Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1978, Page 37

Ægir - 01.12.1978, Page 37
grænar plöntur nota orku sólar- ljóssins til þess að vinna lífræn efni úr ólífrænum. Þessi efna- vinnsla er eitt af höfuðskilyrð- unum fyrir því, að plönturnar geti vaxið og dafnað og líf geti þrifist á jörðinni. Þótt þörungar séu rauðir eða brúnir hafa þeir þó einnig blað- grænu og þarfnast sólarljóssins sem orkugjafa eins og grænar plöntur. Nú er það aðeins á til- tölulega grunnu sem þörungarn- ir íá nægilegt ljós sér til viður- væris, og varla ná þeir veruleg- um þroska á meira en 20—30 m (11—16 faðma) dýpi. Þar fyrir neðan er ljósmagnið orðið of lít- ið. Algengt er hins vegar að fá þörunga í veiðarfæri á meira dýpi, en þeir hafa þá vaxið nær landi, losnað upp og rekið út á dýpið, þar sem sumar tegundir gela lifað í efstu lögum sjávar i lengri tíma. Þekktasta dæmi um þetta er sargassum-þangið í hinu svokallaða þanghafi í niiðju hringstraums í Atlants- hafinu austur af Florida. Fastsitjandi þörungar þurfa harðan botn eða a.m.k. ein- hverja fasta hluti til að vaxa á, og er því ekki mikið um þá á sand- og leirbotni þar sem drag- nót er mest notuð. Þá er hlutur fastsitjandi þör- unga í framleiðslunni í sjónum hverfandi lítill í samanburði við framleiðslu svifþörunga, svo að evðilegging á einhverju af þeim mundi ekki hafa mikið að segja með tilliti til heildarframleiðslu sjávarins í kringum landið. Þörungabeltið veitir hins veg- ar seiðum nokkurra fisktegunda æskilegan griðastað og hefir eigið einkennandi dýralíf. En þegar á það er litið, að þörunga- belt.ið nær varla lengra niður en á 25 m dýpi, er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því vegna dragnótaveiða. Það er lítið, sem skrifað hef- ur verið um áhrif togveiða á botndýralífið í sjónum og þá helst með tilliti til botnvörpu- veiða. Botnvarpan er hins vegar þyngra veiðarfæri heldur en dragnótin og því líkleg til að hafa meiri áhrif á botninn og þar með botndýralífið. Eina greinin, sem ég hefi fundið um þetta efni, er um breskar til- raunir gerðar í Norðursjó árin 1938 og 1939 (Michael Graham 1955) og fara helstu niðurstöð- urnar hér á eftir. Rannsóknirnar voru tvíþætt- ar. í fyrsta lagi voru teknar botnprufur í kringum tvö vita- skip, svo nærri að ekki var tal- ið fært að toga þar vegna fest- inga skipanna og á svæði þar sem einhverskonar sandöldu- myndun útilokaði togveiðar að mestu. Samanburðarprufur voru svo teknar á nálægum togsvæð- um. í öðru lagi voru teknar botn- prufur á ákveðnu svæði og síð- an togað nokkrum sinnum yfir það. Að því loknu var botn- prufutakan endurtekin. Enginn mismunur virtist vera á botndýralífinu við vita- skipin og í sandöldunum ann- •t. mynd. Veiðihlutfall ýsu i botnvörpu í polca með um 160 mm riðli. (GuSni Þorsteinsson 1976). ÆGIR — 561

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.