Ægir - 01.09.1945, Síða 37
Æ G I R
211
Ur ýmsum áttum.
Slysavarnafélagi íslands berast gjafir.
Landsbanki íslands var sextugur 18.
sept. síðastl. í tilefni af afmælinu ákvað
stjórn bankans að gefa Slysavarnafélaginu
50 þús. krónur. Tíu áruin áður, eða þegar
bankinn átti fimmtíu ára afmæli, gaf bank-
inn Slysavarnafélaginu jafn háa upphæð.
Nýleg hefur Slysavarnafélaginu einnig
borizt gjöf frá útgerðarfélaginu Helgafell
í Reykjavík, að ujiphæð kr. 13 338.34. Fjár-
uj)j)hæð þessi er hluti útgerðarfélagsins af
hjörgunarlaunum, sem togarinn Helgafell
lekk fyrir að bjarga vélbátnum Leifi
Eiríkssyni, er hann var að því kominn að
sökkva út af Breiðavík, norðan Látra-
bjargs, 12. janúar siðastl.
Verðlækkun á benzíni og olíum.
í byrjun febrúar síðastl. lækkaði veru-
lega verð á benzini og olíum. í vetur og í
sumar var unnið að því að fá verðinu þok-
að niður og hefur þetta nú tekizt, eftir að
olíufélögin hér hafa á ný fengið beint við-
skiptasamband við sambandsfélög sín er-
lendis, og verður olía og benzín flutt eftir-
leiðis beint til félaganna hér. Þessi lausn
málsins hafði i för með sér mikla lækkun
á olíum og benzíni, og' kom hún lil fram-
kvæmda 1. olctóber síðastl. Benzín verður
i Reykjavík 52 aurar Htrinn í stað 65 aura
áður, hráolía 33 aurar kg í stað 49 aura og
steinolía 53 aurar kg í stað 65 aura áður.
Verðlækkun þessi er það mikil, að olíusmá-
lestin er nú 30 kr. ódýrari og benzínsmálest-
in 45 kr. ódýrari en hún var áður en hækk-
unin kom til framkvæmda 3. febrúar síð-
astl. Talið er, að þessi lækkun muni nema
7 milljónum króna á ári.
Alþjóða hafrannsóknarráðstefna.
Um miðjan október hófst í Kaupmanna-
höfn þing alþjóðhafrannsóknarráðsins.
Verkefni þingsins var að endurskipuleg'gja
samvinnu milli þeirra þjóða, er gerzt hafa
aðilar að ráðinu, og jafnframt, að gera
áætlanir um framtíðarstarfsemi j)ess. Full-
trúar hlutaðeigandi þjóða gáfu skýrslu um
unnin störf á styrjaldarárunum.
íslaiid gerðist sjálfstæður aðili í Alþjóða-
bafrannsóknarráðinu árið 1938, en áður
hafði Danmörk farið með umboð þess.
Síðasta þing ráðsins var haldið í Berlin
1939, og mætti Árni Friðriksson fiskifræð-
ingur þar lyrir hönd íslendinga.
Að þessu sinni mættu fyrir hönd íslend-
inga á þingi Aþjóðahafrannsóknarráðsins
i Höfn: Jakob Möller sendiherra, Árni
Friðriksson fiskifræðingur, dr. Finnur Guð-
mundsson og dr. Hermann Einarsson.
Skorað á stjórn Akureyrarbæjar að kaupa
Krossanes.
Sjómannafélögin á Akureyri héldu ný-
lega umræðufundi um atvinnumál. Var þar
samþykkt áskorun til bæjarstjórnar Akur-
eyrar þess efnis, að festa kaup á Krossa-
nesverksmiðjunni, þar sem lílcur væru til,
að hún væri til sölu og einstaklingar
mundu þegar hafa gert tilboð í hana. — Þá
skoraði fundurinn á bæjarstjórnina að
vinna að því að fyrirhuguð niðursuðuvérk-
smiðja ríkisins verði reisl á Akureyri.
Loks skoraði l'undurinn á bæjarstjórnina
að i’esta kaup á tveim af þeim togurum, er
ríkisstjórnina hefur fest kaup á í Englandi.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja.
Aðalfundur Lifrarsamlags Vestmanna-
eyja fyrir árið 1944 var haldinn nýlega.
Allir útvegsmenn í Vestmannaeyjum eru i
samlaginu. Árið 1944 tók samlagið alls á
móti til vinnslu 1465 smálestum af lifur,
og var það heldur minna lifrarmagn en
1943. Úr þessu lýsi voru unnar 867 smál.
af lýsi og stearini. Lýsið var allt kald-
hreinsað og selt til Ameríku. Alls borgaði
samlagið fyrir innlagða lifur kr. 2165 þús.,
eða kr. 1.50 fyrir kilótð af lifrinni. Þess
var getið á l'undinum, að lifrarverðið í ár
yrði minnsla kosti ekki lægra en 1944. —