Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1980, Page 27

Ægir - 01.12.1980, Page 27
ar á stríðsárunum hafði Rannsóknastofnunin til- tækar upplýsingar um nýtingu á soði frá mjölverk- smiðjum því að í Bandarikjunum var farið að nýta soðið nokkrum árum áður. Það þarf naumast að taka það fram, að við að koma þeim nýjungum í framkvæmd sem nú hafa verið nefndar átti Rannsóknastofnunin mjög náið og gott samstarf vid marga framámenn og aðra starfsmenn fiskmjöls- og lýsisiðnaðarins. Þegar farið var að rotverja brœðslusíld að norskri fyrirmynd átti Rannsóknastofnunin hlut að þvi og hafði raunar forgöngu um það. Voru gerðar ýmiss konar rannsóknir þar að lútandi i Rannsóknastofnuninni og í verksmiðjum. Rann- sóknastofnunin leiðbeindi siðan um notkun rot- varnarefna, sem eru vandmeðfarin og var síðan falið að hafa eftirlit með notkuninni samkvæmt reglugerð útgefinni af sjávarútvegsráðuneytinu, Rannsóknastofnunin hefur oftar en einu sinni gert tilraunir með langtímarotvörn á loðnu í samvinr." við S.R. Það var fljótt ljóst þegar farið var að veiöa loðnu i stórum stíl og landa henni með sjódælingu að mengun hafna og hráefnistöp af þessum sökum væru óviðunandi. Þegar svokölluð „þurrdæling” var tekin upp og kolmunnaveiðar jukust fjölgaði löndunarvandamálunum. Stofnunin gerði ýmsar athuganir á þessum máluæm og gaf út leiðbeining- ar um æskilegt fyrirkomulag á löndun á brœðslu- fiski árið 1978. A.m.k. 2 loðnuverksmiðjur landa nú loðnu og öðrum bræðslufiski að fullu í sam- ræmi við þessar leiðbeiningar; aðrar notfæra sér þær að hluta og enn aðrar hugsa sér til hreyfings í þessum efnum. Þegar framleiðsla saltfisks fór að aukast upp úr stríðinu og einkum um og eftir 1950 kom upp mik- ið vandamál sem almennt var nefnd saltgulan eða gulan og lýsti sér í því að saltfiskur varð meira og minn litaður gulur, brúnn o.s.frv. Þetta var óþekkt áður og olli miklu tjóni í saltfiskframleiðsl- unni í þó nokkur ár. Árið 1954 var talið að tjónið hefði numið næstu 5 ár á undan á annan tug millj- óna króna, sem með núverandi verðlagi myndi nema um 1-2 milljörðum króna. Rannsóknastofnunin fann með rannsóknum á þessu máli að guluskemmdirnar stöfuðu af örlitlu magni af kopar í saltinu. Ástæða koparmengunar- innar var rakin til þess, að saltfiskframleiðendur notuðu koparrennur o.fl. úr kopar við saltfisk- framleiðsluna. Starfsmaður stofnunarinnar fór til Spánar og Ítalíu og komst að þessu. Var þá breytt um og farið að nota stál í stað kopars. Mjög víða komst saltið í snertingu við koparhluti í framleiðsl- unni. Á vetrarvertíð 1972 og 1973 var gerður saman- burður á pœkilsöltun og staflasöltun á flöttum þorski. Pækilsaltaði fiskurinn skilaði mun betri þyngdarnýtingu en staflasaltaður fiskur bæði sem fullstaðinn blautfiskur og þurrkaður saltfiskur. Áhrif kalsíum-klóríðs og polyfosfata við pækil- söltun voru einnig könnuð og varð niðurstaðan sú að nota má bæði efnin saman til að auka verðmæti saltfisks. Nú er hafin tilraunaframleiðsla á fisksalti á Reykjanesi og mun verksmiðjan freista þess að hafa efnainnihald þess í samræmi við þessa niður- stöðu. Gerladeild stofnunarinnar vann mikið að rann- sóknum á roða í saltfiski og þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem nú eru notaðar í saltfiskiðnaðinum eins og t.d. kæling hafa verið sannprófaðar og ráðlagðar af stofnuninni. Þegar farið var að nýta loðnuhrognin til frystingar var hannaður búnaður til að skilja þau úr dæluvatninu og til að hreinsa þau. Að sumu leyti er þarna um endurbætur að ræða á aðferðum sem byrjað var að nota, en að sumu leyti hreinar nýjungar. Niðursoðnar og niðurlagðar vörur hafa lengst af verið háðar eftirliti gerladeildar stofnunarinnar. Óhætt er að segja að flestar eða allar slikar afurð- ir, sem komist hafa á framleiðslustig hafi a.m.k. hlotið meiri eða minni prófun á stofnuninni fyrst. Af þeim lagmetisafurðum sem beinlínis má telja að hafi verið þróaðar á stofnuninni má nefna lifrar- pöstu úr þorskhrognum og lifur, en sú vara er nú framleidd til útflutnings með allgóðum árangri. Víðtækar rannsóknir fóru fram á framleiðslu fóðurs til fiskeldis. Gáfu þær það góða raun að sérstakt fyrirtæki var stofnað til þessarar starfsemi og hóf framleiðslu fiskafóðurs samkvæmt fyrir- sögn frá Rannsóknastofnuninni. Fyrir nokkru var hafin hér á landi framleiðsla á meltum en svo nefndist hrár fiskur og fiskúrgangur sem hakkaður er niður og blandaður maurasýru og þannig notaður sem fóður. Þetta hefur verið gert um allmörg ár, einkum í Danmörku. Tók Rann- sóknastofnunin upp samvinnu við danskt fyrirtæki um að framleiða meltur úr loðnu og var framleiðsl- an fyrst á vegum stofnunarinnar. Nú er þetta mál komið á það góðan rekspöl að hér er starfrækt sér- ÆGIR — 643

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.