Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 44

Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 44
í heiðhvolfunum og dregur úr ylmagni sólar, með- alhitinn minnkar. Frægasta dæmið er Krakatoagosið 1883, þótt það sé ekki það mesta. Nýjasta dæmið er gosið í St. Helens fjalli á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna á þessu ári. í grein í Veðrinu 1. hefti 21. árg. er fjallað um hlýindin á þessari öld og þar eru leiddar líkur að því, að hlýindaskeiðið 1926-1960 stafaði af því, að enginn meiriháttar eldgos höfðu brotist út á þessu timabili. Sú ályktun var dregin, að lítið magn af eldfjallaösku í háloftunum hefði orsakað hlýinda- skeiðið. Meiri háttar eldgos varð ekki fyrr en 19. febrúar 1963, er hið rúmlega 3 km háa eldfjall Agung á eyjunni Bali í Kyrrahafi byrjaði að gjósa eftir 100 ára hlé. En þá vaknar sú spurning hvers vegna kólnaði nokkuð á árunum 1946-55, og svar- ið virðist vera loftmengun af mannavöldum. Þessi loftmengun stafaði af þrennskonar orsökum: mjög aukin iðnvæðing, tilraunir með kjarnorkusprengj- ur og aukin flugumferð. Iðnaðarframleiðslan hef- ur um það bil þrefaldast á tímabilinu 1949-1969 eða á 20 árum. Iðnaðarþjóðir nútímans hafa gjör- breytt mörgum málmefna- og kolefna samböndum og þær hafa um leið stórlega mengað andrúmsloft og vötn jarðar. Hvergi er sá staður, sem hefur ekki verið snortinn af þessari mengun. ísbreiður heims- skautanna jafnt sem regnskógar hitabeltisins bera þess menjar. Rannsóknir hafa sýnt, að blýmengun í hjarnbreiðum Grænlandsjökuls jókst hægt og sígandi frá 1750-1940, en eftir það jókst hún gífur- lega og tvöfaldaðist á rúmlega 20 árum. Árið 1750 var magnið um 30 míkrógrömm í tonni af snjó og jókst upp í 100 míkrógrömm til ársins 1940, en á næstu 20 árum jókst það um rúmlega 100 míkró- grömm eða upp i 230 míkrógrömm árið 1960. Minna má á, að hér á landi tvöfaldast loftmengun- in, þegar langvarandi SA-átt ber hana með sér frá V-Evrópu. Strax eftir heimsstyrjöldina síðari hófst farþega- flug viða um heim, en mest var það þó yfir N- Atlantshafið og innanlands í N-Ameríku og V-Ev- rópu. í fyrstu flugu vélarnar lágt eða í 3-5 km hæð, og þær voru tiltölulega litlar miðað við það sem síðar gerðist. Upp úr 1960 komu þoturnar til sögunnar. Vélarnar stækkuðu og nú var flughæðin 8-12 km. Árið 1978 fluttu flugfélög innan Alþjóða- flugmálastofnunarinnar 934 milljónir farþega að meðaltali um 1000 km. vegalengd. Við þetta bætist svo vöruflutninga- og hernaðarlegt flug, og má því sennilega tvöfalda áðurnefndar tölur. Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til þess að gera sér í hug- arlund áhrif slíkrar umferðar á lofthjúpinn. Tilraunir með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu hófust í Bandaríkjunum 16. júlí 1945. Bandaríkja- menn gerðu fyrstu tilraunir sínar í fylkinu New- Mexico en síðan var varpað tveim kjarnasprengj- um á Japan í ágúst 1945 og bundu þær enda á síðari heimsstyrjöldina. Eftir styrjöldina voru gerðir nokkrir tugir sprengjutilrauna bæði á og í Kyrrahafinu, svo og vestur í Nevadaeyðimörkinni í Bandaríkjunum. Síðan sigldu Rússar, Bretar og Frakkar í kjölfarið og byrjuðu að sprengja. Það er haldið, að Bandaríkjamenn hafi sprengt fyrstu vetnissprengjuna í maí 1952, og víst er, að 1 ■ nóv. sama ár sprengdu þeir í loft upp eyjuna Elug- lab með 12 megatonna sprengju. Rússar sprengdu fyrstu vetnissprengju sína 12. ágúst 1953 og Bretar sína fyrstu 15. maí 1957 á Jólaey í Suður-Kyrra- hafi. Sem dæmi um það, hvernig rykið frá ,,smá” sprengjum berst í lofthjúpnum, skal tekin ein til- raun Bandaríkjamanna. Frá 18. feb. til 15. maí 1955 voru 12 sprengjur sprengdar í Nevadaeyði- mörkinni. Rykskýið frá tilrauninni 1. marz var komið til Englands þann 8. og til Grikklands og V- Tyrklands 13. og 14. marz. Sum þessara skýja bár- ust nokkrum sinnum umhverfis hnöttinn í veðra- hjúpnum. í háloftunum í 10-20 km hæð hefur rykið haldizt mun lengur. Um haustið 1958 sprengdu Bandaríkjamenn 3 kjarnasprengjur yfit Suður-Atlantshafi í 500 km hæð. Síðasta sprengjan var sprengd um kvöldið 6. september. I lok sama árs náðist samkomulag milli þriggj3 kjarnorkuveldanna um það að gera hlé á tilraun- unum í andrúmsloftinu, en Frakkar gerðu nokkrar tilraunir 1959. Sögu kjarnorkuvopnatilraunanna var samt ekki lokið, því að Rússar ákváðu haustið 1961 að rjúfa samkomulagið frá 1958. Í september hófu þe>r sprengjutilraunir á og í grennd við Novaya Zemlyu (Nýja Land) og héldu þeim áfram út október. I fyrstu voru þetta tiltölulega „smáar” sprengjur, innan við eitt megatonn og upp í 8. Virðist svo seni þeir hafi einnig sprengt atomsprengjur. í viðtah við bandaríska tímaritið Time (6. maí 1974) segú Krushchev, að Andrei Sakharov hafi hringt í sig * eða 2 dögum áður en tilraunirnar áttu að hefjast og farið fram á að hætt yrði við þær. Sakharov fór fram á það, að vetnissprengjan yrði a.m.k. ekki sprengd, og sagði: „Sem vísindamaður og hönnuð- 100 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.