Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1980, Qupperneq 17

Ægir - 01.12.1980, Qupperneq 17
jörðum ísl. kr. til alls konar aðstoðar við fiskveið- ar og vinnslu. Þó er líklega ekki talið allt það sem rennur í gegnum Byggðasjóð þeirra Norðmanna sem byggðaaðstoð við útveg og fiskvinnslufyrir- tæki. Ég sá nýlega grein í norsku blaði, þar sem því er haldið fram að allir norskir sjómenn séu á framfæri norska ríkisins, þ.e.a.s. að tekjur sjó- manna séu greiddar af almanna fé. Ég vek athygli á því að jafnvel Færeyingar greiða um 30% styrk til veiða og vinnslu. Þar er framleiðsluverðmæti um 700 millj. danskra kr. Þeir greiða um 200 millj. d. kr. í ýmiss konar styrki aðallega mismun á því verði á fiski sem seljendur vilja fá og hinu sem kaupendur eru taldir geta greitt, úr svonefndum Ráfiskfonden. Kanadamenn hafa lagt gífurlegt fjármagn í uppbyggingu veiða og vinnslu með beinum styrkjum og óbeinni aðstoð í gegnum mjög hagkvæm lán. Við þessa aðila og fleiri þurfum við að keppa. Á sama tíma er það verð sem við viljum fá og höfum fengið fyrir okkar verðmætustu fram- leiðslu, þ.e.a.s. flökin, um 35-40% hærra en okkar aðalkeppinautar bjóða, t.d. Kanadamenn. Eina leið- in fyrir okkur til að mæta þessari samkeppni sem ég kalla óheiðarlega og óeðlilega, er fyrst og fremst meiri gæði og viðurkennd framleiðsla, sem enginn annar geti keppt við. Vitanlega njótum við jafn- framt meiri hagkvæmni, meiri veiða á skip, dug- mikilla útgerðarmanna og sjómanna, en ég vil leyfa mér að fullyrða að ef gæðin falla, þá verðum við undir í þessari samkeppni. Ég verð að segja að mér virðast ýmsar þær fréttir, sem borist hafa heldur alvarlegar að þessu leyti. Seljendur okkar afurða í Bandaríkjunum hafa haldið því fram að gæði framleiðslunnar nú séu lakari en áður var. Mér þóttu það satt að segja talsverð tíðindi er ég mætti á fundi með nokkrum útgerðarmönnum ný- lega og var tjáð að yfirleitt væri búið að kasta í land blóðgunartönkum í togurum. Við höfum haft það framyfir t.d. keppinauta okkar í Kanada að blóðga og verka vel fiskinn. Við megum alls ekki slaka á slíkri meðferð. Þess vegna segi ég að mark- mið nr. 1, hvaða leið sem verður farin, verður vitan- lega að vera fyrsta flokks gæði, bæði afla og vinnslu. í þriðja lagi verðum við að leggja áherslu á hagkvæmni í veiðum og vinnslu. Á því er enginn vafi, með mikinn olíu- og veiðarfærakostnað að nauðsynlegt er að stefna að slíku með þeirri fisk- veiðistefnu sem ákveðin verður. Til að ná þessum markmiðum eru að sjálfsögðu farnar ýmsar almennar leiðir. Við þekkjum þær. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um slíkar leiðir, t.d. lokun svæða þar sem smáfiskur er, í ýmsum lögum og reglugerðum. Ég hef ekki í huga miklar breytingar þar á, en mun þó flytja frum- varp um að leyfa skarkolaveiðar í Faxaflóa. Ég skal ekkert segja um það hvort það frumvarp fer í gegn um Alþingi, það verður eflaust umdeilt, eins og fyrri daginn. Mér sýnast tilraunir sem gerðar hafa verið réttlæta það, en þetta er út af fyrir sig ekki stórt mál í heildarmyndinni. Möskvastærð hef ég ekki hug á að breyta. Fiski- fræðingar hafa engar tillögur gert um það. Þeir telja að verulegum árangri hafi verið náð með þeirri möskvastærð sem nú er. Skyndilokunum verður beitt áfram eins og verið hefur og stærðarmörk þá ákveðin með tilliti til þess sem aðstæður og þörfin krefjast. Takmörkun á netaveiðum verður eins og verið hefur með fjölda neta og eftirliti. Ég hef þó skipað nefnd með fulltrúm sjómanna og útgerðarmanna til að skoða hvernig hafa megi betra eftirlit með netaveiðum og þá sérstaklega hvernig tryggja megi betur en verið hefur að netafiskur sé góður og næfur í alla vinnslu. Ég skal ekki segja hver niður- staðan verður á þeirri athugun, en vil geta þess að í umfjöllun um þessi mál hafa ýmsir vakið athygli á leiðum eins og t.d. þeirri að svipta menn leyfi til netaveiða, ef þeir koma ítrekað, ég endurtek ítrekað, með lélegan afla í land. Ég undirstrika að um þetta fjallar sérstök nefnd. Þá hef ég einnig skipað nefnd til að fjalla um togveiðar með tilliti til þess sama, að bæta meðferð aflans og reyna að draga úr því kappi, sem, að því að mér virðist, einkennir togveiðar, eins og ég sagði áðan, áður en þorskveiðibönn hefjast. Sú nefnd er að hefja sín störf. Ég vænti þess eftir við- ræður sem ég hef átt við menn sem þar munu sitja að þeir vinni sem kappsamlegast að slíkri tillögu- gerð. Þá hefur þeirri hugmynd skotið upp, að binda ætti togveiðar leyfum eins og netaveiðar. Mér sýn- ast ýmis rök mæla með því. Með þvi móti mætti hafa ákveðnara eftirlit með togveiðum og t.d. gætu slík leyfi stuðlað að bættri stjórn á stærð tog- veiðiflotans og fiskveiðiflotans almennt. Ég hef beðið Framkvæmdastofnun að gera út- tekt á eðlilegri vinnslugetu frystihúsanna; ekki til þesS að setja með lögum hámark á það hvað þau mega taka á móti, heldur til þess að slíkt megi verða til viðmiðunar fyrir gæða- og framleiðslu- ÆGIR — 633
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.