Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 72
ÁTÆKJAMARKAÐNUM
Epsco C Lorantækjabúnaður
Á síðustu mánuðum hafa lorantæki frá banda-
ríska fyrirtækinu Epsco rutt sér til rúms í fiski-
skipaflota íslendinga. Hér er um að ræða tvo mis-
munandi móttakara, C—NAV 2 og C—NAV XL,
og skrifara, C—PLOT 2, sem unnt er að tengja við
hvorn móttakarann sem er.
Minni móttakarinn, C—NAV 2, er örtölvustýrð-
ur, með tveim aflesturseiningum. Tækið tekur á
móti merkjum frá öllum nothæfum hjálparloran-
stöðvum, en sýnir þær tvær staðarlínur sem not-
andinn velur. Unnt er að skipta beint á milli hjálp-
arstöðva án frekari stillinga. Á tækinu eru aðvör-
unarljós, sem vara við, ef móttekið merki er
hættulega veikt eða „óhreint.”
Stærra tækið, C—NAV XL, hefur ýmsa kosti
umfram minna tækið. Tækið velur sjálft þær
hjálparstöðvar sem gefa bezta merkið, en notand-
inn getur þó gripið inn í og valið aðrar stöðvar,
sem gefur ef til vill skarpari skurðpunkta staðar-
Epsco C-Plol 2 skrifari.
lína. Þá getur tækið umreiknað lorantölur í land-
fræðilega lengd og breidd og unnt er að setja inn 1
mynni tækisins leiðarstaði, ,,way points,” og ta
stefnu og vegalengd til þeirra fram á tækinu.
Umboð fyrir Epsco hér á landi hefur Kristinn
Gunnarsson og Co, Reykjavík. Samkvæmt upplýs'
ingum þess er verð á C—NAV 2 $2995, eða miðað
við gengi í janúarbyrjun tæplega 19. þús. nýkrón-
ur. C—NAV XL kostar $3995, eða tæplega 25 þús-
nýkrónur, og C—PLOT 2 $5995, eða tæplega 38
þús. nýkrónur.
Epsco C-Nav XL móttakari.
Epsco C-Nav 2 móttakari.
128 — ÆGIR