Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1978, Page 39

Ægir - 01.12.1978, Page 39
vera mjög viðkvæmur fyrir gruggi í sjónum. Hægt er að toga á sömu slóð aftur og aft- ur og fá þó fisk og hann með hreinum tálknum, enda mun grugg ekki setjast í tálkn á lif- andi fiski. Tálknin eru mjúk, en laus við að vera slímkennd á meðan fiskurinn er lifandi og hrinda frá sér lausum aðkomu- efnum. Þegar fiskurinn er dauð- ur fara slímfrumurnar í slím- húðinni á tálknunum að bresta og innihald þeirra þekur þá tálknin á skömmum tíma. Þá loðir leir og önnur óhreinindi sem komast í snertingu við tálknin, við þau. Á sama hátt verður roðið á fiskinum slímugt eftir að hann er dauður. Sé fiskurinn skolaður nýlega dauð- ur, er það alþekkt að hann verður brátt slímugur aftur, en það er vegna þess, að slímfrum- urnar í roðinu eru að smátæm- ast. Ótrú manna á dragnót á að miklu leyti rót sína að rekja til ofnotkunar hennar og botnvörpu hér áður fyrr og þá með alltof smáum möskvum. Einnig vilja persónulegir hagsmunir bland- ast inn í dóm manna. Hér hefir hinsvegar verið leitast við að skýra hlutlaust frá staðreynd- um með það fyrir augum að les- endur geti gert sér raunsæja hugmynd um dragnótaveiðar. Hemúldarrit: Aðalsteinn Sigurðsson, 1968: Um botnvörpu- og netaveiðar. Ægir 61. árg., 20. tbl., bls. 383—388. Aðalsteinn Sigurðsson, 1971: Smá- lúðuveiðar í Faxaflóa og lúðu- stofninn við ísland. Sjómanna- blaðið Víkingur XXXIII árg., 4.-5. tbl., bls. 146—152. Árni Friðriksson, 1932: Skarkola- veiðar íslendinga og dragnótin, bls. 1—96. Guðni Þorsteinsson, 1976: Að glefsa í gjafatonnin. Sjávar- fréttir 4 (11), bls. 12—18 og 78. Guðni Þorsteinsson og Jóhannes Briem, 1978: Um hegðun skar- kola gagnvart dragnót. Sjó- mannablaðið Víkingur 40. árg. 4. tbl., bls. 165—166. Michael Graham, 1955: Effect of trawling on animals of the sea- bed. Papers in Marine Biology and Oceanography, Suppl. to Vol. 3 of Deep-Sea Research, pp 1—6. ÍSLENZKT SJÓMANNA- ALMANAK1979 l»AD HAFA REVMST STERKBVGOB OG AFLASÆL SKIIMM FRÁ GBVMIA SKII’ASMÍBASTODIjVMI GUNNAR FRiDRIKSSON — VELASAIAN Garðastræti 6 — Reykjavík — Simi 15401 Sjómanna almanakið 1979 er komið út Fœst á skrifstofu félagsins. Sent gegn póstkröfu FISKIFÉLAG ÍSLANDS HÖFN, INGÓLFSSTRÆTI ÆGIR — 563

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.