Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 64
FRA TÆKNIDEILD
Svartolíubrennsla
Á sl. ári fór Tæknideild Fiskifélags íslands og
Fiskveiðasjóðs íslands af stað með nýtt verkefni og
er þar um að ræða: „Athugun á viðhaldi, bilana-
tíðni og aukinni vinnu vegna svartolíubrennslu.”
Segja má að upphaflega hafi verið stofnað til
þessa verkefnis að tilhlutan Fiskiþings 1979, þar
sem eftirfarandi ályktun um orkumál kom fram:
„Tæknideildin kanni hvaða ástæður hafi valdið
verulegum tjónum á vélum skipa, sem breytt hefur
verið til brennslu á svartoliu og kynni niðurstöður
þessara athugana fyrir eigendum skipa með sömu
vélagerð.”
Nánari skilgreining verkefnisins lá ekki fyrir af
hálfu Fiskiþings og hefur því fallið í hlut starfs-
manna Tæknideildar að skilgreina það, velja leiðir
til nauðsynlegrar gagnaöflunar og vinna úr fengn-
um upplýsingum. Ekki var bent á nein ákveðin
vélatjón sem könnunin ætti að beinast að, né nán-
ar skilgreint hvað telst verulegt tjón og hvað óveru-
legt tjón, enda verður að ætla að ábendingar og
óskir sem koma frá Fiskiþingi um verkefnaval hafi
almennt gildi en beinist ekki að örfáum sértilfell-
um.
Tæknideild hefur tekið þannig á þessu verkefni,
að gerð sé almenn úttekt á viðhaldi, bilanatíðni og
aukinni vinnu vegna svartolíubrennslu í fiskiskip-
um. Til að slík úttekt sé möguleg er nauðsynlegt að
hafa yfirlit yfir umfang svartoliubrennslu í íslenzk-
um fiskiskipum frá upphafi; þ.e. hvaða skip,
hvernig vélabúnaður, hve lengi svartoliubrennsla
hefur staðið yfir, upplýsingar um úthald, frátafir,
tiðni, eðli bilana, o.fl.
Könnun sem þessi krefst mikillar gagnaöflunar
og hefur athyglin mest beinst að öflun upplýsinga
beint frá vélstjórum viðkomandi skipa. Ákveðið
var að reyna þá leið, að senda út spurningalista
beint til vélstjóra og biðja þá um að fylla þá út og
endursenda siðan. Dreifibréf með umræddum
spurningalista var síðan sent út í september s.l. til
vélstjóra allra fiskiskipa (aðallega skuttogara) sem
þá brenndu svartolíu eða höfðu búnað til þess,
samtals rúmlega 60 skip. Heimtur hafa verið um
Rauðinúpur ÞH-160, fyrsti japanski skuttogarinn sem brennd'
svartolíu.
30% og leggja starfsmenn Tæknideildar mikla
áherzlu á að fá sem mest af þessum spurningalist'
um inn áður en endanleg skýrsla getur litið dagsins
ljós, þar sem mikill fengur er í upplýsingum fra
þessum aðilum.
Síðar, eða í október s.l., var ákveðið að senda u1
samsvarandi spurningalista til vélstjóra skuttog'
ara, þar sem gasolíu er brennt eingöngu, til aö
reyna að fá ákveðinn samanburðargrundvöll-
Heimtur hafa verið nokkrar og er einnig lögð mik*
áherzla á að fá þessar upplýsingar.
Ef til vill hefur það aftrað einhverjum að senda
inn útfyllta spurningalista að það hafi verið tah
of seint, en nokkuð þröng tímamörk voru sett-
Rétt er hins vegar að undirstrika að enn er tími11
stefnu að senda inn útfyllta spurningalista og i Þvl
tilviki að eyðublað vanti til að fylla út, þá verðuf
það sent út ef um er beðið.
Auk upplýsinga frá vélstjórum viðkomaim1
skipa hefur verið leitað til útgerða skipanna, eirJ
stakra vélaframleiðanda, olíufélaga o.fl., en as1
unin er að ná til sem flestra, sem á einn eða anna”
hátt tengjast svartolíubrennslu. ^
Rétt er að lokum, i þessari stuttu kynningu, a
undirstrika að umrædd athugun er tilraun til a
varpa ljósi á þann þátt, er einkum snertir viðhaj
bilanatíðni og aukna vinnu vegna svartol'11,
brennslu, og ber ekki að skoða sem heildarúttekt
öllum þeim þáttum sem svartolíubrennsla spannaf-
Hvernig til tekst á eftir að koma í ljós, en stefn1 e
að samantekt í skýrsluformi, sem send verður þelfl]
aðilum, sem leggja verkefninu lið með upplýs111-
um, svo og öðrum þeim sem áhuga hafa.
120 — ÆGIR