Ægir - 01.09.1950, Síða 66
240
Æ G I R
hefur enn verið gengið frá enda hennar,
en verður væntanlega gert á árinu 1950.
Staðarfell. Á Hjallanesi við Staðarfell
var gerð bátabryggja um 37 metra löng og
4 metra breið. Er dýpið við enda hennar
um 1.8 metrar, ef miðað er við stórstraums-
fjöruborð. Er bryggja þessi með steyptum
veggjum, grjótfyllt og með steyptri þekju.
Patreksfjörður. Unnið var að dýpkun í
Patrekshöfn. Er hafnargerðinni að mestu
leyti lokið, en þó talsvert eftir að dýpka
enn.
Tálknafjörður. Bátabryggjan, sem þar
var, var hækkuð þannig, að hún er nú 1
fet upp úr um flóð, en ætlunin er að
stækka þá bryggju í hafskipabryggju.
Að Gemlufalli við Dýrafjörð var lolcið
við smíði á steinsteyptri ferjubryggju, var
lengd hennar 40 metrar, en breidd 4 m.
ísafjörður. Haldið var áfrain smiði hafn-
arbakkans í Neðstakaupstað. Er þar nú
aðallega eftir að fylla upp og dýpka.
Vatnsfjörður við ísafjarðardjúp. Báta-
bryggjan þar var hækkuð og lagfærð og
auk þess lengd um 20 metra.
Hnífsdalur. 1 Hnífsdal var lokið við
smíði 3 steinkera og hafin bygging þess
4. Ætlunin er að nota ker þessi í fram-
lengingu bátabryggjunnar.
Hvammstangi. Þar var steypt í 2 bil 7
metra löng hvert á milli fremstu stöpla
bryggjunnar. Bryggjan er nú um 140 metr-
ar á lengd, breidd 7 metrar. En dýpi við
enda hennar er 4% metri við stórstraums-
fjöru.
Blönduós. Á Blönduósi var gengið frá
framlengingu bryggjunnar, sem unnið
hafði verið að sumarið áður, og var sú
lengd nú um 18 metrar.
Skagaströnd. Á Skagaströnd var unnið
áfram við eystri hafnargarðinn, og er hann
nú orðinn 166 metrar á lengd, en breidd
lians 12 metrar. Lokið er að ganga frá
járnþili, en enn er eftir að miklu leyti að
fylla inn í garðinn. Einnig var unnið að
dýpkun bafnarinnar. Meðal annars var
dýpkuð 10 metra breið og 80 metra löng
renna upp með liafskipabryggjunni.
Ilofsós. Þar var gengið frá framlengingu
bafnarbryggjunnar, sem gerð var 1948, en
þá var bryggjan lengd um 42 metra og
breidd hennar var 10 metrar, en dýpi við
enda 6 metrar á stórstraumsfjöru. Sum-
arið 1949 var steypt bryggjuþekjan ásamt
festarsteinum og settir Ijósastaurar á alla
bryggjuna og auk þess steyptur skjólvegg-
ur á útbrún á nokkru bili. Hafin var breikk-
un eldri liluta bryggjunnar, en þar var hún
aðeins 5.6 metrar á breidd. 1 undirstöðu
breikkunarinnar var flutt urn 2200 m3 af
grjóti.
Siglufjörður. Framkvæmdir i innri hluta
Siglufjarðarhafnar voru litlar aðrar en
þær, að dýpkunarskipið Grettir vann þar
að dýpkun um 3 vikna tíma. Haldið var
áfram smíði dráttarbrautarinnar, sem liaf-
in hafði verið árið áður, en liún er á sama
stað og gamla dráttarbrautin var. Er braut-
inni ætlað að taka upp skip að stærð um
100 rúmlestir.
Ólafsfjörður. í Ólafsfirði hefur undan-
farið verið í smíðum skipakví. Ytri garð-
urinn, sem er þungbyggður grjótgarður
með stevptri krónu og járnbentum skjól-
vegg á ytri krónubrún, var fullgerður sam-
kvæmt upphaflegri áætlun um haustið 1948
og var lengd hans um 200 metrar. Innan
á garðinum framanverðum er nú í smíð-
um staurabryggja 8 metra breið og 25 m
löng, og er dýpið við hana 5—6 metrar.
Innri garðurinn er gerður úr þéttreknum
stauraþilum með 8 metra bili og er þeim
lialdið saman með járnboltum, en grjót-
fylling á milli. Garðurinn var lengdur tals-
vert sumarið 1949, og er nú orðinn 275
metrar á lengd. Steypt var þekja á garð-
inn á fremstu 75 metrana og sett grjót
meðfram honum að utanverðu. Loks var
unnið allmikið að dýpkun á skipakvínni.
Dalvík. Hafnargarðurinn á Dalvík, sem
jafnframt er bryggja, var lengdur um 56
metra árið 1948 og er nú 285 metra langur.
Rekin voru 2 járnþil með 12 metra bilb
og er þeim haldið saman með járnboltum,
cn malarfylling á milli þeirra. Á sumrinu
1949 var ekið allmiklu magni af grjóti að