Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1980, Qupperneq 20

Ægir - 01.12.1980, Qupperneq 20
endanlega ákveðin. Ég geri jafnframt ráð fyrir því, að ósk margra togaramanna, að leyfilegur þorsk- afli á þorskveiðibanndögum verði aukinn úr 15% í 25%, síðari hluta ársins a.m.k. Að sjálfsögðu verður þá að fjölga þeim að sama skapi til að ná því heildarmarkmiði sem sett er. Ég er varla tilbúinn til að nefna það nú hvað þorskveiðibanndagar yrðu margir á þessum tíma- bilum, en ákvað þó að setja fram eftirgreinda hug- mynd: Á fyrsta tímabili, þ.e.a.s. á fyrstu fjórum mánuðum, 45 dagar, sem er fjölgun úr 27 í 45, á öðru tímabili 60 dagar og á þriðja tímabili 45 dagar. Þetta eru samtals 150 dagar, því miður, en eru nú 142. Fjölgunin stafar að sjálfsögðu af því að eitthvað fjölgar togurum á næsta ári. Ég hef ekki fengið upplýst hvað þeir verða margir. Ég geri ráð fyrir því að reikna megi með 2 togurum eða svo til fjölgunar. Ég geri jafnframt ráð fyrir því að í upphafi hvers tímabils verðu fjöldi þorskveiði- banndaga endurskoðaður á grundvelli afla undan- gengis tímabils og þeim fjölgað eða fækkað um 1 dag fyrir hver 750 lesta frávik frá viðmiðunartölu. Góðir þingfulltrúar, ég hef nú farið yfir þær hugmyndir sem fyrir liggja, en verð að endurtaka í lokin að ég hef sett þetta fram þó þetta ítarlega í þeirri von að þið og fleiri sem komið saman á þess- um dögum og vikum getið rætt þessar hugmyndir og lagt til breytingar sem þið viljið eflaust gera. Ábendingar allar verða velkomnar og verða skoð- aðar. Ég stefni að þvi að um miðjan desember eða a.m.k. fyrir jólin, geti þessar tillögur legið fyrir sem ákvörðun stjórnvalda í samráði við hags- munaaðila. Ég legg ríka áherslu á að sem breiðust samstaða geti náðst. Ég hefði að mörgu leyti kosið að hverfa frá þess- ari „skrapdagaleið”. Hún er mér ekki að skapi að mörgu leyti, eins og ég hef nefnt. Ég sé hins vegar ekki að á þessum tíma sem til stefnu hefur verið, hafi verið unnt að ná samstöðu aðila um róttæka breytingu. Ég hef fallist á það sjónarmið að byggja á því sem við þekkjum. Það er líklega rétt sem sagt hefur verið að betri er fugl í hendi en tveir í skógi. Ég vil því ljúka þessum orðum með því að leggja enn á ný áherslu á að þótt ég telji annmarka á þessari leið, þá tel ég að hana megi bæta. Fyrst og fremst mun ég leggja áherslu á aukin gæði. Við megum aldrei gleyma því íslendingar, að sjávarút- vegur er lifsbjörg þessarar þjóðar og fyrst og fremst sá gæðafiskur sem héðan hefur borist. Því merki verður að halda á lofti. Dr. Sigfús Schopka: Áhrif friðunaraðgerða á afrakstur þorsks og ýsu Um þessar mundir eru liðin rúmlega 5 ár síðan landhelgin var færð út í 200 sjómílur, en samfara útfærslunni og í kjölfar hennar, hafa verið gerðar ráðstafanir til verndar fiskstofnunum einkum þorskinum. Ef við rifjum upp það markverðasta, sem gert hefur verið til verndar þorskinum síðan fært var út í 200 sjómílur, er fyrst að nefna stækkun möskvans í belg og poka botnvörpu úr 120 mm i 135 mm árið 1976, og 1. febrúar 1977 var möskvinn í botnvörpupoka enn stækkaður í 155 mm. Lágmarkslengd fisks, sem landa má var aukin úr 43 cm í 50 cm fyrir þorsk og ufsa og úr 40 cm i 45 cm fyrir ýsu, en þessar lág- markslengdir samsvara nokkurn veginn kjörlengd þessara tegunda við 155 mm möskvastærð. Til þess að ná sem bestri nýtingu þorskstofnsins var lagt til í svörtu skýrslunni, að möskvi í botnvörpu yrði stækkaður í 165 mm, en þar sem svo stór möskvi er óhagkvæmur fyrir ýsuveiðar og 150 mm möskvi hefi verið æskilegastur til þess að ná bestu nýtingu ýsustofnsins, varð 155 mm möskvi því lausnin. Til viðbótar möskvastækkuninni hafa verið gerðar ýmsar hliðarráðstafanir til verndar ung- þorskinum, til þess að ná enn betri nýtingu á stofn- inum. Svæðum við NV- N- og A-land, þar sem smáþorskur heldur til hefur verið lokað alfarið í nokkur undanfarin ár og annars staðar þar sem smáþorsks verður vart í verulegum mæli í afla hef- ur skyndilokunum verið beitt eftir þörfum. Þá 636 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.