Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1981, Side 14

Ægir - 01.03.1981, Side 14
en hvað sem ofan á verður í þessu máli, þá er ljóst að markaður fyrir saltfisk í Portúgal er áfram stór. Útflutningur til Spánar hefur farið sívaxandi und- anfarin ár. Á árunum 1974 og 1975 keyptu þeir um 8.500 tonn á ári. Árin 1976 og 1977 minnkaði magnið niður í 6.000 tonn á ári, en hefur síðan aft- ur vaxið upp í um 9.000 tonn árið 1978, 11.300 tonn árið 1979 og nú á síðasta ári uppí 11.800 tonn. Horfur eru á að Spánverjar auki sinn hlut heldur, enda hafa þeirra eigin veiðar dregist saman í kjölfar almennrar útfærslu landhelgi í 200 mílur. Svipaða sögu má segja um Ítalíu og Spán. Út- flutt magn þangað, sem var á árunum 1974-1977 á milli 3.000 og 4.000 tonn á ári, hefur aukizt í um 5.500 tonn árið 1978 og í um 7.000 tonn síðustu ár. Um síðustu áramót voru allnokkrar birgðir til af saltfiski á Ítalíu gagnstætt því sem var í öðrum kaupalöndum okkar og má því búast við að afskip- anir þangað verði hægar næstu mánuðina og heild- armagnið dragist eitthvað saman miðað við síðustu ár. Horfur eru á, að gríski markaðurinn geti tekið við nokkuð meira magni árlega frá íslandi en verið hefur síðustu ár. Markaðsverð á óverkuðum saltfiski hafa hækk- að nokkuð síðustu árin. Hækkun í Bandaríkjadöl- um á milli áranna 1979 og 1980 varð að meðaltali um 18,5%, en á sama tíma hækkaði vísitala neysluvöru í OECD-rikjum um rúm 11% að með- altali. Verðin eru háð verðlagi á öðrum matvælum og framboði frá öðrum saltfisksöluþjóðum. Öll eiga þessi viðskiptalönd okkar við efnahagsvanda að etja. Vöruskiptajöfnuður þeirra við útlönd er þeim mjög óhagstæður, einkum í Grikklandi og Portúgal. Þessi lönd reyna því að draga úr inn- flutningi og koma í veg fyrir verðhækkun á inn- fluttum vörum, jafnhliða því sem þau reyna að auka útflutning sinn. Atvinnuleysi í þessum lönd- um er mikið, víða um 10%. Þá er verðbólga mjög að því er virðist að vaxa, og er nú talin vera um 22% í Portúgal, á Spáni 16%, Ítalíu 21% og í Grikklandi 27%. Gjaldmiðlar þessara landa hafa að undanförnu orðið að láta undan síga gagnvart Bandaríkjadal bæði vegna efnahagsástandsins heima fyrir og vegna þróunar á alþjóðagjaldeyris- mörkuðum. Á árinu 1979 opnaðist að nýju eftir langt hlé markaður á Ítalíu fyrir söltuð þorskflök, þegar verðhlutfall flaka og flatts fisks breyttist flökunum í vil og grundvöllur skapaðist fyrir þessari verkun. Samtals voru flutt út 160 tonn af söltuðum þorsk- flökum árið 1979. í byrjun árs 1980 tók þessi franv leiðsla mikinn fjörkipp hér heima og hófu 40-50 fiskframleiðendur þessa framleiðslu. Samtals voru framleidd rúmlega 2.000 tonn af söltuðum þorsk- flökum á árinu, þar af var afskipað um 1.400 tonh' um til Ítalíu og um 250 tonnum til annarra landa- Vegna hins háa verðs, sem var á flökunum jókst framleiðslan mjög mikið ekki aðeins hjá okkun heldur einnig hjá Kanadamönnum, Grænlending' um og Færeyingum og síðast hjá Norðmönnumi sem juku sitt framboð verulega seinni part ársiiP og buðu jafnframt verðlækkun. Eftir það dró ur afskipunum og verðið lækkaði, enda ítalski mark' aðurinn mettaður í bili. Bundnar eru vonir við, a það takist að koma þessari afurð inn á aðra mark' aði, og þá einkum Spán og Frakkland, og að ítalsk* markaðurinn verði fljótlega aftur með eðlilegu'11 hætti. Sem stendur liggur framleiðsla á söltuðui11 þorskflökum alveg niðri. Útflutningur á þurrkuðum saltfiski varð nokkrn minni en árið 1980, eða 2.539 lestir, á móti 2.75 lestum árið 1979. Minnkunin er raunar meiri e> þessar tölur gefa til kynna, því að á árinu tóks1 loksins að losna við gömlu birgðirnar af úrgangs fiski til Zaire, útflutningur jókst allmikið af Þeinl tegundum, en minnkaði af hinum eiginlega þurrk aða fiski. Minnkunin kom einkanlega niður á uI flutningi til Brasilíu. Eftir að hin margumtalað3 innborgunarskylda var felld niður, komu innflut’1' ingsleyfi í staðinn, og voru þau veitt með slíku111 semingi að seld partí biðu oft mánuðum saman el ir að hægt væri að opna ábyrgðir og senda vörutia- Dró þetta að sjálfsögðu úr áhuga á sölum u Brasilíu. Aftur á móti lifnaði nokkuð yfir ef|ir spurn og útflutningi til Frakklands og verð styrk1 ust nokkuð þar, og reyndar annarsstaðar, þar sel11 verulega dró úr framboði frá Noregi. Þurrkun á saltfiski hefir verið á undanhaldi un anfarin ár, og er óhætt að fullyrða að þar e styrkjapólitík Norðmanna um að kenna. Nor menn hafa verið, og eru, ráðandi á þurrfiskmör uðunum og hafa selt sinn fisk langt undir kostna arverði, enda er nú viðurkennt að styrkir norsk3 rikisins til fiskiðnaðarins nemi sem svarar 70-10° ' af öllum aflahlut norskra fiskimanna og öHulTl kaupgreiðslum til verkafólks í fiskiðjuverunun1- Meðan þetta heldur áfram er erfitt að sjá að u’ flutningur á þurrkuðum saltfiski frá íslandi eig>s viðreisnar von. 134 —ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.