Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 12
öfuga hlið varðandi kostnað við skynsamlega nýt-
ingu fiskstofnanna. Öll aukning á sóknarmætti
fiskiskipastólsins er því gagnslaus. Loðnan er að
vísu sérstakt tilfelli, þar sem breytingar þær, sem
orðið hafa voru ekki að öllu séðar fyrir.
Á s.l. ári voru meiri veiðitakmarkanir á þorsk-
veiðum en nokkru sinni og þorskaflinn aldrei
meiri. Þá voru Vestfjarðatogarar bundnir í verk-
falli í einn mánuð á s.l. sumri. Alls var togurum
gert að takmarka þorskveiðar sínar í 142 daga,
þar af var algjört þorskveiðibann í 5 daga, á tíma-
bilinu 20. júlí til 4. ágúst. Þorskveiðitakmarkanir
bátaflotans voru og verulegar, þó með öðrum
hætti væri. Þetta ásamt verðuppbótum leiddi til
nokkurrar aukningar á afla ýmissa annarra
botnlægra tegunda, en leiddi skiljanlega til ýmissa
vandamála í úthaldi og rekstri.
Þótt þessar takmarkanir hafi verið óhóflegar, ef
rekstur skipanna er hafður í huga, og sýni jafn-
framt, að afköst fiskiskipastólsins eru of mikil, ef
miðað er við stefnu stjórnvalda til endurreisnar
fiskstofna, eru hóflegar þorskveiðitakmarkanir þó
ekki af hinu illa.
í þessu sambandi er vert að hafa í huga hvað
áunnizt hefur við nýtingu áður vannýttra fisk-
stofna, svo og þeirrar skyldu, sem á okkur hvílir að
fullnýta stofna fisks og annarra sjávardýra.
Ekki verður hjá því komizt að nefna sérstaklega
vanda — vonandi tímabundinn — loðnuflotans
vegna versnandi ástands loðnustofnsins.
Reynt hefur verið með misjöfnum árangri að
leita honum annarra verkefna. Kolmunnaveiðar
hafa enn ekki gefið þá raun, sem vænzt var. Halda
ber áfram þessari viðleitni, svo og leit nýrra rækju-
miða á djúpslóð. Þá verður væntanlega um sinn
ekki komizt hjá því að veita loðnuskipum einhvern
aðgang að botnfisk- og síldveiðum.
Tafla II. sýnir hagnýtingu fiskaflans á s.l. ári og
samanburðartölur frá árinu 1979. Athyglisverðust
er aukning sú, sem átt hefur sér stað á ísfiskút-
flutningi, saltfisk- og skreiðarverkun.
Útflutningur sjávarafurða og markaðsstarfsemi
gekk ekki með öllu snurðulaust á árinu, enda mikil
aukning botnfiskafla. Þó verður að telja umtals-
vert, hvað í raun hefur gengið án verulegra erfið-
leika að ráða við í vinnslu og sölu þann mikla við-
bótarafla, sem á land hefur borist á árinu 1979 og
1980. Aukning botnfiskafla var 100 þús. lestir á ár-
inu 1979 og 76 þús. lestir 1980, eða samtals 176
þús. lestir á tveimur árum.
Eins og fram kemur í töflu 11 var umtalsverð
aukning á saltfisk- og skreiðarverkun og markaðs-
verð hagstætt. Einnig var mikil aukning á útflutn-
ingi ísaðs fisks. í mörgum tilfellum fékkst goú
verð fyrir aflann. Aðra ástæðu fyrir þessari aukn-
ingu má rekja til greiðsluerfiðleika útgerðar og
fiskvinnslu víða innanlands.
Ástandið var nokkuð annað hjá frystihúsununn
í fyrsta lagi olli hin mikla aflaaukning fyrstu þrja
mánuði ársins og raunar nokkuo lengur allveru-
legri birgðasöfnun, enda þurfti nokkurn aðlögun-
artíma til að breyta til milli tegunda og afurða og
til að selja aukna framleiðslu.
Útflutningur og sala á stærsta freðfisksmark'
Tafla li.
Skipling afia i verkunargreinar fþús. leslir)
Botnfiskafli: 1980* 1979
Fryst 365,0 372,1
Saltað 151,6 125,6
Hert 79,1 30,1
ísað 52,5 41,9
Annað 7,1 12,7
Síldarafli:
Fryst ......
ísað .......
Saltað ....
Annað ....
Loðnuafli:
Fryst ......
Þurrkað ...
Bræðsla ...
Rœkjuafli:
Fryst ......
Niðursuða .
Humarafii:
Fryst ......
Hörpudiskafli:
Fryst ......
Hrognkelsi:
Saltað ....
A nnar afli:
Fryst ......
ísað .......
Annað ....
Alls
Alls
Alls
Alls
1978
319.2
115.3
7,6
27,9
7,8
Alls
ALLS
655,3 12,6 2,6 37,3 0,5 577,8 17,1 0 25,9 2,1 477,8 7,8 0 27,6 1,6
53,0 45,1 37,0
3,4 11,1 1,6 0
1,0 1,2
755,1 951,3 965J
759,5 963,6 966,7
8,6 8,5 7,0
0,6 0,3 0,3
9,2 8,8 7,3
2,4 1,4 2,1
9,0 7,8 8,7
5,8 4,1 4,1
0,2 0 0 0 62J
5,4 9,9 6,5 33,5
15,5 40,0 62,3
1.509,7 1.648,6 1.566,2
•Bráðabirgðatölur
68 — ÆGIR