Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1978, Page 35

Ægir - 01.12.1978, Page 35
botnvörpu (2. mynd) og svipað mun gilda um ýsu. Á 1. töflu má sjá hversu mikið kjörlengd skarkola, þorsks og ýsu breytist ef möskvastærð er breytt úr 166 mm í 90 mm, en 90 mm voru lögleg möskvastærð í botnvörpu fyrir um það bil aldarfjórðungi síðan. Ef við nú hugsum okkur að við færum línuritin á 1.—3. mynd jafn marga cm til vinstri og mismunurinn í 1. töflu segir til um, ætti það að vera hverj- um ljóst að munurinn á þeim fiski, sem veiðist í dragnót með 170 og 90 mm riðli, er geysimik- ill, enda er mismunurinn á kjörlengdinni fyrir þorsk og ýsu einir 25—26 cm og það munar um minna. Það er því mikill munur á notkun dragnótar nú, miðað við það sem áður var. Fram til ársins 1952 var þar að auki gengdarlaus botnvörpu- veiði hér við land allt inn að þriggja mílna mörkum allt árið um kring og með smáriðnum vörpum, miðað við það sem nú er. Þá var skarkoli veiddur með botnvörpu inn um flóa og firði að vetrinum, þar sem einungis ókynþroska kola var að fá, á meðan kynþroska fiskur hélt sig úti á hrygningarstöðvunum. Slíkt er vís vegur til ofveiði. Vegna þeirrar möskvastærð- ar, sem nú er höfð í dragnót, mun hún hlífa ungfiski betur en flest önnur veiðarfæri, sem notuð eru hér við land. Hvað lúðuna snertir verður þó að taka fram að tveggja ára fiskur og eldri sleppur ekki í gegnum 170 mm möskva svo neinu nemi. Hins vegar er lúðu- stofninum haldið niðri, hvort sem dragnót er notuð eða ekki, vegna þess að unglúða er veidd með flestum veiðarfærum, sem notuð eru á grunnslóð. Lúðan er líka oftast orðin 9—10 ára þegar hún verður kynþroska (Aðalsteinn Sigurðsson 1971). Oft er því haldið fram, að möskvar í dragnót og botn- vörpu leggist saman í drætti. Það gagnstæða hefir verið sann- að með neðansjávar-ljósmynd- un, bæði hér og erlendis, 4. og 5. mynd sýna þetta glögglega. Margir halda að dragnót eyðileggi ,,botngróður“. Þar sem plöntum og dýrum er oft ruglað saman í þessu hugtaki, skal hvort tveggja tekið til at- hugunar hér á eftir. Á það ber einnig að benda, að kafanir, sem fóru fram í Faxaflóa haustið 1977, benda eindregið til þess, að dragnót raski botni lítið (Guðni Þorsteinsson og Jóhann- es Briem 1978). Snúum okkur þá fyrst að plöntunum, þ.e.a.s. þörungun- um, en af þeim 'þurfum við að- eins að hugsa um þá, sem eru fastsitjandi, þar sem svifþör- ungarnir verða að sjálfsögðu ekki fyrir neinum búsifjum af völdum dragnótarinnar. Flestum er kunnugt, að allar ÆGIR — 559

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.