Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1978, Side 40

Ægir - 01.12.1978, Side 40
Mjög er í tísku á Islandi, að setja boð og laga- bönn við öllum sköpuðum hlutum. Það sem efst er á bannlistanum um þessar mundir er að banna loðnuveiðarnar í desembermánuði. Við skulum nú líta aðeins nánar á málin, og sjá hversu raunsætt þetta er. Út af Vestfjörðum eru skörp skil í sjónum, þar sem kaldi íshafssjór- inn mætir Golfstraumnum. Allflest loðnuskipin eru búin sjávarhitamæli, og vita á hverjum tíma, hvort þeir eru staddir í kalda sjónum, þar sem ísingarhættan er fyrir hendi, ef veður skip- ast í lofti. Svo lengi sem skipin eru stödd í heita sjónum, er ísingarhættan hverfandi á þessum árstíma. Vestfirðingar minnast þess ekki að mann- skaðaveður séu tíð í desember, mannskæðustu og verstu veðrin hafa komið þar yfirleitt frá því um miðjan janúar og fram í mars, en auðvitað getur orðið ur.dantekning frá reglunni, eins og alltaf vill verða þegar náttúruöflin eru annars- vegar. Hversvegna þá að banna loðnuveiðar í desember, einmitt í þeim mánuði sem loðnan gef- ur af sér mestar og bestar afurðirnar, en ekki í einhverjum öðrum vetrarmánuði ? Einnig má spyrja: Hví var Vestfirðingum ekki bannað að stunda línuveiðar að vetrarlagi á siðasta ára- tugnum, þegar varla leið svo vetrarvertíð að ekki færist bátur, og stundum tveir, með allri áhöfn? Sjóslys geta alltaf átt sér stað, og svo lengi sem við verðum að sækja björgina í greipar Æg- is, munum við þurfa að búa við þau og skilyrð- islaust verður að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna við þeim eftir bestu getu. Það er svo önnur saga, að sennilega mundu öll loðnuskipin hætta veiðum um hátíðamar að venju, og þurfa sjómenn engin lagaboð til þess. Nú nýlega var stödd hér í Reykjavík sendi- nefnd á vegum ísfirskra rækjusjómanna, til að athuga um hvort þeir ættu ekki einhvern rétt á aðstoð eða bótum í þeim þrengingum sem nú steðja að þeim, en eins og alþjóð er kunnugt hefur seiðagengd verið óvenju mikil í ísafjarðar- djúpi og Arnarfirði, og því hafa rækjuveiðar verið bannaðar þar um óákveðinn tíma. Allt útlit er nú fyrir að rækjusjómenn muni a.m.k. missa af allri haustvertíðinni, og enginn getur ábyrgst að seið- in komi til með að hverfa á braut þótt nýtt ár gangi í garð hjá okkur mannskepnunum. Eins og málin standa í dag, þá geta rækju- sjómenn ekki stundað aðrar veiðar á þessum árstíma, og því er það eitt af brýnustu hags- munamálum þeirra að fá þessu breytt á þann veg, að ef aftur komi upp ástand í líkingu við það sem ríkir í dag, þá séu þeim ekki allar bjargir bannaðar, utan bónbjargir. 1 þessu sam- bandi kæmi sterklega til greina að opna aftur fyrir þessum bátum kolahólfin, sem opin voru á þessum slóðum á árunum 1969—1972, og gætu þá a.m.k. stærri bátarnir stundað togveiðar eða dragnótaveiðar þar. Fljótt á litið virðist sem slá megi með þessu tvær flugur í einu höggi, þar sem því hefur verið marglýst yfir, að kolastofn- inn sé vannýttur og spretti úr sér engum til gagns. Stjórnvöld sýndu sendinefnd rækjusjómann- anna fullan skilning og samúð í erfiðleikum þeirra og eru boðin og búin til að reyna að leysa þann hnút sem málið er í, en þar sem kerfið gerir ekki ráð fyrir slíkum náttúrufyrirbrigðum sem seiðamergð í ísafjarðardjúpi og Arnarfirði, er erfitt um vik, og getur tekið tima að finna rétta boðleið í gegnum það. Þær niðurstöður hafa fengist, eftir tveggja ára tilraunir sem Kanadamenn hafa staðið fyrir í St. Lawrence flóanum, að rækjuveiðar með flotvörpu muni geta aukið aflann um sem svarar 50—100%. Rækjutegundin sem þarna er um að ræða, er sú sama og rækjan sem mest veiðist af hér á landi, „Pandalus borealis". Líkt og tíðkast hér, þá hef- ur rækjufiskimönnum í Kanada ekki þótt svara kostnaði að toga með botnvörpu eftir að dimmt er oröið, þar sem mestöll rækjan syndir þá upp í sjó. Markmiðið með þessum tilraunum var að auka afla og afkastagetu rækjubátanna, með því að gera þeim kleift að veiða rækju á nóttinni, 564 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.