Ægir - 01.12.1980, Qupperneq 26
Björn Dagbjartsson:
Hvaða gagn er að
rannsóknum í fisk-
iðnaði?
Ykkur finnst það e.t.v.
ósvífni að bera á borð
fyrir ykkur það efni sem
ég ætla hér að flytja en
það er einskonar afreka-
skrá Rannsóknastofnun-
ar fiskiðnaðarins gegnum
árin. Þessi samantekt
varð til í framhaldi af
umræðum um fjárhags-
áætlun og rannsókna-
áætlun fyrir næsta ár,
þar sem spurt var: Hafa rannsóknir og þróunar-
starfsemi í fiskiðnaði komið að gagni. Er ekki eina
gagnið sem þessar stofnanir vinna fólgið í hrein-
um þjónustustörfum, efna- og gerlagreiningum að-
sendra sýna, eftirliti með útflutningsframleiðslu og
hjálp í viðlögum þegar á bjátar?
Páll Ólafsson hjálpaði mér við að taka saman
þetta efni, sem ég vona að sýni fram á að eitthvað
höfum við gert til gagns. Ég tek það fram að við
þær rannsóknir og þróunarstörf sem liggja að baki
þeim árangri sem náðst hefur höfum við notið
margháttaðrar fyrirgreiðslu fiskiðnaðarfyrirtækja
og sumra ykkar sem einstaklinga og það verður
seint fullþakkað.
Hafa rannsóknir í fiskiðnaði komið að gagni?
Rannsóknastofa Fiskifélags íslands var sett á
stofn 1934 og starfaði til 1965, að hún var gerð að
ríkisstofnun, er heyrir undir sjávarútvegsráðuneyt-
ið og varð þá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Hér á eftir verða þær eingöngu nefndar Rann-
sóknastofnunin eða stofnunin.
Þegar Rannsóknastofa Fiskifélags íslands tók til
starfa 1934 var þorskalýsið mikilvæg útflutnings-
vara. Var þá farið að gera reglulegar mælingar á
A-vítamín í magni þorskalýsisins og komið í Ijós
að vítamínmagn íslenska lýsisins var að jafnaði
meira en þess norska. Þetta varð til þess, að íslend-
ingar fengu betra verð fyrir lýsið en áður og fóru
að selja það beint á besta markaðinn, sem var í
Bandaríkjunum.
Árið 1935 var að frumkvæði Rannsóknastofn-
unarinnar farið að veiða karfa m.a. vegna hinnar
verðmætu lifrar. Var lifrin tekin úr öllum karfan-
um og seld sér fyrir gott verð, ee karfinn að öðru
leyti unninn í mjöl og lýsi. Var þetta gert í Síldar-
verksmiðju ríkisins við Sólbakka við Ön-
undarfjörð. Var með karfaveiðunum hafinn
nýr þáttur í sögu atvinnuvega hér á landi og karfa-
vinnslan veitti mikla vinnu og verkefni fyrir togara
og verksmiðjur.
Árið 1937 var að forgöngu Rannsóknastofnun-
arinnar farið að vinna þorskalifrargrút með sóda-
brœðslu og á næstu 20 árum var þessi aðferð þró-
uð í það form sem nú er þekkt. Er hér um alveg
íslenska aðferð að ræða sem var ekki þekkt eða
notuð erlendis fyrr en 1967 að gerð var grein fyrir
henni á erlendum vettvangi. Aðferðin er einföld og
mjög ódýr í notkun og nýtir lýsið vel, en eggja-
hvítuefni lifrarinnar og B-vítamín fara forgörðum.
Árið 1940 beitti stofnunin sér fyrir því að prófað
var efnið ,,aquacide” við brceðslu ásíldog var það
gert í Síldarverksmiðjum ríkisins. Efni þetta auð-
veldaði mjög vinnslu á síldinni, einkum gamalli.
Árangurinn var svo góður að upp úr þessu var al-
mennt farið að nota þetta efni við bræðslu sildar,
en efnið reyndist vera formalín.
Fyrir forgöngu Rannsóknastofnunarinnar hóf
Lýsi h.f. um 1954 að framleiða lifrarmjöl með
aðferð, sem á sínum tíma átti að nota í verksmiðju
Faxa s.f. í Örfirisey. Höfðu verið gerðar tilraunir
með það í stofnuninni. Lýsi h.f. þróaði þá aðferð
og notaði hana til Iifrarmjölsframleiðslu í tæp 20
ár.
Upp úr 1950 átti Rannsóknastofnunin frum-
kvæði að því að farið var að nýta slóg til mjöl-
framleiðslu. Áður en það komst í framkvæmd,
fóru fram allvíðtækar tilraunir bæði í stofnuninni
og í verksmiðjum. Nú er slóg nýtt þannig að
nokkru leyti en mikil vanhöld eru á að allt slóg sé
nýtt.
Það var og mjög fyrir áróður Rannsóknastofn-
unarinnar að farið var að nýta loðnuna til mjöl- og
lýsisframleiðslu upp úr 1960.
Rannsóknastofnunin átti og sinn þátt í að farið
var að nýta soð síldarverksmiðjanna til mjölfram-
leiðslu, en það rann áratugum saman í sjóinn. Þeg-
642 — ÆGIR