Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1950, Side 61

Ægir - 01.09.1950, Side 61
Æ G I R 235 eftir af framleiðslu ársins, sem flutt var út á árinu 1950. Samningar munu hafa verið gerðir fyrir fram um sölu á mestum hluta síldarmjölsframleiðslunnar, en þá samninga var að sjálfsögðu ekki unnt að framkvæma vegna aflabrestsins. Á árinu 1948 hafði útflutningurinn numið 34 000 smál., en það var að langmestu levti fram- leiðsla frá vetrarsíldveiðunum 1947—1948, þar sem öll sú framleiðsla var flutt út á árinu 1948. Framleiðsla síldarolíu var einnig mjög mikið minni en búizt hafði verið við, vegna veiðibrestsins á sildveiðunum, og útflutn- ingurinn þar af leiðandi lítill, t. d. saman- borið við það sem hafði verið árið áður, cn þá var flutt út öll framleiðsla frá vetr- arsildveiðunum 1947—1948. Nam útflutn- ingur sihlarlýsis aðeins 7099 smál. á móti 28 336 smál. árið áður. Fyrir fram hafði vcrið samið um sölu á verulegum liluta sildarlýsisins og fór megin hluti þess til Rretlands eða 6180 smál., en smáslatta fengu Pólland 500 smál og Tékkoslovakia, læplega 400 smál. horskalýsisútflutningurinn var að þessu sinni töluvert mikið minni en áður, eða aðeins 5800 smál. á móti rúmlega 8000 smál. árið áður. Stafaði þessi minnkandi útflutningur fyrst og fremst af þvi, að mjög þrengdist um á þeim mörkuðum, sem áður böfðu tekið megin hluta lýsisframleiðsl- nnnar, þ. e. a. s. Bandaríkjunum. Var yfir- leitt miklum erfiðleikum háð að selja þorskalýsi á árinu. Þrátt fyrir þetta fór bó mestur hluti lýsisins til Bandarikjanna eða 2400 smál. rúmlega og var það um 500 smál. minna en árið áður. Var það að sjálf- sögðu því nær allt meðalalýsi. Þá var sent til Þýzkalands um 2100 smál. og mun mest nf því lýsi liafa verið ókaldhreinsað og ekki *tlað til notkunar sem meðalalýsi. Hefur sbkt að sjálfsögðu í för með sér minnk- andi verðmæti lýsisins, þar sem þá er ekki tekið tillit til vítamíninnihalds ])ess, en það er einmitt það sem gefið hefur lýsinu gildi °g verðmæti fram yfir annað sambærilegt feitmeti. Auk þess fór þorskalýsið til fjöl- margra annarra landa eins og áður, en að- eins lítið magn til hvers lands. Á árinu 1948 var flutt nokkuð út af ís- aðri Hvalfjarðarsíld til Þýzkalands. Ekki varð framhald á ])essum útflutningi á ár- inu 1949, enda var ekki um neina veiði að ræða á þeim tíma, er helzt var von til þess að unnt væri að selja síldina ísaða. Hins vegar var flutt litið eitt af frystri sild, eða rúmlega 300 smál., aðallega til Póllands. Árið áður hafði verið flutt út nær 1100 smál. Til Frakklands fóru nær 600 smál., en auk þess nokkuð til Noregs, og var þar um beitusíld að ræða, og einnig lítils háttar til Færeyja. Saltsíldarútflutningurinn var hins vegar mjög svipaður og verið hafði árið áður, enda var framleiðsla á saltsíld nokkuð meiri en þá, einkum vegna þess að mikið var saltað af síld við Faxaflóa um haustið. Alls var flutt út rúmlega 10 000 smál. af saltaðri síld eða rétt tæplega 1000 smálestum minna en árið áður, en hins vegar var nokkuð eftir af síld frá haustinu við ára- mót, sem ekki var flutt út fyrr en á árinu 1950. Síldin er hér talin í smál., en hefur áður verið talin i tunnum og mun ekki fjarri lagi að reikna meðal-þunga tunnu 100 kíló. Stærsti kaupandi saltsildarinnar var Finnland með tæplega 3000 smál. og var það nokkru meira en árið áður, en þá keypti Finnland rúmlega 2000 smálestir. Er Finnland nú orðið eitt hið bezta mark- aðsland fyrir islenzka saltsíld og er von lil þess, að sá markaður dugi vel áfram. Til Danmerkur fóru um 1960 smál., var það einnig nokkru meira en árið áður og sama er að segja um Pólland, sem tók 1932 smál. á móti 914 smál. árið áður. Öll þessi lönd tóku töluvert magn af haustveiddri Faxasíld upp i þá samninga, sem gerðir höfðu verið um fyrir fram sölu á sumar- veiddri norðanlandssíld. Hins vegar fóru til Sviþjóðar aðeins 1915 smál. á móti 5940 smál. árið áður, enda fór þangað ekkert af þeirri síld, sem söltuð var við Faxaflóa um haustið. Þá fór loks til Bandaríkjanna af norðanlandssíld 1360 smál., scm var 300

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.