Ægir - 01.09.1945, Side 29
Æ G I R
203
brúttó og mun taka nálægt 1400 smál.
af síld. í því er 320 ha. Atlas-Imperialvél og
aulc þess 50 hestafla Iijálparvél fyrir vind-
ur, pumpur o. fl. Meðalganghraði skipsins
er 10 mílur.
Skipið hefur hlotið nafnið Fanney. Það
lagði af stað frá Tacoma 22. ágúst síðastl.
og kom til New York að mánuði liðnum.
Þessi leið er um 6000 mílur. Fanney fór í
gegnum Panamaskurðinn, og mun hún
vera fyrsta ísl. skipið, sem fer þá leið. Ferð-
in frá New York og hingað tók um 12 sól-
arhringa.
Skipstjóri á skipinu var Ingvar Einars-
son, en hann fór til Bandaríkjanna í des-
ember síðastl. til þess að sjá um smíði
skipsins. Stýrimaður var Markús Sigur-
jónsson, en hann kom á skipið í New York,
og vélstjóri var G,ísli Hannesson.
Skip þetta er fyrst og' fremst frabrugðið
hérlendum síldveiðiskipum að því leyti, að
nótabátar eru ekki notaðir við veiðarnar
heldur aðeins lítill prannni og nótin er
dregin á spili inn í skipið. Áhöfn er 8—9
menn, þegar skipið stundar veiðar.
Þótt enn sé allt í óvissu um það, hvernig
skip þelta reynist hér við síldveiðar, sýna
kaup þess, að hlutaðeigendur hafa áhuga
l'yrir að brjóta hér nýjar leiðir, og það er
\ on manna, að tilraun þessi beri verðskuld-
aðan árangur.
Skip sökkva.
Hið nýja skip Haukur, er keypt var
hingað til lands frá Ivanada, og koin hing-
að 17. júní siðastl., sökk undan Færeyjum
31. ágúst s. 1. Þegar þetta skeði, var blæja
logn og stilltur sjór. Einum skipsmannin-
um segist svo frá, að komið hafi eins og
hnykkur á skipið að aftan, og við það hafi
sjór byrjað að fossa inn í vélarúmið.
Ágerðist lekinn svo mikið, að dælurnar
höfðu ekki undan, og urðu því skipsmenn-
irnir að koma sér í bátana og bjarga sér á
þeim til lands. Gekk sú ferð slysalaust, þótt
eigi væri hún hættulaus, vegna strauma og
blindboða. Tóku Færeyingar skipbrots-
rnönnum með ágætum.
Mönnum var fátt við, er það fréttist
hingað, að þetta nýja skip hefði sokkið
vegna leka, í blíðskaparveðri. Áður hafði
hvisazt, að skip þetta hefði orðið fyrir slílc-
um skemmdum á útleið, að framkvæma