Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1980, Page 57

Ægir - 01.12.1980, Page 57
vélum LD-línunnar. Þær eru V-byggðar og byggð- ar upp úr mörgum sömu hlutum og vélar LD-lín- unnar. Þessar vélar hafa fleiri strokka og eru þar af leiðandi aflmeiri og voru settar á markað til þess að mæta óskum eigenda skipa um síaukið aðalvél- arafl. Vélar KV-línunnar eru framleiddar í sex gerðum, KVM-12, KVMB-12, KVM-16, KVMB- 16, KVM-18 og KVMB-18, og spanna aflsviðið frá 2400-3960 hö við snúningshraða 750 sn/mín eða 825 sn/mín. Vélar beggja þessara lína eru fjórgengis diesel- vélar með afgashverfli og kæli á fæðilofti þar sem fyrstu tveir stafirnir i gerðareinkenninu eru línu- einkenni, M stendur fyrir sjóvél og B segir að vélin sé 825 sn/min, en þær vélar sem ekki hafa B í sínu gerðareinkenni eru 750 sn/mín, og talan segir til um strokkatölu viðkomandi vélar. Vélar nefndra lína eru eins og áður hefur komið fram byggðar uppúr mörgum sömu hlutunum, og má þar nefna strokklok með tveim afgaslokum og tveim soglokum ásamt aflmælisloka og öryggis- loka sem eru fyrir utan strokklokshlífina. Strokk- lokinn eru sérbyggð, þ.e. eitt fyrir hvern strokk og eru úr steypujárni. Strokkfóðringar, sem eru úr álagsþolinni járnsteypu, eru í beinu sambandi við kælivatnið og eru útskiptanlegar. Bullur eru úr léttmálmi, olíukældar með þrjá þjapphringi og einn olíuhring. Þjappahringirnir eru krómhúðaðir og hringjaraufir þeirra eru fóðraðar með steypu- járni. Sveifarásar eru heilsmíðaðir og gegnumboraðir með yfirborðsherzlu á leguflötum. Vélarnar eru smurðar með hringrásarsmurolíu sem kæld er í sjókældum kæli. Olían er ýmist geymd í botnpönnu vélanna eða í sérstökum geymi í vélar- rúminu í samræmi við óskir kaupandans hverju sinni. Vélarnar eru ferskvatnskældar og er fersk- vatnið kælt i sjókældum kæli. Á brennsluoliukerfinu er fordæla, sem dælir brennsluolíunni að hverri olíudælu, sem eru sér- byggðar, þ.e. ein sjálfstæð dæla fyrir hvern strokk. Vélarnar eru ræstar með þrýstilofti sem fer í gegnum loftdeili og síðan i gegnum ræsiloka inn á viðkomandi strokk á vélum KV-línunnar inn á tvo strokka í einu, sinn á hvorri strokkalínu. Nokkrir hlutir vélanna eru ekki framleiddir af BMV og má þar nefna afgashverfilinn sem er frá Brown Boveri Cie í Sviss. Olíuverkið er hægt að fá frá Bosch í V-Þýskalandi eða CAV/Bryce í Eng- landi, kælarnir koma frá Serck í Englandi og gang- ráðinn er hægt að fá frá þrem fyrirtækjum þ.e. frá Woodward eða Regulateurs Europa en bæði þessi fyrirtæki eru í Englandi eða frá Barber Coleman sem er í Ameríku. Vélarnar er hægt að fá sérhannaðar til svartolíu- brennslu með seigju allt að 600 R1/100°F. Þegar brennt er svartolíu má snúningshraði ekki fara yfir 750 sn/mín og álagið ekki yfir 94% á vélum KV- línunnar. Með vélunum lætur BMV í té allan nauð- synlegan búnað svo sem skrúfubúnað og niður- færslugír með tengsli og skiptiskrúfubúnaði. Um áramótin 1979/1980 hafði BMV framleitt um 500 dieselvélar til framdriftar skipa, um 2700 hjálparvélar, þar af eru um 100 notaðar á olíubor- pöllum og 100 í landi. Um 30% af heildarfram- leiðslu BMV á dieselvélum og um 80% af fram- leiðslu þess á vökvaknúnum vindum er selt úr landi. Hlutur BMV i innanlandsmarkaði Norð- manna á dieselvélum og vökvaknúnum vindum er um 50% af heildinni. BMV rekur sjálfstæðar sölu- skrifstofur í fimm löndum og hefur auk þess um- boðsmann í tuttugu löndum. Um áramótin 1979-1980 störfuðu hjá BMV um 3000 manns, þar af um 800 við framleiðslu á dies- elvélum. Fyrsta íslenska fiskiskipið með aðalvél frá BMV Dieselvél frá Bergen Dieset, gerð Normo-KVMB-16 ásamt skrúfubúnaði. ÆGIR —673

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.