Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1978, Page 11

Ægir - 01.12.1978, Page 11
Dr. Ingjaldur Hannibalsson: Hagræðing við loðnu löndun Á undanförnum árum hafa verið veidd um það bil 500.000 tonn af loðnu á vetrarloðnuver- tíð. Fjöldi báta hefur verið frá 80 og allt upp í 130, án þess að heildarafli hafi breyst svo nokkru nemi. Á vertíðinni 1977 voru flest 81 bátur við veiðar og var heildarafli þeirra um 550.000 tonn. Aflinn var unninn í 22 verksmiðjum, en staðsetn- ing verksmiðjanna ásamt stað- setningu loðnugöngunnar á öll- um 12 vikum vertíðarinnar 1977 eru sýndar á mynd 1. Mesta magn, sem þessar 22 verksmiðj- ur gætu mögulega unnið á 12 vikna tímabili, er um 1 milljón tonn, svo nýting verksmiðj- anna er um 507r. Loðnugangan er stöðugt á hreyfingu, þannig að á hverjum tíma eru aðeins fáar verksmiðjur í grennd við loðnumiðin. Afleiðing þessa er sú, að margir skipstjórar vilja sigla til þessara verksmiðja, en færri eru tilbúnir að sigla með afla sinn til fjarlægari verk- smiðja, sem oft eru vannýttar. Vegna þessa myndast oft langar biðraðir báta við verksmiðjur í grennd miðanna á meðan bið- tími er enginn við fjarlægari verksmiðjur. Verður þetta til Þess, að nýting verksmiðja verður mjög ójöfn yfir vertíð- ina. Flestar fiskmjölsverksmiðj- urnar, sem notaðar eru við ioðnubræðsluna, voru byggðar á síldarárunum. Eftir að síld- veiðum í stórum stíl lauk, voru þessar verksmiðjur lítið notaðar utan vetrarloðnuvertíðar, en það hefur breyst á allra síðustu ár- um vegna sumarloðnuveiða. Stærð bátaflotans hefur ekki haft afgerandi áhrif á aflamagn- ið og virðast afköst verksmiðja því takmarka það. Vegna stutts nýtingartíma verksmiðja er varla hagkvæmt að byggja nýj- ar verksmiðjur, en án fjárfest- ingar í verksmiðjum virðist eina leiðin til aukningar á aflamagni vera aukin hagræðing við veið- arnar. Þar virðast flutningar á loðnu frá miðum til verksmiðja vera aðalvandamálið. Eins og nú er ákveða skip- stjórar sjálfir, hvar þeir landa aflanum, og að sjálfsögðu þá með það í huga, að afli eigin báts verði sem mestur á vertíð- inni. Jafnvel þótt allir skip- stjórar tækju ákvarðanir í sam- ræmi við það, sem er best fyrir hvern þeirra, þá næðist ekki eins mikill afli og unnt væri að ná með samstilltri ákvarðana- töku allra skipstjóranna. Er það vegna þess, að skipstjórarn- ir keppa allir að sama mark- miði, því að komast aftur sem fyrst á miðin. Ef hver keppir að þessu markmiði án tillits til hagsmuna annarra, þá getur hegðan eins skaðað af- komu annars. Hætt er því við, að árangur ákvörðunar verði ekki alltaf eins og við er búist, því á þeim tíma, sem ákvörðun- in er tekin, veit skipstjórinn ekki hvað aðrir skipstjórar hyggjast fyrir, og geta forsend- ur ákvörðunarinncir því breyst. I þessari grein verður rætt um það hvernig haga á skipu- lagi loðnulöndunar á vetrarver- tíð, til þess að bátaflotinn í heild eyði sem minnstum tíma af miðunum og heildarafli á vertíðinni verði eins mikill og mögulegt er. Skipulag loðnu- löndunar hefur áður 'verið at- hugað og gerði Páll Jens- son reiknilikan af loðnuveið- unum fyrir Loðnubræðslu- nefnd. Aðalviðfangsefni Páls var að athuga hve mikið má auka aflann, með því að beita fjarlægðarbótum. Páll gerði ráð fjmir því, að skipstjórnarmenn velji löndunarhöfn, sem gefur hæstar dagtekjur, en athugaði ekki áhrif miðstýringar. Hluta af niðurstöðum Páls er að finna i riti Loðnunefndar „Loðnuveiðarnar 1977“. 2. Lýsing á vandamálinn Uppiýsinga var aflað um allar veiðiferðir allra báta á vetrar- vertíðinni 1977. Eftirfarandi upplýsingar eru fyrir hendi um hverja veiðiferð: 1) Veiðisvæði þar sem aflinn var fenginn. ÆGIR — 535

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.