Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 15

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 15
Æ G I R 189 öryggis því, að framleiðsla þeirra sé góð vara. Framleiðslan er greinilega merkt frá hverju einstöku firma. Og þar sem allt er selt á innlendum markaði, kemur fljótt og greinilega í ljós, ef um gallaða vöru er að ræða. Þetta ber þó ekki að skilja svo, að engin íhlutun sé af hálfu þess opinbera varðandi vöruvöndun. Hún er einmitt mjög mikil og fer vaxandi. Eins og mörgum hér á landi mun kunnugt rekur ríkið stofnun, sein venjulega er kölluð Fish and Wildlife Service. Þessari stofnun má líkja við Fiskifélagið hér, enda þótt liún hafi að likindum víðara starfssvið. I öllum borgum og bæjum, þar sem fiskiút- gerð er, hefur stofnun þessi skrifstofu og starfslið. Stofnunin gerir dagskýrslur um alla veiði, sem á land kemur, sundurlið- aðar eftir tegundum fisks, hvernig dags- aflanum er ráðstafað og á hvaða verði hann er seldur. Þetta er mjög fróðlegt, en afarmikið starf. Með þessu „kontroli“ verður unnt að fylgjast nákvæmlega með fiskmagni á markaðinum, hvort of mikið eða of lítið af fiski kunni að vera eða verða næsta dag, á hverjum stað fyrir sig, og ráða bót á því í tíma. í Seattle hefur þessi stofnun rann- sóknarstofur mildar. Þar ér unnið að rannsóknum á öllum sviðum fiskiðnaðar- ins. Hún rannsakar einnig vöru, sem til sölu er á markaði frá ýmsum fyrirtækj- um, svo sem frystan fisk, niðursuðuvör- ur o. fl. Sýnishorn af vörum þessum eru tekin þar, sem þær eru til sölu. Með þessu getur stofnunin fylgst með framleiðsl- unni. Forstöðumaður rannsóknarstofunnar í Seattle heitir Maurice E. Stansby. Hann hefur skrifað mikið um fiskiðnaðarmál. Meðan ég stóð við í Seattle dvaldi ég' oft í þeirri deild rannsóknarstofunnar, sem hef- ur með höndum alls konar rannsóknir varðandi hraðfrystingu fiskflaka. Rann- sakaðar eru frystiaðferðir, geymsla el'tir að fryst er, geymsluþol, miðað við alls konar umbúðir o. fl. í sambandi við opinbert eftirlit er rétt að geta þess, að allt það magn af fiskiðn- aðarvörum, sem ríkið áskilur sér handa hernum eða til annarra ráðstafana í opin- berar þarfir, er háð ströngu eftirliti. Maður er hafður á hverjum stað, þar sem vinnsla fer fram, og' stimplar hann hvern kassa og getur dagsetningar. Vinnubrögð. Nú skal því í stuttu máli lýst, hvernig vinnubrögðum er báttað hjá nýtízku frystihúsi í Bandaríkjunum. En eins og áður segir, verður hér ekki lýst neinu ein- stöku frystihúsi, heldur dregið saman í lýsingunui það, sem mér þótli mest um vert. Um leið og frá þess er skýrt, lið fyrir iið, verður gerður samanburður á þvi og vinnubrögðum á sams konar vinnustöðv- um hér á landi. Við löndun á fiski úr bátum og stærri skipum eru mest notaðar stórar striga- körfur. I þær er fiskurinn látinn í lestinni áður en hann er dreginn upp. Karfan er flutt á vog, sem stendur á bryggjunni. Þar næst er karfan tæmd í cins konar svelg í bryggjunni. Úr honum fer svo fisluirinn með flytjara að þvotta- vélinni. Þegar sv7o stendur á, að fiskurinn er ekki flakaður jafnóðum, þá er hann vitan- lega ísaður þegar í stað. Það er gert í rúm- góðu plássi, þar sem eru stíur til beggja liliða og' breiður gangur eftir miðju. Fiskr urinn er lagður í þessar stíur, og við ísun- ina er notuð vél, sem þyrlar ísnum yfir fiskinn gegnum gilda slöngu, og stjórnar þessu einn maður. Þegar fiskurinn er tek- inn úr þessum stíum og færður að þvotta- vélinni, er til þess hafður sérstaklega g'erð- ur vagn, vélknúinn, með skúffu, sem rennt er undir fiskinn í stíunum. Þennan vagn er hægt að nota vegna þess, að fisklagið í stíunum er ekki liaft þykkara en ca. 2 fet. Vagninn flytur svo fiskinn að þvotta- vélinni, sem er langur sívalningur er snýst í sífellu, en hægt. Inni í þessuin sívaln- ing'i eru vatnspípur, sem sprauta vatni á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.