Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1980, Side 29

Ægir - 01.12.1980, Side 29
síld sem veidd var og söltuð í desember þurfti að geyma enn lengur eða í 9 vikur við 10°C til þess að hún verkaðist. Orsakir þess að spinnpækill myndast í sykursíld hafa verið rannsakaðar og sýnt fram á að vissir gerlar valda myndun hans. Hefur verið fundi ráð til að koma í veg fyrir að spinnpækill myndist, en það-verk var unnið í samvinnu við Síldarútvegs- nefnd. Myndun spinnpækils hefur valdið talsverðu tjóni á undanförnum árum. Gerlafræði grásleppuhrogna hefur verið rann- sökuð og ýmislegt viðkomandi meðferð þeirrar vöru er beint frá stofnuninni komið. í sambandi við nýtingu grásleppuhrogna var hannaður búnaður til vinnslu þeirra. Notuð er marningsvél til að skilja himnur frá hrognum; hristisía til að skilja vökva frá og hrærivél til að blanda salti og rotvarnarefnum í hrognin. Einnig voru í því sambandi prófuð plastílát til söltunar og ýmis geymsluskilyrði athuguð. Flestir stærri salt- endur grásleppuhrogna nota nú vélbúnað við þessa framleiðslu sem að mestu er byggður á þeim tækj- um sem stofnunin prófaði upphaflega. Hér læt ég staðar numið þó að fleira mætti telja. Ég hef ekki farið út í arðsemismat, hvað rannsókn- ir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hafi sparað eða aflað í peningum, það verða aðrir að gera. Setningarræða Más Elíssonar Framhald af bls. 629. þessu? Líklega einungis með betri rekstri og auk- inni framleiðni og umfram allt miklum gæðum. Síðast en ekki sízt hljótum við að reyna að samein- ast um raunhæfar aðgerðir gegn verðbólgunni. Nauðsynlegt er að nýta fiskimiðin sem bezt og samræma afkastagetu flotans afrakstursgetu mið- anna til langs tíma. Jafnframt þessu þarf sem mest og bezt samræmi að ríkja milli veiða og vinnsluaf- kasta í landinu. Ég ber fram þá ósk, að á þessu þingi, eins og raunar oftast áður takizt okkur að ræða málin málefnalega, byggja niðurstöður á traustustu fyrir- liggjandi upplýsingum, og þar með gert ályktanir, sem orðið geta til hagsbóta sjávarútvegslólki um allt lands. Hér eru samankomnir fulltrúar veiða og vinnslu úr öllum landshlutum. Fiskiþing er því hinn bezti vettvangur sem völ er á til að ná þessu marki. 39. Fiskiþing er sett. Sigurður Stefánsson, endurskoðandi: Skattamál atvinnurekstrar í sjávarútvegi Góðir fundarmenn: Ég ætla hér að ræða um skattamál atvinnu- rekstrar í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Með lögum nr. 40/ 1978 og breytingum á þeim lögum nr. 7/1980 um tekjuskatt og eignar- skatt eru felld úr gildi skattalög nr. 68/1971 ásamt síðari breytingum á þeim lögum. í hinum nýju lögum felast mjög róttækar breyt- ingar á þeim skattlagningarreglum sem gilt hafa hingað til, má þar sérstaklega nefna aðlögun tekju- hugtaksins að verðbólgunni og aðskilnað atvinnu- reksturs einstaklings þess er að honum stendur. Skattlagning atvinnurekstrar er einkum miðuð við hagnað og hreina eign viðkomandi aðila. Aðalviðfangsefni skattalaga er því að skilgreina hugtök sem endanleg skattlagning miðast við, þ.e. hagnað og hreina eign. Á tímum verðbólgu brenglast hefðbundin skil- greining þessara hugtaka, þannig að óhjákvæmi- legt er orðið að lita til þeirra áhrifa sem verðbólgan hefur. Með hinum nýju lögum er gerð tilraun til að laga tekjuhugtakið að þeim verðbólgutímum sem við nú lifum á. Skattalög hafa hingað til tekið að nokkru mið af verðbólgu og má þar helst nefna ákvæði um skattfrelsi söluhagnaðar, aukaafskriftir vörubirgða og fastafjármuna, verðstuðulsfyrningu o.fl. Helztu breytingar frá eldri lögum eru þessar: 1. Samkvæmt hinum nýju lögum er heimilt að endurmeta fyrnanlegar eignir. Endurmatið byggist á upphaflegu kostnaðarverði og er það framreikn- að til gildandi verðlags samkvæmt verðbreytingar- ÆGIR — 645

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.