar
erlendis þannig að islenzk famleiðsla
verði tekin fram yfir framleiðslu ann-
arra þjóða.
3. Eðlileg verlcaskipting þarf að verða
milli íslenzkra verksmiðja eftir hrá-
efnaframleiðslunni á hverjum stað.
Og í
4. lagi verður að sjá starfsfólki verk-
smiðjanna fyrir vistlegum og þægileg'-