Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1980, Page 23

Ægir - 01.12.1980, Page 23
Veiði 1 árs fisks er því engin. Hins vegar hefur náttúrlegur dauði herjað á stofninn og þegar fisk- urinn verður 2 ára þá eru 800 eftir í stofninum. Fiskurinn fer nú að veiðast í 80 mm möskvann og veiðast 290 fiskar, sem vega alls 87 kg. 126 fiskar deyja náttúrlegum dauðdaga. Þegar fiskurinn verður 3 ára eru því ekki eftir nema 384 fiskar i stofninum. Úr stofninum veiðast 139 fiskar og þyngd aflans er 83,4 kg. Eins og sjá má af töflunni minnkar aflinn stöðugt eftir því sem fiskurinn verður eldri. Þegar upp er staðið reynist heildar- þyngd aflans vera 404,8 kg, afrakstur 1000 fiska er 404,8 kg. eða m.ö.o. þá hefur hver fiskur í veiðinni gefið af sér 0,4 kg. Það er þetta, sem við köllum af- rakstur á einstakling eða nýliða. Nú skulum við veiða þennan sama stofn með sömu sókn og í fyrra dæminu (40% fiskveiði- dánartölu) en nota til þess 140 mm möskva. 1000 fiskar eru í stofninum í upphafi. Þar sem möskv- inn er verulega stærri friðast ekki eingöngu 1 árs fiskur heldur líka 2 og 3 ára fiskur. Aðeins náttúr- legur dauði herjar á stofninn okkar (20% á ári). 2 mynd. Þorskur. Áhrif möskvastcekkunarinnar og svœðalokana á hrygingarslofninn. ÆGIR —639

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.