Ægir - 01.12.1980, Page 43
amast við þeim lúðuafla, sem fæst í dragnótina í
Faxaflóa.
Meðalskarkolaafli í róðri var svolítið minni 1980
en 1979 (7. og 8. mynd). Það má telja eðlilegt að
nokkrar sveiflur séu í afla frá ári til árs og verður
þessi munur því ekki ræddur hér. Þess má þó geta
að oft fæst minna af skarkola í þeim togum, sem
verulegur bolfiskafli fæst í.
Ýmiskonar áróður gegn dragnót er algengur.
Þeim málum voru gerð nokkur skil í grein eftir
Aðalstein Sigurðsson (1978) og vísast hér til hennar
hvað þau varðar.
Heimildarrit:
Aðalsteinn Sigurðsson, 1971: Smálúðuveiðar í
Faxaflóa og lúðustofninn við ísland. Sjómanna-
blaðið Vikingur XXXIII árg., 4-5 tbl., bls.
146-152.
Aðalsteinn Sigurðsson, 1978: Skarkolaveiðar og
dragnót. Ægir, 71. árg., 12. tbl., bls. 557-563.
Aðalsteinn Sigurðsson, 1980: Tilraunaveiðar með
dragnót. Ægir, 2. tbl., 1980.
Guðni Þorsteinsson, 1976: Að glefsa í gjafatonnin.
Sjávarfréttir 4 (11), bls. 12-18 og 78.
Guðni Þorsteinsson og Jóhannes Briem, 1978: Um
hegðun skarkola gagnvart dragnót. Sjómanna-
blaðið Víkingur 40. árg., 4. tbl., bls. 165-166.
8. mynd. Meöalafli dragnótabáta í róðri í Faxaflóa 1979 eftir
tegundum og mánuöum. (Aðalsteinn Sigurðsson 1980).
Reytingur
Framhald af bls. 651
Út er komin á vegum Fiskifélags íslands bækl-
ingur, sem Ásgeir Jakobsson hefur tekið saman
efnið í og heitir „Fiskmeðferð um borð.” í for-
spjalli segir höfundur m.a.:
„Reyndir fiskimenn kunna allt það eins og
Faðirvorið, sem fjallað er um í þessum bæklingi.
En stéttin er alltaf að endurnýjast. Nýliðar koma
um borð og kunnáttumenn fara í land, þreyttir á
sjóvolkinu. Það er ekki ætíð að reyndu mönnun-
um gefist kostur á að miðia nýliðunum af
reynslu sinni og þekkingu.
Bæklingur um fiskmeðferð, læsilegri en reglu-
gerðir og aðgengilegri en kennslubók, til að
fletta í borðsal eða kojunni, gæti máski komið
nýliða að einhverju gagni, eða sú er skoðun Fiski-
félagsins sem þennan bækling gefur út.”
Þeir sem áhuga hafa á að eignast bækling þenn-
an, skulu snúa sér tii Fiskifélags íslands, Höfn,
Ingólfsstræti.
ÆGIR —659