Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1978, Qupperneq 27

Ægir - 01.12.1978, Qupperneq 27
tíðinni 1977 ef miðað er við hráefnisverð. Það dró áreiðan- lega úr flutningum. Margir skipstjórar sem ég þekki, héldu því fram að ef þeir hefðu fengið 20% meira fyrir að sigla með aflann þá hefði það örugglega verið það mikill hvati fyrir þá, að þeir hefðu flutt miklu meira en þeir gerðu. Haraldur: Ég vil undirstrika það, að mér finnst það mjög þýðingar- mikið að hafa flutningabætur, því það eykur vafalaust aflann, vegna jöfnunar á vinnslu hjá verksmiðjunum. Það er ekkert vafamál, að við förum töluvert mikið eftir því hvort við fáum peninga fyrir að keyra með afl- ann einhverjar aukavegalengd- ir, eða ekki, og útgerðim á al- gerlega kröfu á því, þar sem geysileg olíueyðsla fer í að stíma sólarhringinn út. Ég held að olíukostnaðurinn sé um 300 þús. kr. á sólarhring hjá okk- ur á Sigurði, svo það verður eðlilega að koma eitthvað afger- andi á móti, bæði fyrir skip og fólk. Varðandi tímasparnað með miðstýringu frá landi, þá skul- um við taka sem dæmi, að ég væri staddur úti af Austfjörð- um og það er reiknað út í landi að ég eigi að fara til Vest- mannaeyja, en þannig stendur á að veðurspáin er ekki hagstæð fyrir sunnan land, en aftur á móti gott veður á leiðinni til Siglufjarðar. Ég mundi sjálfur taka ákvörðun um að fara á Siglufjörð í betra veðri, heldur en til Vestmannaeyja, svipaða vegalengd, eða jafnvel lengra, ef betra veður væri á norður- leiðinni. Maður sem sæti inni á skrifstofu hér í Reykjavík, og mtlaði að fara að segja mér að fara með aflann til Eyja, því það sé aðeins styttra og ég yrði fljótari, hann sæti bara áfram á sinni skrifstofu með sína sannfæringu. Það myndu senni- lega ekki margir skipstjórar fara eftir tilskipunum hans í svona tilfelli. Ég mundi álíta það, að ég væri mun færari að sjá út veður og annað sem upp kann að koma og stöðugt er að koma upp i þessari aðstöðu og sem þarf að leysa úr á staðnum án tafar, heldur en einhver mað- ur inni á skrifstofu, og þvi get ég ekki séð svona í fljótu bragði hag í því að fá fjarstýringu úr landi. Andrés: Hér er einmitt tekið undir flutningabæturnar, sem að við í Loðnunefnd höfum alltaf lagt til að væru öflugri. Við erum búnir að komast að því að flutningabæturnar þurfa að ná ákveðnu hámarki svo að við getum fengið skipin til að sigla þangað sem við viljum, undan- tekningarlaust. Það verða nátt- úrlega mismunandi upphæðir eftir því hvað þarf að fara langt, en bæturnar verða að ná á- kveðnu marki miðað við hráefn- isverð, til þess að við náum því fram að skipstjórarnir taki þá ákvörðun að sigla þó að þeir telji sig e.t.v. tapa einhverjum tíma á miðunum. Á árinu 1973 höfðum við u.þ.b. 8% af hrá- efnisverði til bóta og útkoman sem fékkst á því ári varð sú besta miðað við öll önnur ár. Er við sáum fram á nauðsyn þess að koma afla á ákveðinn stað, þá beittum við háum bót- um. Sem dæmi get ég tekið, á þessu ári, þ.e. 1973: Loðnan var að spýtast suðurúr og sýnilegt að ekkert myndi berast meira til Raufarhafnar, vegna fjar- lægðar og óhagstæðrar veðráttu. Þá gripum við tækifærið þegar góð veðurspá kom og settum á háar bætur með þeim afleiðing- um að við fylltum Raufarhöfn á einum sólarhring. Þetta er eitt dæmi, en þau eru mörg önnur. Þegar á þurfti að halda gat maður ráðið því hvert aflinn fór, með því að slá hraustlega í. En svo fór þetta framlag til sjóðsins minnkandi þrátt fyrir að við settum fram tillögur um að það hækkaði upp í 10%, sem við höfðum tillögu- rétt um samkvæmt lögunum. Lægst hefur prósentan af hrá- efnisverði til flutningabóta komist niður í 2—3%. Þegar framlagið er orðið þetta lágt, er það til lítils gagns. Björn: Haraldur, skildi ég það rétt hjá þér, að þú héldir að það kerfi að borga per kíló á mílu, myndi virka betur? Haraldur: Já. Björn: Mig langar aðeins að fara nokkrum orðum um það hvernig Norðmenn gera þetta. Þeir nota nefnilega nokkuð svipað kerfi, en þar er því algjörlega mið- stýrt. Loðnugangan hegðar sér að vísu svolítið öðruvísi þar, hún er úti í hafi og stefnir á ákveðinn blett á ströndinni, en hún gengur ekki meðfram henni að neinu ráði. Þeir skipta sín- um bátum i stærðarflokka og hver bátur í þeim stærðarflokki sem hann tilheyrir, á að sigla álíka langt með álíka mikið magn, þ.e.a.s. kíló/mílur, eiga að vera jafnmargar hjá hverj- um bát innan sama hóps. Stóru bátarnir eru látnir sigla langt með mikinn afla og minni bát- arnir látnir sigla stutt. Þetta kemur þannig út, að stóru bát- arnir fá mun hærra meðalverð, en minni bátamir fara fleiri ferðir og afla meira, þannig að útkoman verður svipuð. Þetta er greitt af ríkinu að nokkru leyti, en ekki öllu. Ingjaldur: Birgir spurði hvort eitthvað hefði verið gert til að koma á stýringu á loðnulönduninni. Til ÆGIR — 551
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.