Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1978, Side 26

Ægir - 01.12.1978, Side 26
nefnd ekki neitt vald til að skipa verksmiðjunni að gera. Björn hefur verið formaður í nefnd sem gerði úttekt á verksmiðjun- um og þeirri nefnd var það fullkomlega ljóst að aukið geymslurými myndi auka afla flotans, og ég get tekið undir þetta. Vegna þess hve loðnan fór sér hægt á síðasta ári á göngu sinni austur og suður með var hægt að halda verk- smiðjuþrónum á Siglufirði, Krossanesi og Raufarhöfn full- um og þannig koll af kolli. Fylia allar geymslur jafnvel oftar en einu sinni og ástand þetta hélst alla leið suður til Hornafjarðar. Ef hefði átt að sigla með aflann til Vestmanna- eyja, hefði það oftast kostað 3ja sólarhringa siglingu til og frá miðunum, jafnvel á skipi eins og Sigurði RE. Það tel ég að hefði ekki aukið aflann, heldur minnkað, ef hann hefði getað losnað innan 2ja sólar- hringa á einhverri Aust- fjarðahöfn. Ég kem ekki auga á það að við getum aukið aflann um þriðjung og ef til vill ekki neina aðra tölu eins og Ingjaldur talar um, án þess að gera veðrinu og aflamöguleik- unum betri skil. Það er fyrst og fremst veðrið, sem hefur áhrif á hvað skipstjórinn ákveður að gera og ef það breytist verður oftast að taka nýja ákvörðun. Svo er verið að tala um að setja þetta inn í tölvu og gera viku- ákvörðun um það, hvað skipin eiga að gera án þess að hugsa nokkurn hlut um, að við erum hér á mörkum hins byggilega og óbyggilega heims, eins og svo oft er sagt, og ábyggilega á einu mesta óveðurssvæði sem til er í heimi. Oft getur skip verið með rifna nót. Hvernig kæmi út að segja því að fara í þveröfuga átt við það sem nóta- verkstæði væri, sónar- eða dýpt- armælisviðgerðarmaður, ef tæk- in eru biluð, svo og margt fleira sem upp á kemur? Oft er ekki hægt að komast til sumra hafna vegna veðurs, t.d. Horna- fjarðar, Djúpavogs, Grindavík- ur, Sandgerðis, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er ekki nóg dýpi fyrir mörg skipanna, nema í ákveðnum höfnum. Svo á töfraorðið ,,talva“ að leysa úr öllu saman. Þarna á það við sem Björn sagði: „Þetta er að vita ekki“. Björn: í fyrsta lagi hef ég sann- færst um það að það er hægt að stytta biðtímann hjá skipunum með því að borga þeim nóg fyrir að fara lengra. Hingað til hefur loðnuflutningasjóður verið það kraftlítill að hann hefur ekki getað borgað þær upphæðir sem með þarf. Við erum að tala um, að ef á að fá skip til að sigla frá Austfjörðum til Faxaflóa, þá verður að þrefalda verðið, skipið er það lengi fjarverandi frá miðunum. Þetta getur loðnu- flutningasjóður aldrei. Það verður að koma annað til og þá sérstök verðjöfnun, eins og ég sagði áðan, greitt per kíló á mílu. Nú, þetta líkan, sem nefndin okkar Þorsteins, eða Páll Jensson, vann í fyrra mið- aði við að stytta biðtímann. Biðtími skipa í höfnum var ár- ið 1976 yfir 25% af heildartím- anum. Þetta er staðreynd. Árið 1977 var biðtíminn heldur styttri. En með því að keyra þetta með líkani og borga nóg fyrir siglingar, þá var hægt að stytta tímann niður í ekki neitt, gerandi ráð fyrir að skipstjór- arnir hugsuðu um það hvað þeir fengju fyrir aflann. Og þá var hægt með því móti að auka afl- ann um ca. 10%. En það sem ég ekki skil almennilega, það er munurinn á þessum 10% árið 1977, þegar að biðtíminn var kominn niður í ekki neitt með þessum geysiháu greiðslum, og þessum 30% þínum, Ingjaldur, það ruglaði mig alveg. Ingjaldur: Það kom fram hjá Birni, að 1976 hafi flutningastyrkjum verið beitt meira en 1977, en samt hafi biðtími verið styttri að meðaltali 1977 en 1976. Þá vaknar sú spurning hver hafi orðið árangurinn af flutninga- bótunum 1976, er ekki mögulegt, að þeim hafi verið beitt án þess að menn vissu hver áhrif þeirra yrðu? Björn sagði, að samkvæmt líkani Páls Jenssonar hefði afla- aukningin orðið 10—12% þeg- ar biðtíminn var kominn niður í ekki neitt. Það segir í raun ekki neitt, því aflinn verður mestur ef heildartíminn, sem fer í siglingar og bið er í lág- marki. Stuttur biðtími hefur væntanlega í för með sér lang- an siglingartíma, og því ekki eins mikinn afla og mögulegt er. Páll hefði því fengið meiri aflaaukningu ef hann hefði ekki aðeins komið biðtím- anum niður í lágmark, heldur einnig tekið tillit til siglingatím- ans. Einnig má benda á, að Páll gerði ráð fyrir því, að skipstjór- arnir tækju sínar ákvarðanir ó- háðir hagsmunum heildarinnar. Björn: í likani sínu gerði Páll ráð fyrir að það yrði alltaf tími, meðaltalstími frá árunum áður, sem skipin væru í vari, gætu ekki ferðast, gætu ekki veitt, gætu ekki neitt. Hann gerði ráð fyrir því, og það er viss kafli á þessu líkani hans, en mér skilst að þú takir það inn í heild- ina. Mér sýnist þetta vera svona ca. 15%, eða y6 af tímanum sem skipin voru frá vegna brælu að meðaltali þessi 5 ár. Þorsteinn: Illu heilli voru flutningabætur lækkaðar verulega á vetrarver- 550 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.