Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1981, Síða 66

Ægir - 01.02.1981, Síða 66
Skipaáætlun Hafrannsóknastofnunar fyrir 1981 Formáli Sú skipaáætlun Hafrannsóknastofnunar sem hér birtist var unnin við óvenjulegar aðstæður. Meðan fjárlagafrumvarp fyrir árið 1981 var í undirbúningi s.l. haust, tóku stjórnvöld þá ákvörðun að fjárveiting til reksturs rannsókna- skipa skyldi miðuð við að dregið yrði 25% úr rekstri skipanna. M.a. af þessum sökum var ráðist í mjög ítarlega úttekt á rannsóknaáætlunum Haf- rannsóknastofnunar, einkum þó þeirra er gerðu ráð fyrir skipanotkun. Var hér um 80 rannsókna- áætlanir að ræða. Tveir vinnuhópar voru skipaðir í þessu skyni. Annar hópurinn fjallaði um rannsóknaáætlanir sem lúta að fiskirannsóknum en hinn um áætlanir varðandi umhverfisrannsóknir (sjórannsóknir, svif o.s.frv.). Nokkrar áætlanir voru endursamdar eft- ir gagnrýni og ábendingar sem komu fram við um- fjöllun. Fjórar forsendur voru notaðar til að meta gildi verkefnanna á hlutlægan hátt: 1. Verkefnið hefur ótvírætt vísindalegt eða hag- nýtt gildi, þ.e. þess er að vænta að niðurstöð- ur muni auka vísindalega eða hagnýta þekk- ingu í umtalsverðum mæli. 2. Nauðsynlegt er að halda verkefninu áfram til þess að rjúfa ekki samhengi þess í tíma. 3. Verkefnið er nauðsynlegt til að Hafrann- sóknastofnunin geti gengt hlutverki sínu (fiskveiðiráðgjöf, almenn nýting auðlinda hafsins og grundvallarrannsóknir á íslensku hafsvæði). 4. Skipulag verkefnisins er með þeim hætti að árangurs er að vænta án óþarfa fyrirhafnar. Niðurstöður matsins voru síðan ræddar á sam- eiginlegum fundum sérfræðinga, deildarstjóra og forstjóra. Að þessari ítarlegu umfjöllun lokinni var skipaáætlun síðan samin og samþykkt á fundi stjórnar Hafrannsóknastofnunar 9. janúar 1981- Skv. þessari áætlun verður nú dregið úr fiskileit, enda ekki gert ráð fyrir að leita að fullnýttum eða ofveiddum stofnum. í stað þess sveigist starfsemin meira að grundvallarrannsóknum á íslenska haf- svæðinu t.d. á sviði sjórannsókna, vistfræði, stærð og afkastagetu nytjastofna. Vegna ákvörð- unar um samdrátt í rekstri rannsóknaskipa er gert ráð fyrir að Bjarna Sæmundssyni verði lagt í júl> og desember, Árna Friðrikssyni síðari hluta júní og allan júlímánuð svo og 15. okt.-lO. nóv. Dröfn verður ekki í notkun vetrarmánuðina janúar, febrúar, nóvember og desember. Hafþór verður > notkun um það bil hálft árið. Hafrannsóknastofnun, 9. janúar 1981, Jakob Jakobsson Bjarni Sæmundsson Leiðangurs nr. Verkefnis nr. Dags: Verkefni Svæði 1 2.5 9.1 og 4.5 5/1-30/1 Loðna, bergmálsmœlingar sjórannsóknir, mæl- ingar á endurvarpsstuðlum. N- og NA-land 2 4.13 4/2-16/2 Djúpfiskar, blálanga S-land 3 8.2 7.3 og 4.5 20/2-8/3 Grálúða, hrygningarst.-langhalar, sjórannsóknir V-land 4 7.6, 7.7 12/3-31/3 Þorskungviði, fæðuval þorsks, rækjurannsókn- ir, þörungarannsóknir Hringferð 5 10.1 5/4-15/5 Klakrannsóknir, þrískiptur leiðangur S- og V-land 6 4.5, 6.4, 3.8 og fl. 20/5-12/6 Vorleiðangur Hringferð 7 7.9 18/6-1/7 Atferli þorsks, þörungarannsóknir Sumarleyfi NV-land 8 4.1, 4.6 4/8-21/8 Sjórannsóknir, djúpsj. og jarðhiti, þörunga- rannsóknir N-djúp 9 10.2 6/8-25/9 Rannsóknir á sjávarbotni, þörungar (tvískiptur leiðangur) V-land 10 2.6 1/10-26/10 Loðna, bergmálsmælingar, þörungar NV- og N-land 11 7.7, 7.9 30/10-27/11 Atferli og fæðuval þorsks (2 skiptur) Hringferð 122 —ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.