Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1981, Page 23

Ægir - 01.03.1981, Page 23
Jón Reynir Magnússon: Fiskmjölsframleiðslan 1980 Fiskmjölsframleiðslan 1980 var tæp 170.000 tonn, eða um 36.000 tonnum minni en 1979. Hér munar mestu um loðnumjölframleiðsluna en hún varð 35.000 tonn- um minni. Framleiðsla á öðru fiskmjöli varð mjög svip- uð á milli áranna. Skipting framleiðslunnar er þannig: Tonn 33.509 6.140 125.972 700 1.218 710 921 169.170 Samtals Vegna veiðitakmarkana á loðnu varð loðnuafl- inn til verksmiðjanna tæplega 200.000 tonnum minni 1980 eða 750.226 tonn á móti 948.355 tonnum árið 1979. Á árinu 1980 var í fyrsta sinn tekin upp kvótaskipting á aflanum milli veiðiskipa, þannig að hvert skip fékk úthlutað ákveðnu afla- magni á veiðitímabilinu, frá byrjun sumarveiða til loka vetrarvertíðar. Þetta olli óvissu með fram- leiðslu hjá einstökum verksmiðjum, sem seldu framieiðsluna eftir að afla hafði verið landað og gátu lítið sem ekkert nýtt sér fyrirfram sölur. Útflutningur fiskmjöls á árinu 1980 varð að sjálfsögðu minni en 1979 eða 156.715 tonn á móti 196.000 tonnum þá. Útflutningurinn skiptist þannig eftir tegundum: Tonn Þorskmjöl.................. 24.971 Karfamjöl................... 4.345 Loðnumjöl ................ 124.143 Spærlingsmjöl .............. 1.103 Annaðmjöl .................. 2.151 Samtals ................... 156.715 Birgðir í árslok voru um 15.000 tonn á móti 13.000 tonnum í árslok 1979. Innanlandssala var meiri á árinu en undanfarið vegna skatts á inn- fluttan fóðurbæti. Má áætla innanlandssöluna um 10.000 tonn. ^VlOO kg. VEPÐ A FISKMJOLI A HflPBCMGARMAPraBI 1978 - 1980 IflUST MJÍS. 64» PRJIEIN ÆGIR — 143

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.