Ægir - 01.09.1950, Qupperneq 60
234
Æ G I R
nema tæplega 3000 smál. á móti 5200 smál.
árið áður og Holland 2452 smál. Var það
einnig allverulega minna en árið áður, en
þá keypti Holland 3676 smál. Loks fór til
Frakklands 1079 smál., sem einnig var all-
verulega minna en árið áður, en þá keypti
Frakldand 2289 smál. Er það sama að segja
um öll þessi 3 síðasttöldu lönd, að þar gætti
vaxandi erfiðleika á því að selja fiskinn
þó misjafnlega mikið væri það. Var eink-
um áberandi, að mjög var erfitt orðið um
sölu á frystum fiski í Frakklandi og Hol-
landi, en bæði þessi lönd hafa verið all-
þýðingarmiklir markaðir fyrir frystan fislc
eftir styrjöldina.
Hins vegar komu nú 2 ný lönd fram á
sjónarsviðið sem kaupendur að frystum
fiski, og voru það Austurríki og Pólland.
Við hið fyrrnefnda voru gerð bein vöru-
skipti og seldust þangað tæplega 1000 smál.
af frystum fiski, en það var fyrsti fiskur-
inn, sem þangað hefur selzt héðan. Standa
vonir til þess, að áframhald verði á þeim
viðskiptum. Þá var selt samkvæmt sanm-
ingi til Póllands 1000 smál., og var búið
að flytja út af því fyrir árslok um 500
smál. Sama er að segja um Pólland og
Austurríki, að þetta er í fyrsta skipti sem
þangað er seldur frystur fiskur héðan. Mun
fiskurinn hafa líkað vel og vonir standa til
að unnt verði að halda áfram þeim við-
skiptum. Litið magn fór síðan til Sviss eða
aðeins 250 smál. og enda þótt um væri að
ræða allverulega aukningu frá því sem ver-
ið liafði árið áður, þegar magnið var að-
eins 86 smál., þá fer það mjög hægt, en
þó von til að unnt verði að aulca þann
markað. Krefst sá markaður allverulega
vandaðri umbúða en flest önnur lönd í
Evrópu. Smávægilegt magn var einnig flutt
til Palestínu að þessu sinni, og eru vonir
lil að unnt verði að auka þau viðskipti
nokkuð.
Þá var flutt til Bandaríkjanna tæplega
2500 smál. af fiski á móti 1935 smál. árið
áður, og var því um töluverða aukningu
að ræða. Er ekki nokkur vafi á því, að vonir
standa til að sá markaður geti tekið á
móti töluvert mikið meira magni en hér
er um að ræða, aðeins ef þess verður gætt
að uppfylla þær kröfur, sem neytendur þar
gera, en svo sem kunnugt er, eru þeir all-
mikið kröfuharðari en tíðkast t. d. í
Evrópu, sérstaklega um allan frágang og
umbúðir vörunnar.
Útflutningur niðursoðins fiskmetis var
nú nokkru minni en árið áður eða aðeins
423 smál. á móti 959 smál. árið áður. Virð-
ist enn miklum erfiðleikum háð að selja
islenzka niðursuðu að nokkru magni. Voru
aðeins fá lönd, sem keyptu þessa fram-
leiðslu, og voru Bandarikin þar með lang-
mest eða rúmlega lielming framleiðslunn-
ar, en Bretland með tæplega Vz. Tékkoslo-
vakia hafði á fyrra ári keypt mestan hluta
framleiðslunnar eða 355 smál., en á þessu
ári nam útflutningurinn þangað aðeins 33
smál.
Fiskmjölsframleiðslan hefur aukizt
nokkuð á undanförnum árum við það að
byggðar hafa verið nýjar verksmiðjur, en
einkum hefur sú viðbót þó orðið nú á
allra síðustu tímum. Útflutningur fisk-
mjöls var að þessu sinni nokkru meiri en
árið áður og meiri en að áður hefur verið,
eða 6329 smál. á móti 5499 smál. árið áð-
ur. Má gera ráð fyrir, að þessi framleiðsla
fari enn mjög vaxandi og útflutningurinn
þar af leiðandi einnig. Hefur markaður
fyrir fiskmjöl yfirlcitt verið góður og fram-
leiðslan þar af leiðandi tiltölulega auðselj-
anleg. Er nú orðinn mikill munur frá því
sem áður var, liversu nýting alls úrgangs
er orðin betri og skapast þar allmikil ný
verðmæti. Rúmlega 3000 smálestir fiskmjöls,
eða tæplega helmingur útflutningsins fór
lil Hollands að þessu sinni, en auk þess
keyptu Tékkoslovakia tæplega 2000 smál.
og Palestina um 1200 smál., en önnur lönd
voru með smávægilegt magn.
Hins vegar varð síldarmjölsframleiðslan
mjög óveruleg á árinu vegna þess hversu
síldveiðarnar brugðust um sumarið og mest
af því mjöli, sem framleitt var, fór til inn-
anlands notkunar. Aðeins 558 smál. voru
fluttar út, en eitthvað mun þó hafa verið