Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1981, Síða 12

Ægir - 01.03.1981, Síða 12
mettuðu sýrunum í lýsinu eru auk þess mun fleiri tvíbindingar milli kolefnisatoma, en í jurtaolíum eða allt upp í 6 í lýsinu en yfirleitt ekki fleiri en 3 (linolensýra) í jurtaolíum. Vegna þessa myndast tiltölulega mikið af svonefndum transsýrum við herslu á lýsi, en þær hækka bræðslumarkið hlut- fallslega mikið. Þá er og talsvert af svonefndri C22 monoen sýru (cetoleinsýru) i ýmsum lýsistegundum, sem menn hafa veitt athygli á síðustu árum. Aðeins lítið eitt mun vera af öðrum C22 monoensýrum í lýsinu en þær myndast einnig við herslu. Það er allmikill munur á hinum ýmsu lýsisteg- undum að því er innihald C22 monoensýrna snert- ir. í íslensku, dönsku og norsku lýsi er tiltölulega mikið af þeim eða algengt 10—15%, en í menhad- en-lýsi Bandaríkjanna og anchovetu-lýsi Perú- manna tiltölulega litið eða 2—4%. Þessi munur stafar frá mismunandi átu. Ástæðan til þess, að menn hafa veitt C22 monoensýrunum svo mikla athygli er sú, að fyrir nokkrum árum var talið sýnt fram á, að C22 monoensýran í rapsfræolíu, sem er erúkasýra, ylli skemmdum á hjarta. Ýmsir töldu að C22 monoen- sýrur í lýsi hefðu svipuð áhrif en ekki er hægt að telja sannað að svo sé. Þegar þetta mál skaut upp kollinum, var ekki til aðferð, sem greindi á milli erúkasýru og cetolein- sýru við efnagreiningu, en munurinn á þessum tveimur sýrum er aðeins sá, að tvíbindingin er á mismunandi stöðum í kolefniskeðjunni. Nú munu hins vegar komnar aðferðir til að greina á milli þessara sýra. Nú standa yfir austan hafs og vestan miklar rannsóknir á áhrifum lýsis og herts lýsis á hjarta og önnur líffæri. T.d. standa lýsisframleiðendur nú fyrir rannsóknum á þessu sviði, sem kosta um 250.000 ensk pund (£). Allt þetta mál leiddi til þess að í nokkrum lönd- um hafa verið sett ákvæði um, að í matarfitu megi ekki magn C22 monoensýrna fara yfir ákveðin mörk t.d. í Kanada, Bretlandi, Hollandi, Belgíu o.fl. og er þar ekki greint á milli hinna tveggja monoensýrna, sem nefndar voru. Þetta merkir að takmarka verður notkun herts lýsis í matarfitu í þessum löndum. í sumum löndum eins og t.d. í Bretlandi munu vera ákvæði um að þessi mörk eigi að lækka. Hversu víðtæk eða mikil áhrif af þessu eru liggur ekki ljóst fyrir, en almennt mun talið að þau séu ekki mikil. Skoðanir munu þó nokkuð skiptar um þetta. Hliðstæð ákvæði í reglum EfnahagsbandalagS' ins gilda eingöngu um erúkasýru. Á síðustu árum hefur verðlag á lýsi á heimS' markaði ekki fylgt öðru verðlagi, þ.e. ekki hækk- að eins mikið. Það hefur því raunverulega verið um verðlækkun að ræða. Ein aðalskýringin á þessu mun vera sú, a^ kröfur um gæði smjörlíkis hafa breyst mjög síð' ustu árin í þá átt, að auðvelt sé að smyrja með Þvl beint úr ísskáp. Það takmarkar notkun á hertu lýsi. Auk smjörlíkis er hert lýsi einkum notað í ýmiss konar bökunarfitu. Til þeirra nota hefir Þa^ nokkra kosti umfram aðra fitu, þ.e. það þætir þa^ sem nefnt er ,,creaming properties” deigsins byggist það á því að loftið binst betur í deiginu e11 með öðrum fitutegundum. Til þess að hægt sé að nota lýsi i matarfitu þarl að marghreinsa það og herða. Fyrst er það afsýrt og önnur óhreinindi hreinsuð úr því um leið. Síðan el það bleikt, þ.e. hreinsað af litarefnum. Þá er þaö hert, þ.e. við ákveðin skilyrði binst það vetni 0g við það verða margs konar breytingar á því- 1 fyrsta lagi hækkar bræðslumarkið og er það haú mismunandi eftir þörfum t.d. 34/36°C, 40/42° o.fl. í öðru lagi myndast talsvert af áðurnefndum transsýrum en magn þeirra hefir áhrif á bræðsN' mark harðfeitinnar og ekki síst hve mikið af harð' feitinni er storkið við ákveðið hitastig, en það hefú aftur mikil áhrif á vissa eiginleika harðfeitinnar sem ráða úrslitum um gæði hennar sem hráefnÞ 1 matarfitu. Er hér einkum um svonefnd3 smureiginleika að ræða. Við hersluna verða margs konar aðrar breytingar, en öllum þessun1 breytingum þarf að halda innan vissra marka, seirl notkunin setur. Að herslu lokinni tekur við síun og eru þá 111 eins og hvati sem notaður er við hersluna hreinj aður úr harðfeitinni, þá fer fram bleiking og stun um afsýring. Að lokum fer svo fram lokahreinsun- svonefnd deodorisation og er þá allri lykt og auka bragði eytt. Að öllu þessu loknu er harðfeitin tilt*u. in til notkunar í matarfitu og orðin að allt annarfl vöru en lýsið var. Hér á landi hefir lýsi verið hreinsað og hert notkunar í matarfitu í rúmlega 30 ár. Og nú er ha inn útflutningur á hertu en ekki fullhreinsuðu l>sl og lofar sá útflutningur góðu. 132 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.