Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 20
194
Æ G I R
þangað, ef þær bila, nieð alls konar farar-
tækjum og skiljanlega oft langar leiðir
leiðir með miklum tilkostnaði.
Þetta er alveg óviðunandi ástand fyrir
frystihúsin, og verður að bjarga þessu við
með því, að kenna mönnuin að gera við
vogir og gefa þeim umboð til þess á hverj-
um stað. Síðan þyrfti Löggildingarstofan
að hafa stöðug't mann á ferð, sem liti eftir
viðgerðum þessara manna.
Þar sem hraðfrystihúsin eru orðin nær
70 að tölu má lauslega gera ráð fyrir 200—
000 vogum í notkun suma tíma ársins við
framleiðslu á erlendan markað, og verður
að sjá svo um, að áhöld þessi séu í lagi.
Ef við útveguðum okkur jafngóðar vogir,
og notaðar eru við iiliðstæða vinnu í
Bandaríkjunum, væri hættan mikils til úr
sögunni og viðgerðarkostnaður lítill sem
enginn.
Pökkun fiskflaka.
Útbúnaði við pökkun fiskflaka hef ég
áður lýst í þessari skýrslu, eins og hún
gerist bezt. Þann útbúnað þurfum við að
taka upp.
Ég vil í þessii sambandi minnast nokkuð
á frágang fiski'Iakanna hjá okkur, eins og
hann hefur verið.
Fyrir ófrið var öllum fiskflökum hér,
sem við seldum til Bretlands, paklcað í 7
Ibs. kartonpakka, sem voru vaxbornir að
innan. Með þessar umbúðir byrjuðuin við
1936, og voru þær notaðar öll árin fram
að stríðsbyrjun. í byrjun ófriðarins tók
þessi framleiðsla okkar að vaxa mjög ört.
Þar við bætist, að ómögulegt var að fá
nógu mikið af vaxbornum karton. Þá var
það ráð tekið, að pakka i pergamentpappír.
Hefur það haldizt jafnan síðan. Þetta
mætti kalla stríðspakkningu. Þetta kom
ekki svo mjög að sök vegna þess, að á þess-
um árum var fiskurinn notaður og' fluttur
út jöfnum höndum. En árið 1944 keniur
það svo fyrir, sennilega vegna ónógs slcipa-
kosts Breta, að miklar birgðir safnast fyrir
hér, og verður fiskurinn í sumum tilfellum
allt að 8—10 mánðaa gamall áður en hann
i
er fluttur út. Þá kom greinilega í Ijós, að
umbúðir þessar geta ekki varið fiskinn
fyrir innþorrnun. Með öðrum orðum: Um-
búðir þessar eru óhæfar, ef um langa
geymslu fisksins er að ræða.
Annað er líka áfátt um þessa pökkun
okkar. ÖIl flökin í þessari 7 punda pakkn-
ingu frjósa saman, og er ómögulegt að ná
þeim sundur nema þýða allan pakkann.
Þetta gerir fiskinn óhæfan til smásölu í
svona pakkningu, og einnig mjög óþægi-
legt lil matbúnings fyrir alla.
Ef aftur á móti er pakkað einu og einu
flaki í cellophanpappír, þá er hægt að losa
allt í sundur strax og pakkinn er tekinn
úr geymslu. Þetta er venjulega framkvæmt
þannig, að flök, sem eru yfir 1 lbs. eru
skorin sundur, og mun hagkvæmt að hvert
stykki, sem pakkað er í cellophanpappír,
séu um 1 Ibs. Pakkinn sjálfur getur svo
verið 5,7 eða 10 Ibs., eftir því sem hentugt
þykir á hverjum tíma.
Þá munu 1 lbs. pakkningar verða mjög
eftirsóttar í framtíðinni. Þær þurfa að vera
útbúnar á sama hátt, fyrst í cellophan og
síðan í karton. Utan um alla kartonpakka
þarf síðan að brjóta cellophanpappír eða
vaxborinn pappír. Fiskflök, sem þannig
er um búið, geta menn óhræddir geyint í
góðum geymslum mánuðum og jafnvel ár-
um saman.
Ég vil taka það fram í sambandi við
þetta, að ég harma það fyrir okkar hönd,
að það litla magn, sem við höfum sent af
liraðfrystum fiskflökum til Bandaríkjanna
þetta ár, skuli hafa verði sent í lélegum
umbúðum. Þetta er ekki meira magn en
það, að rétt mátulegt liefði verið að noia
það í auglýsingaskyni fyrir komandi ár.
Þótt talið sé að jiessi fiskur okkar, sem
vestur fer nú, sé eingöngu notaður af hern-
um, þá kemur það ekki málinu við. Her-
menn eru menn eins og gengur og gerist
og hafa alveg eins vel vit á fiski og aðrir.
Meðal þeirra eru líka margir matreiðslu-
menn, sem reka matsölu og hótel á friðar-
tíma, svo og húsfeður, sein kaupa daglega
mat fyrir heimili sitt.