Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 66

Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 66
Skipaáætlun Hafrannsóknastofnunar fyrir 1981 Formáli Sú skipaáætlun Hafrannsóknastofnunar sem hér birtist var unnin við óvenjulegar aðstæður. Meðan fjárlagafrumvarp fyrir árið 1981 var í undirbúningi s.l. haust, tóku stjórnvöld þá ákvörðun að fjárveiting til reksturs rannsókna- skipa skyldi miðuð við að dregið yrði 25% úr rekstri skipanna. M.a. af þessum sökum var ráðist í mjög ítarlega úttekt á rannsóknaáætlunum Haf- rannsóknastofnunar, einkum þó þeirra er gerðu ráð fyrir skipanotkun. Var hér um 80 rannsókna- áætlanir að ræða. Tveir vinnuhópar voru skipaðir í þessu skyni. Annar hópurinn fjallaði um rannsóknaáætlanir sem lúta að fiskirannsóknum en hinn um áætlanir varðandi umhverfisrannsóknir (sjórannsóknir, svif o.s.frv.). Nokkrar áætlanir voru endursamdar eft- ir gagnrýni og ábendingar sem komu fram við um- fjöllun. Fjórar forsendur voru notaðar til að meta gildi verkefnanna á hlutlægan hátt: 1. Verkefnið hefur ótvírætt vísindalegt eða hag- nýtt gildi, þ.e. þess er að vænta að niðurstöð- ur muni auka vísindalega eða hagnýta þekk- ingu í umtalsverðum mæli. 2. Nauðsynlegt er að halda verkefninu áfram til þess að rjúfa ekki samhengi þess í tíma. 3. Verkefnið er nauðsynlegt til að Hafrann- sóknastofnunin geti gengt hlutverki sínu (fiskveiðiráðgjöf, almenn nýting auðlinda hafsins og grundvallarrannsóknir á íslensku hafsvæði). 4. Skipulag verkefnisins er með þeim hætti að árangurs er að vænta án óþarfa fyrirhafnar. Niðurstöður matsins voru síðan ræddar á sam- eiginlegum fundum sérfræðinga, deildarstjóra og forstjóra. Að þessari ítarlegu umfjöllun lokinni var skipaáætlun síðan samin og samþykkt á fundi stjórnar Hafrannsóknastofnunar 9. janúar 1981- Skv. þessari áætlun verður nú dregið úr fiskileit, enda ekki gert ráð fyrir að leita að fullnýttum eða ofveiddum stofnum. í stað þess sveigist starfsemin meira að grundvallarrannsóknum á íslenska haf- svæðinu t.d. á sviði sjórannsókna, vistfræði, stærð og afkastagetu nytjastofna. Vegna ákvörð- unar um samdrátt í rekstri rannsóknaskipa er gert ráð fyrir að Bjarna Sæmundssyni verði lagt í júl> og desember, Árna Friðrikssyni síðari hluta júní og allan júlímánuð svo og 15. okt.-lO. nóv. Dröfn verður ekki í notkun vetrarmánuðina janúar, febrúar, nóvember og desember. Hafþór verður > notkun um það bil hálft árið. Hafrannsóknastofnun, 9. janúar 1981, Jakob Jakobsson Bjarni Sæmundsson Leiðangurs nr. Verkefnis nr. Dags: Verkefni Svæði 1 2.5 9.1 og 4.5 5/1-30/1 Loðna, bergmálsmœlingar sjórannsóknir, mæl- ingar á endurvarpsstuðlum. N- og NA-land 2 4.13 4/2-16/2 Djúpfiskar, blálanga S-land 3 8.2 7.3 og 4.5 20/2-8/3 Grálúða, hrygningarst.-langhalar, sjórannsóknir V-land 4 7.6, 7.7 12/3-31/3 Þorskungviði, fæðuval þorsks, rækjurannsókn- ir, þörungarannsóknir Hringferð 5 10.1 5/4-15/5 Klakrannsóknir, þrískiptur leiðangur S- og V-land 6 4.5, 6.4, 3.8 og fl. 20/5-12/6 Vorleiðangur Hringferð 7 7.9 18/6-1/7 Atferli þorsks, þörungarannsóknir Sumarleyfi NV-land 8 4.1, 4.6 4/8-21/8 Sjórannsóknir, djúpsj. og jarðhiti, þörunga- rannsóknir N-djúp 9 10.2 6/8-25/9 Rannsóknir á sjávarbotni, þörungar (tvískiptur leiðangur) V-land 10 2.6 1/10-26/10 Loðna, bergmálsmælingar, þörungar NV- og N-land 11 7.7, 7.9 30/10-27/11 Atferli og fæðuval þorsks (2 skiptur) Hringferð 122 —ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.