Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Síða 51

Ægir - 01.12.1978, Síða 51
íslenzkt fiskiskip var settur í Grindvíking GK 606, þegar hann kom nýr til landsins í maímánuði s.l. Það tæki er frá Simrad, gerð NX, sem skilar niðurstöðum út á pappírsstrim- il. Þar eru upplýsingar um t.d. tíma, staðsetningu (lengd og breidd), hraða og stefnu skips, stefnu, stórbaugs- eða kompás- stefnuvegalengd til ákvörðunar- staðar, sem stilltur er inn á tæk- ið, ásamt upplýsingum um hve- nær næsta gervitungl sé vænt- anlegt. Hjá Simrad er einnig unnt að fá nýrri gerð NX-101 með ljóstöluaflestri, og CX sjón- varpsskjá, sem viðbótartæki við NX, en í því tæki er unnt að hafa allt að níu ákvörðunarstaði samtímis. Samkvæmt upplýsingum frá Friðrik A. Jónsson h/f, umboðs- aðila á íslandi, er fob-verð NX tækisins n.kr. 108.000, eða 6,9 millj. ísl. kr. í dag og CX skjárinn kostar n.kr. 12.800. Sjómælingar Islands Tilkvnningar til sjófarenda 18. AustfirSir. Seyðisf jörður. Sjómerki. Radar- merki. Hafnarviti. Á stað 050° 410 m frá Seyðisfjarðarkirkju hefur verið reist sjómerki, sem er staur með radarmerki og ljóskeri efst, sem sýnir rautt leiftur á 3 sek. bili. 19. (T) SA-ströndin. Hornafjörður. öldumæiis- dufl. Öldumælisdufli hefur verið lagt á stað 64°12,0'n 15°09,0'v. Duflið er rautt og hvítt og sýnir 3 hvit leiftur á 15 sek. bili. Sjófar- endur eru góðfúslega beðnir að fara ekki nær duflinu en nauðsyn krefur. 23. Austfirðir. Vopnafjörður. Nýr hafnargarður. Meðfylgjandi kort sýnir legu nýs hafnargcU’ðs í höfninni skammt frá A við leiðarmerki IV. Sjókort: Nr. 72 (sérkort). Leiðsögubók III, 1951: Bls. 11. 24. Faxaflói. Akranes. Hafnargarður lengdur. Hafnarviti færður. 1) Meðfylgjandi kort sýnir lengingu S hafn- argarðs. 2) Hafnarviti á S hafnargarði hefur verið færður 121° 60 m frá fyrri stað. Sjókort: Nr. 364 og 365 (sérkort). Vitaskrá, 1978: BIs. 10, nr. 53 (L 4220,5) Leiðsögubók I, 1949: Bls. 25. 25. S.-ströndin. Bakkafjara-Vestmannaeyjar. Sæ- strengur II. Sæstrengur II, Bakkafjara-Vestmannaeyjar, skal merktur í sjókort á milli eftirtaldra staða: 1) 63°32,6'n 20'12,2°v 2) 63°32,2'n 20°12,5'v 3) 63°31,S'n 20°13,l'v 4) 63°31,4'n 20°13,3'v 5) 63°30,8'n 20°13,4'v 6) 63°30,l'n 20°13,6'v 7) 63°29,9'n 20°13,8'v 8) 63°29,5'n 20°13,8'v 9) 63°28,6'n 20°14,l'v 10) 63°28,4'n 20°14,5'v 11) 63°28,2'n 20°14,6'v 12) 63°27,9'n 20°15,2'v 13) 63°27,5'n 20°16,2'v 14) 63°27,2'n 20°16,3'v 15) 63°27,0'n 20°16,3'v Rafveita Vestmannaeyja. Sjókort: Nr. 321, 33, 33F, 31, 31F, 26 og 26C. Sjávarfang og tölvutækni Framh. af bls. 534 og notkun reiknilíkana og nútímatækni í gagna- vinnslu getur nær alltaf stytt okkur leiðina til hámarksafraksturs fiskstofna. Áður en slík líkön verða að veruleika, eða m.ö.o. notuð sem stjóm- tæki, þarf hins vegar oft á tíðum að sníða af þeim ýmsa vankanta til þess að þau taki tillit til hinna mannlegu, félagslegu og líffræðilegu hliða málsins. Þetta er megingallinn á líkani Ingjalds. Það er nefnilega mjög sjaldgæft að finna stærðfræðing, hagfræðing, veðurfræðing, hafeðiisfræðing, fiskifræðing, verksmiðjustjóra, útgerðarmann, og síðast en ekki síst skipstjóra, sameinaða í einum manni. ÆGIR — 575

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.