Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 14
188 Æ G I R ar likur fyrir því, að söfnun fiskgalls geti verið allarðvænleg, að óbreyttum aðstæðum. Á síðastliðnu hausti veiddist allmikið magn af hámeri í Reykjanesröst. Þar sem hér virðist vera um reglulega hámeragöngu að ræða og nokkrar lílcur fyrir því, að hag- nýta mætti aflann, tók rannsóknastofan sér fyrir hendur að efnagreina hold, lifur og lifrarlýsi hámerarinnar. Upplýsingar um niðurstöður þessara rannsókna geta þeir fengið, sem þess óska. Þess skal getið, að í suðurlöndum er hámerin talin góður fisk- ur til átu. Kunnugt er, að Norðmenn og Danir stunda hámeraveiðar og selja fiskinn til Miðjarðarhafslandanna. Eins og endranær hefur rannsóknastofan annast margvísleg ráðgefandi störf fyrir út- vegsmenn og framleiðendur. Fiskideild Atvinnudeildar háskólans leigði á árinu mótorbátinn Kára frá Vest- mannaeyjum til rannsókna á sjó. Skipið var í þjónustu deildarinnar frá 10. júlí til 22. september, og voru farnar tvær ferðir. Sú fyrri stóð yfir frá 10. júlí til 15. ágúst, en sú síðari frá 15. ágúst til 22. sept. 1 síðari ferðinni var meðal annars togað á ýmsum slóðum og merktur þorskur. 1 báðum ferð- unum var safnað gögnum til svif- og sjávar- rannsókna allt í kringum landið, en þaðan vestur í Grænlandshaf og norður fyrir Jan Mayen. Síldarrannsóknunum var haldið áfram eins og að undanförnu, og starfaði rann- sóknastofan á Siglufirði frá því í byrjun júní og fram undir miðjan september. Þar voru rannsakaðar 3683 síldar með sama hætti og venjulega, en auk þess var lögð mikil vinna í það á árinu að greina síldina í stofna eftir hreisturgerðinni. Rannsakaðar voru 309 síldar, sem veiðzt höfðu í Faxaflóa, 100 frá Fáskrúðsfirði og 402 frá norslca skipinu „Vartdal“, en þær höfðu fengizt norður af Færeyjum. Reyndist það vera norðurlands- síld. Þannig voru rannsakaðar tæplega 4500 síldar samtals. Rannsakaðir voru 1180 síld- armagar á Siglufirði, á sama hátt og und- anfarin ár. Það má telja viðburð, að þvi er varðar síldarrannsóknirnar, að í febrúarmánuði veiddist við Noreg sild, sem merkt hafði verið á Skjálfanda árið áður. 1 ágústmán- uði fannst í verksmiðjunni á Raufarhöfn merki úr síld, sem merkt hafði verið við Noreg vorið 1948. 1 íslenzlcu verksmiðjun- um endurheimtust 49 síldarmerki, sem merkt hafði verið með við Norðurland sum- arið 1948. Eigi var hægt að merkja neina síld á árinu sökum fjárskorts. Mælt var 16 750 af þorski, aðallega á vetrarvertíðinni, og kvarnir teknar úr 4750. Auk þess voru mældir 3846 þorskar á Kára og kvarnir teknar úr 1504, en þannig hefur 20 596 af þorski verið mælt, en 6254 kvarnað. 1 september voru merktir 1550 þorskar við vestur- og norðurströnd landsins. Ýmsir aðrir fiskar, sem til náðist á Kára, voru rannsakaðir, og kvörnum var safnað til aldursákvarðana. Þannig var mælt um 1200 af ýsu, en rúmlega 600 voru kvarn- aðar. Sjórannsóknir voru gerðar á 190 stöðum, og var sjávarhiti mældur 1467 sinnum (á ýinsu dýpi), en 1438 seltuákvarðanir gerð- ar. 500 straumflöskum var varpað í sjóinn á ýmsum stöðum undan Vestfjörðum og Norðurlandi, en einnig milli Islands og Jan Mayen. Safnað var yfir 80 svifsýnishornum með strannnaháf (Strammin-neti) og um 190 með silkiháf (Hensen-neti). Loks var safnað 25 sýnishornum úr botni í Faxaflóa, Þistilfirði, á Eiðisvik og við Jan Mayen. a. Sunnlendingafjórðungur. Hinnar auknu þátttöku í útgerðinni, seni áður hefur verið getið, varð einnig vart í Sunnlendingafjórðungi, og varð tala báta nú jafnaðarlega hærri í flestum inánuðum árs- ins en verið hafði árið áður. Mest varð þátttakan á vetrarvertíðinni í aprílmánuði, 285 skip alls, en árið áður hafði tala bát- anna á vertíðinni komist hæst 257 í saina mánuði. Um sumarið, er síldveiðarnar stóðu sem hæst, varð tala bátanna í ágústmánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.