Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 42

Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 42
í lok 19. aldar byrjuðu menn í alvöru að rann- saka háloftin. Flugdrekar og mannaðir loftbelgir komust samt ekki hátt, aðeins nokkra km í loft upp. Árið 1904 birti Frakkinn Teisserence de Bort árangurinn af 581 háloftaathugun. Hann sendi loftbelgi með léttum rannsóknartækjum upp í há- loftin allt í 14 km hæð, en tækin mældu hitastig og loftþrýsting. Þetta var samt þeim annmörkum háð, að de Bort varð að ná tækjunum aftur til þess að fá upplýsingarnar. Á næstu áratugum urðu miklar framfarir á sviði háloftarannsókna, og nú eru send tæki í loftbelgjum með sendistöð, sem gefa upplýsingar um raka- og hitastig, loftþrýst- ing, vindátt og vindhraða. Athuganir á lofthjúpi jarðar, sem gerðar eru nú daglega bæði úr flugvél- um og frá háloftastöðvum á víð og dreif um jörð- ina, skipta nú þúsundum, og komast þessir há- loftabelgir stundum upp fyrir 40 km hæð. Orðið gufuhvolf hefur stundum ranglega verið notað yfir lofthjúp jarðar. Að vísu er þetta þýðing á alþjóðlega orðinu atmosfer, sem er komið úr grísku, þar sem atmos þýðir gufa og sfaira þýðir hvolf. Orðið merkir líka þá loftþyngd, sem stafar frá lofthjúpnum á hvern fersentimetra við yfirborð jarðar og samsvarar 1 kílógrammi eða 1000 milli- börum. Eins og áður hefur verið sagt er gufan tak- mörkuð við neðsta lag lofthjúpsins, sem nær upp í 10-15 km hæð. Fyrir ofan veðrahvörfin er svo gott sem engin vatnsgufa. Strangt til tekið er því gufu- hvolfið sama og hér að framan hefur verið kallað veðrahjúpur og við skulum athuga hann nánar. Háloftaathugunarstöðvar eru svo hundruðum skiptir víðsvegar um heim og athuganir frá flugvél- um eru sennilega enn fleiri. Það er því tiltölulega auðvelt að kortleggja vindstrauma háloftanna i mismunandi hæðum og fylgjast með því, hvernig þeir haga sér og breytast frá degi til dags. Það er einmitt þetta, sem gert er á flestum veðurstofum. Þegar háloftakortin eru athuguð nánar sést, að vestanvindar verða meira áberandi því ofar sem dregur í lofthjúpnum, og venjulega eykst vind- hraðinn með hæð allt upp að veðrahvörfunum. í um það bil 9 km hæð sést mjótt belti, þar sem vindhraðinn er næsta ótrúlegur eða 75 til 100 m/sek. Vindabelti þetta kallast vindröst (Jet- stream), og það kvíslast og bugðast umhverfis norðurhvel jarðar rétt eins og Miðgarðsormurinn fyrrum. Það sama gildir einnig fyrir suðurhvelið. Hvaðan kemur öll þessi orka? í höfum og vötnum, sem þekja 2A hluta jarðarinnar, eru kringum 1200 milljónir rúmkílómetrar af vatni. Það er augljóst, að uppgufunin er mikil, og hún eykst suður á bóg- inn að miðbaug, en dvínar norður eftir að pólnum. Vatnsmagnið i lofthjúpnum skiptir billjónum tonna daglega. Heildarmyndin af hringrás vatnsgufunnar verð- ur þessi: Yfirborð jarðar og lofthjúpurinn mynda eins konar aflvél, sem fær orku sína frá sólinni. Hitaorkan fer að nokkru í það að verma lofthjúp- inn og sumpart að verma yfirborð jarðar, en varmi yfirborðsins fer að nokkru leyti í uppgufun vatns- ins. Vatnsgufan svífur í lofthjúpnum, unz hún þéttist og fellur til jarðar og gufar svo upp á nýjan leik. Jafnvœgið í kerfinu helzt nokkurn veginn óbreytt, þar sem geislun varmans út í himingeim- inn sér fyrir því, að kerfið ofhitnar ekki. í þessu sambandi er vert að athuga tvennt: í fyrsta lagi. hvaða áhrif hefur loftmengun á þetta samspil yfir- borðs jarðar og lofthjúpsins, og í öðru lagi, hvaða áhrif hefur það á veðráttuna, ef geislun sólar breytist eitthvað? Fram til 1950 eða svo héldu menn, að sólstuðull- inn væri nokkurnveginn stöðugur þ.e. 1.94 eða 1.95 gramm-kaloríur á hvern fersentímetra á mín- útu, samkvæmt mælingum Smithsonian stofnun- arinnar í Bandaríkjunum. Á síðari árum hafa menn farið að efast um stöðugleika stuðulsins. Þvi hefur jafnvel verið haldið fram, að 2-3% breyt- ingar á stuðulgildinu samfara sólblettum, sól- gosum og sólblossum hefðu merkjanleg áhrif a veðráttuna. Þessar skoðanir þóttu svo merkilegar og þýðingarmiklar, að Bandaríkjamenn skutu a loft rannsóknarhnetti 14. febr. s.l. í þeim eina til- gangi að athuga og rannsaka geislun sólar. Af hálfu Bandaríkjamanna starfa 8 hópar vísinda- manna að þessu, auk þess sem visindamenn fra Bretlandi, Hollandi og Vestur-Þýskalandi taka þátt í rannsóknunum. Hnötturinn svífur í 574 kn) hæð og fer umhverfis jörðina á 96 minútum. f hnettinum eru 7 athugunartæki, sem eiga að at- huga hina ýmsu þætti geislunar sólar. Gert er ráð fyrir, að rannsóknirnar standi a.m.k. eitt ár, et ekki lengur. Fram að þessu hefur allt gengið ág&1' lega og árangur framar björtustu vonum vísinda- mannanna. Árið 1980 var valið til þessara rann- sókna vegna þess, að einmitt í nóvember er talið. að fjöldi sólbletta nái hámarki, en nœsta hámark verður ekki fyrr en 1991. í tímariti Verkfræðingafélags íslands 2. heftj 1978, ritar prófessor Trausti Einarsson í grein sinn' 98 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.