Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1980, Page 15

Ægir - 01.12.1980, Page 15
er lýst í skjali, frá 1. febrúar og var unnin af fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra í nánu samráði við fulltrúa hagsmunaaðila. Um hana náðist samkomulag. Sú stefna byggist fyrst og fremst á því að takmarka veiðar netaflotans við úttekt á heildarafla i lok mars og lok april og stytta netavertíðina á þeim grundvelli. Hún byggir jafnframt á algjöru banni fyrir bátaflotann um páska, verslunarmannahelgi og jól. Hins vegar gagnvart togurum er fyrst og fremst byggt á því sem nefndir hafa verið „skrapdagar” eða þorskveiðibanndagar og ákveðnir hafa verið á grundvelli úttektar sem gerð hefur verið með 2-3 mánaða millibili og dögum þá fjölgað — eða fækkað, en sú hefur ekki orðið raunin — á næsta tímabili. Niðurstaðan hefur orðið þessi sem ég nefndi um heildarveiði, þrátt fyrir að stefnt hafi verið að um 350 þús. lesta veiði á árinu. Við getum því ekki sagt að því markmiði hafi verið náð. Ég vil einnig leyfa mér að halda því fram að þessi leið hafi ýmsa aðra alvarlega galla. Ég skal aðeins nefna fáa. í fyrsta lagi virðist mér hún ekki stuðla að því að gæði afl- ans og jafnvel vinnslunnar sé eins og við verðum að gera kröfur til. Hætt er við því að þar ráði meira kapp en forsjá, þegar þorskveiðibanndagar eru framundan. Ég óttast að þess hafi og gætt í meðferð þess afla sem veiðst hefur, oft mikið magn á skömmum tíma. Það þarf ég ekki að rekja hér fyrir ykkur. Þetta hefur auk þess í mörgum til- fellum ofhlaðið vinnsluna á skömmum tíma, þannig að ekki hefur verið unnt a.m.k. að vinna þennan afla í frystingu. Að vísu hafa þó skapast góðir möguleikar á vinnslu i skreið og saltfisk. Hefur það verið öryggisventill fyrir vinnsluna, sérstaklega hér á SV-landi, þótt alls staðar um landið hafi slíkt verið nýtt. Þetta tel ég mikinn galla á þessari leið, auk þess sem ég nefndi i upphafi að við heildarmarkmið um veiðar hefur ekki verið staðið. í öðru lagi þá sýnist mér, að þessi leið stuðli ekki að mestri hagkvæmni í veiðum og vinnslu. Ég hygg að einnig þar megi segja að oft gæti meira kapps en forsjár. Við höfum því i ráðuneytinu og með þeim mönnum, sem ég nefndi áðan, unnið að því að skoða aðrar leiðir til þess að hafa stjórn á þorsk- veiðum okkar íslendinga. Vil ég þar nefna þær hugmyndir sem fyrst og fremst hafa verið ræddar. Kvótakerfi fyrir allan fiskveiðiflotann hefur sannarlega verið nefnt. Ég minnist þess t.d. á fundi á Akureyri, þar mælti hver einasti maður sem upp stóð, með slíku kerfi. Hins vegar verður það að segjast eins og er að það hefur staðið í mönnum að útfæra slíkan kvóta á allan flotann, þ.e.a.s. 774 fiskiskip. Ég hygg að flestir hafi við nánari um- hugsun horfið frá þeirri hugmynd að slikt væri unnt, t.d. á færabáta og jafnvel línubáta. Jafnvel netaflotinn er flókið dæmi, þar sem bátar eru af mjög mismunandi stærðum og aðstaða mjög breytileg eftir því hvar er í kringum landið. Því hefur yfirleitt, þegar um þessa hugmynd hefur verið rætt, verið að lokum stöðvast við togaraflot- ann. Það er rétt að dæmið er að sjálfsögðu stórum einfaldara ef sú leið er farin eingöngu gagnvart togaraflotanum. Ég sé þó ýmsa annmarka á slíkri framkvæmd. Meðalafli togaranna á ýmsum stöð- um á landinu er ákaflega breytilegur. Við ísa- fjarðardjúp er hann um 4 þús. lestir af þorski á ári, á Austfjörðum í kringum 2 þús., á Suðurnesjum í kringum 1350-1400. Menn hafa að vísu viður- kennt, t.d. þar sem ég hef rætt um þessi mál, að sjálfsagt sé að taka tillit til slíkrar aðstöðu eða aðstöðumunar og leyfa meira magn þar sem aðstaða er betri, t.d. fjarlægð á mið lítil og fleira þess háttar. Ég óttast þó að seint yrði samkomulag um svo mikinn mun á þorskkvóta. Aðrir sem vilja viðhalda þessum mun vilja halda því fram að aðrir landshlutar búi betur að annarri veiði, t.d. karfa, blálöngu og njóti einnig annars afla sem togararnir að vísu afla ekki, eins og loðnu og síldar. Mér hefur því sýnst eftir allitarlegar umræður um þessa leið, að illt yrði að koma á slíkri kvótaskiptingu. Hef ég þá gjarnan svarað, að þótt ég treysti mér ekki til þess, muni ég hlusta á tillögur og ekki síst á samþykktir þeirra, sem togveiðar stunda, ef þeir kjósa þessa leið sér til handa, eins og loðnuflotinn gerði um loðnuveiðarnar nú í ár. En ég mundi þá að öllum líkindum einnig gera þá kröfu að þeir menn skiptu sjálfir á sig kvóta, eins og loðnuflot- inn gerði. Við höfum því jafnframt skoðað fleiri leiðir, m.a. hugmynd sem kom fram fyrir rúmu ári á fundi sem þáverandi sjávarútvegsráðherra hélt um slíka stefnumörkun á Laugarvatni. Þar var upp á því stungið að skipta aflanum á landshluta. Við unnum slíka hugmynd allítarlega. Lögð var til grundvallar skipting landsins í 21 svæði, löndunar- og fiskmiðlunarsvæði, sem voru valin þannig að skip gætu landað í heimahöfn, en dreifa mætti afl- ÆGIR —631

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.