Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Síða 19

Ægir - 01.12.1978, Síða 19
Loðnunefnd mjög auðveldlega haft fyrirliggjandi, án mikilla breytinga á upplýsingakerfi sínu frá því sem nú er. Þessar upplýsingar yrðu síðan notaðar til að spá fyrir um meðallönd- unartíma við hverja verk- smiðju í vikunni. Að lokum yrði meðallöndunartíminn not- aður til að ákveða hvernig skipta á flotanum á verksmiðjur til þess að flotinn í heild eyddi sem minnstum tíma af miðun- um. Ef breytingar yrðu á ytri aðstæðum eftir að löndunar- mynstrið hefur verið ákveðið, er auðvitað mjög auðvelt að endur- skoða það. Til dæmis getur veð- ur versnað á ákveðnu svæði, sem útilokar siglingu til ákveðinna verksmiðja. Þá væri á mjög skömmum tíma unnt að finna út hvernig haga bæri löndun- inni ef sigling á þessar verk- smiðjur er óhugsandi. Sama gildir ef aðrar forsendur breyt- ast. Má þar nefna bilanir í verksmiðjum og breytingu á hegðun loðnugöngunnar. Að lokum er við hæfi að minnast nokkrum orðum á það hvernig ná má fram bestu skipt- ingu flotans á verksmiðjur. Það verður sjálfsagt aldrei unnt nema sjómenn séu meðmæltir breytingunni. Ljóst er, að það myndi lenda á stærri bátunum að sigla til fjarlægari verk- smiðja og yrði á einhvern hátt að bæta þeim það aflatjón, sem þeir yrðu fyrir vegna sigling- anna. Liggja þá beinast við fjarlægðarbætur, sem Loðnu- nefnd myndi ákveða í samræmi við heppilegustu skiptingu flot- ans á verksmiðjur. Þurfa þær að vera þannig, að sjómenn séu tilbúnir að sigla til fjarlægari verksmiðja, ef það reynist heppilegt fyrir heildina. Loðnu- nefnd myndi þá fara þess á leit við einstaka báta, að þeir sigli til ákveðinna verksmiðja, eða henni yrði gefið vald til þess að loka verksmiðjum fyrir ákveðn- um stærðarflokkum bátal Með þessum aðferðum ætti að mega ná fram heppilegustu skiptingu báta á verksmiðjur og þar með mestum hugsanlegum afla, sem hlýtur að vera meginmarkmið allra þátttakenda í loðnuveiðun- um. ÆGIR — 543

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.