Ægir - 01.12.1980, Page 12
bætist, að loðnustofninn, þrátt fyrir 200 milna
fiskveiðilögsögu, er ekki að öllu leyti háður okkar
stjórn og vilja, þar sem hann gengur tímabundið út
fyrir fiskveiðilögsögu, okkar, eykur það á vanda
stjórnunar og skynsamlegrar nýtingar stofnsins.
Til viðbótar loðnuveiðum Norðmanna, þurftum
við á þessu ári að horfa upp á sókn og veiði
annarra þjóða einnig, einkum við A. Grænland. í
skýrslu minni til þingsins verður nánar fjallað um
breytt viðhorf vegna útfærslu fiskveiðilögsögu við
NA vert Grænland, sem tók gildi á miðju þessu ári.
í góðu árferði, eins og á þessu ári ríkti, má búast
við að þessi sókn haldi áfram. Bráðnauðsynlegt er
fyrir okkur að leita um það samvinnu við þessar
þjóðir, að varlega verði í sakirnar farið og okkar
réttur sem strandríkis jafn háð fiskveiðum og raun
ber vitni, verði rétt metinn.
Samkvæmt áætlun Fiskifélagsins er gert ráð
fyrir, að heildarafli þessa árs verði nær 1.450 þús.
lestir eða 200 þús. lestum minni en á s.l. ári.
Gætir þar að öllu leyti minni loðnuafla. Telja má
að botnfiskafli verði ívíð meiri en á s.l. ári eða nær
600 þús. lestir, er það um 100 þús. lestum meira en
á árinu 1978. Gera má ráð fyrir að þessi aukni afli
botnfisks vegi nokkuð á móti minni loðnuafla,
þegar útflutningsverðmæti sjávarafurða er metið.
Ætla má, að þorskaflinn verði yfir 400 þús.
lestir, eða milli 40 og 50 þús. lestum meiri en á ár-
inu 1979, þrátt fyrir strangari sóknartakmarkanir
en nokkru sinni. Þá er búizt við nokkurri aukningu
á karfaafla. Á móti vegur nokkur samdráttur í ýsu-
HEILDARÞORSKAFLI
500-
400-
300-
200-
100-
0-
- 500
-400
-300
-200
-100
-0
1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1979
628 — ÆGIR