Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1978, Qupperneq 24

Ægir - 01.12.1978, Qupperneq 24
Björn: Þetta finnst mér orðin nokkuð löng ræða til að kenna Ingjaldi mannasiði. En snúum okkur að því, sem komið er fram hér á undan mál- efnalega. Ég held að það skipti ekki máli út af fyrir sig þó að skipin hafi stækkað. Það er þó rétt að flutningaskip eiga senni- lega ekki rétt á sér lengur, og ég er allra manna fúsastur til að viðurkenna það, nema verk- smiðjur, eins og ástatt var í fyrra, vilji kaupa eða leigja flutningaskip og sækja handa sér hráefni, en fyrir heildina eru þau sennilega ekki gagnleg leng- ur. Ef að loðnuaflinn verður takmarkaður, ef sett er hámark ein millj. tonna, þá er þeim mun veigameira að aflinn komist til skila á sem allra bestan hátt, og það er alveg sama þó að við hugsum eins og Andrés sagði áðan, að lögin séu ekki gerð fyrir verksmiðjurnar. Ef verk- smiðjurnar fara illa út úr því, þá er verðlagning á loðnu þannig, að gerð er úr þeim ein stór verksmiðja og meðal- talið er samsett útkoma allra hinna, sem fram kemur í loðnu- verðinu. Þannig að það er heild- in sem máli skipti. Það sem Haraldur sagði og við vorum að reyna að finna út í fyrra var það, að hver bátur gæti farið út með töflu sem segði í hvert einasta skipti, hvað verðið væri á hverjum stað, og hann vissi að verðið væri misjafnt eftir höfnum. Við getum tekið dæmi: Skip er statt úti af miðjum Austfjörðum. Verð á næstu höfn, Neskaup- stað, er 5 kr. pr. kíló. Verð í Faxaflóa er 15 kr. í Vestmanna- eyjum eða Raufarhöfn er það 10 kr. og það gæti verið verðið sem gildir þann dag. Það eru miklu flóknari tilfærslur gerðar í íslenska tilfærslu- og bótakerf- inu heldur en þessar og skip- stjóri gæti alltaf ráðið hvað hann gerði. Ef loðnuveiðarnar verða takmarkaðar, þá er þeim mun meira virði fyrir menn að vita þetta. Ég kann heldur ekki við orðalagið hjá sumum að þeir hafi ekki trú á því að kerf- ið geti gengið. Það er ekki um það að ræða hvort menn hafa trú á því eða ekki, að trúa er að vita ekki. Ingjaldur: Það er rétt hjá Andrési, að ég fékk aðstöðu hjá Loðnunefnd 1977 til að athuga þau gögn, sem hún hefur. í vor sendi ég Birni grein, sem ég hafði skrif- að um þessa athugun, þannig að honum var kunnugt um þetta. Þótti mér sjálfsagt að láta hann vita um helstu niðurstöður enda var hann formaður Loðnu- nefndar, þegar ég fékk aðgang að gögnum hennar. Það er ekki rétt hjá Andrési að hann hafi ekki getað fengið eintak af rit- gerð minni, því hvorki hann né nokkur annar úr Loðnunefnd, hefur beðið mig um hana, eða einhverjar aðrar upplýsingar varðandi niðurstöður athugunar minnar. Hér hefur komið fram, að menn hafa ekki trú á 30%, og eins og ég sagði áðan, þá tel ég prósentuna vera aukaatriði. 1 þessari athugun geri ég ráð fyrir því, að um miðstýringu í einhverju formi geti verið að ræða. Skipstjórarnir verða þó að hafa síðasta orðið, því þeir bera ábyrgð á lífum sinna manna. Það er hins vegar staðreynd, að það má ná fram heppilegnstu skiptingu flotans á verksmiðjur án beinna skipana til skipstjóra, t.d. með fjarlægðarbótum. And- rés sagði, að ég athugi hvað sé best fyrir verksmiðjurn- ar. Það er ekki rétt, því ég at- huga hvað er best fyrir flotann í heild, og reyni því að ná há- marksafla. Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að hver verksmiðja sé notuð sem lengst á vertíðinni, þó ekki þannig að það komi niður á bát- unum í lengri siglingu eða bið. Bent hefur verið á, að ég geri hvorki ráð fyrir slæmum veðr- um né aflaleysi. Þetta er rétt að nokkru leyti. Ég geri ekki ráð fyrir því, að komið geti tímabil þar sem engin loðna veiðist, en hins vegar koma brælurnar óbeint inn í líkanið, þar sem ég geri ráð fyrir veiði- tíma, sem er lengri en hann var í raun á vertíðinni 1977, en það var sú vertið, sem ég mið- aði mína athugun við. Þorsteinn: Ef menn vilja auka afla, þá má vafalaust gera það á ýmsan hátt. í rysjóttri tíð á haust- og vetrarmánuðum, væri t.d. mjög þýðingarmikið að flýta löndun á hinum ýmsu stöðum. Hver klukkustund sem hægt væri að flýta bið báts gæti munað hann veiðiferð. Það er ekki svo langur tími sem styttir upp á miðunum á þeim tíma árs. Þetta ásamt stækkun hráefnis- geymslna, gæti haft mikið að segja. Hvað þessa útreikninga varðar, sem hér liggja fyrir framan okkur, þá er ágætt að eiga þá, ef á þarf að halda, en ég tel að það hjálpi okkur ekki eins og er, þegar höfð er í huga núverandi sóknargeta og tak- markanir þær, sem fiskifræð- ingar vilja setja á þessar veið- ar. Jafnframt vaknar spurning- in um, hvenær ársins á að tak- marka veiðarnar, gerist þess þörf. Á að takmarka þær síðari hluta ársins, þegar úr hráefn- inu fást e.t.v. 30% afurðir, eða fyrrihluta árs, þegar ekki fást nema 20% ? Haraldur: Eins og málin standa, þá get ég ekki séð fram á að það sé hægt að fá fram mikla afla- aukningu hjá flotanum. Skip- stjórarnir í dag eru yfirleitt 548 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.