Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1981, Blaðsíða 18
Við fyrstu sýn virðast breytingar frá ári til árs vera litlar í hlýja sjónum fyrir Suður- og Vestur- landi. Sé litið nánar á ástandið þá kemur þó m.a. í ljós, að sjórinn þar var bæði kaldari og öllu fremur seltuminni veturinn 1976 og jafnvel 1973 einnig en hin árin (6, 7, 8, 9; 4. og 7. mynd). Á norðurmið- um voru breytingarnar í sjónum frá ári til árs eins og vænta má meiri en í hlýja sjónum fyrir sunnan og vestan land. Veturinn 1971 og líklega 1970 einn- ig voru kaldir, en 1972-1980 voru bæði hiti og selta tiltölulega há (Atlantssjór og/eða vetrarsjór). Hæstu gildin mældust 1972, 1975, 1979 og 1980. Djúpt í Austur-íslandsstraumi skiptust á ár með svalsjó (1970-1976 og 1980) og pólsjó (1977-1979). Þessar niðurstöður um ástand sjávar hér við land síðla vetrar 1970-1980 sýna almennt fremur hagstætt ástand. Ástæða er til að ætla, að á hafís- árunum 1965-1969 hafi ástandið á norður- og aust- urmiðum verið verra. Sú ályktun er m.a. dregin af niðurstöðum sjórannsókna í Austur-íslands- straumi í febrúar 1969 (10). Þá var í fyrsta sinn far- ið á þær slóðir síðvetrar til þess að kanna hvort hafís við ísland stæði í orsakasambandi við skil- yrði í sjónum til nýísmyndunar og/eða fyrir rekís (2). f) E.t.v. væri rétt að ljúka þessu máli hér og halda fast í ákveðin tæknileg atriði eins og ástand sjávar. Samt skal aðeins minnt á nokkra þætti, sem standa að vísu ekki eins traustum fótum, en eru þó meginmarkmið rannsóknanna. Þá er átt við hugsanlegt samhengi á milli ástandsins í sjónum annars vegar og t.d. síldar, loðnu og þorsks hins vegar. í þessum efnum vísast til fyrri greina höf- undar í Ægi (4), þar sem lýst var ástandi sjávar á gönguleiðum nefndra fiska. Einnig var bent á líkur fyrir því að nokkurt samband væri á milli áætlaðs fjölda loðnuseiða í ágúst ár hvert og ástandsins í sjónum á norðurmiðum fyrr á árinu. Ekkert virðist enn a.m.k. benda til þess, að þetta gildi einnig fyrir þorskseiðin eða svonefnda nýliðun á 3ja ára fiski- Hafísárin 1965-1970 virðast þannig ekki beinlínis hafa haft áhrif á nýliðun íslenska þorskstofnsins, ef frá eru talin hugsanleg áhrif ástandsins í sjónum á þessum árum á göngur hrygningarfisks frá Grænlandi til íslands. Sé aftur á móti litið til áranna 1970-1980, þá skera 1973 og sérstaklega 1976 sig úr með miklurn fjölda seiða í ágúst og ákveðnum skilyrðum í htýju sjónum fyrir Suður- og Vesturlandi eins og áður sagði. Á Hafrannsóknastofnuninni vinnur nu starfshópur að ítarlegri rannsókn á þessum málum í verkefni sem nefnist klakrannsóknir (9). Að lokum, loðnan telst vera kaldsjávarfiskur, en hún hrygnir síðla vetrar við botn í hlýja sjónum fyrir sunnan land (hiti u.þ.b. 6° og selta um eða minni en 35%o). Þorskurinn hrygnir einnig við botn og mest í hlýja sjónum fyrir Suður- og Suðvestur- landi (hiti 5-7° og selta um eða meiri en 35%o), en hann elst síðan upp um allan sjó hér við land þar sem æti er eitthvert. Loðnan og þorskurinn mætast þannig bæði á hrygningarslóðum og á ætisslóðum. og kann þorskurinn þegar svo ber undir greinileg3 vel að meta loðnuna til átu (11). Lokaorð Þetta yfirlit um ástand sjávar síðla vetrar á mið' unum við ísland er birt fyrst í þessum greinaflokk' 1. Tafla. Tími hita- og seltumœlinga síðvetrar 1970-1980 (jan. febr. mars. (mars-apríl)) Mánuður Slóð: Háfadjúp Selvogsbanki Reykjanes Snæfellsnes Látrabjarg Kögur Húnaflói Siglunes Melrakkaslétta Langanes NA Langanes A Gerpir Stokksnes Ingólfshöfði 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 jím jfm jfm jfm jfm jfm jfm jfm jfm jfm jfm x x x x x x x x x x x x x x xx x x xx x xx x XX X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X x (x) (x) X X x (x) (x) X XX X (x) X X X (x) X X X X X X X X X X XXX XXX XX XX XX X X X X X XXX XX X XX XX X X X X X X (x) X X X X X X X X X 74 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.