Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1981, Page 24

Ægir - 01.03.1981, Page 24
Skipting útflutnings eftir viðskiptalöndum er þannig: Tonn Pólland ...................... 34.835 Finnland ..................... 29.314 Bretland ..................... 26.825 Kúba ......................... 16.181 Tékkóslóvakía ................ 13.993 V-Þýskaland................... 10.000 Júgóslavía..................... 8.660 Holland........................ 5.389 I'talía .................. 1.225 Frakkland...................... 2.345 Ungverjaland .................. 2.100 Alsír.......................... 1.930 A-Þýskaland...................... 983 Portúgal ........................ 950 Belgía .......................... 754 Danmörk ......................... 231 Samtals ................... 155.715 Verð á fiskmjöli var í $ 7,20 - 7,30 cif á eggja- hvítueininguna i byrjun ársins og hækkaði upp í $ 7,60 - 7,70 í febrúar. Verðið hélst nokkuð stöðugt fram í september, en þá hækkaði verðið og var hækkunin nokkuð stöðug út árið og komst í $ 9,20 - 9,30 í lok nóvember. Þetta verð er það hæsta sem verið hefur síðan 1973, en þá komst verðið yfir $ 10,00 í stuttan tíma. Línuritið, sem hér fylgir, sýnir verðbreytingar á fiskmjöli á Hamborgarmarkaði á árinu 1980 og á tveim árum þar á undan. Verðið er i þýskum mörkum fyrir 100 kg af lausu mjöli með 64% eggjahvítuinnihald. Eins og sjá má er mikill munur á verðinu milli áramóta eða um DM 28 pr. 100 kg og um DM 30 milli lægsta og hæsta verðs. Útflutningur fiskmjöls frá helstu útflutnings- löndunum, sem eru aðilar að F.E.O. (Fishmeal Exporters Organization), en þ.e. Chile, Perú, Nor- egur, ísland og S-Afríka varð 1.184 þús. tonn á árinu 1980 á móti 1.465 þús. tonnum árið 1979. Framleiðsla þessara landa varð minni 1980 eða 1.365 þús. tonn á móti 1.626 þús. tonnum 1979. Framleiðsla Perú minnkaði úr 485.000 tonnum í 270.000 tonn, en framleiðsla Chilejókst um 45.000 tonn. Önnur lönd innan F.E.O. voru með minni framleiðslu 1980 en 1979. Þegar á heildina er litið, er ekki búist við fram- leiðsluaukningu á fiskmjöli hjá F.E.O.-löndunum á þesu ári og ætti framboð á fiskmjöli þess vegna ekki að hafa lækkandi áhrif á verðið. Framboð og verð á sojamjöli hefur þess vegna mest áhrif á verðþróunina svo og styrkleiki Bandaríkjadollars gagnvart öðrum gjaldmiðli, en sveiflur á gjald- eyrismörkuðunum hafa haft veruleg áhrif á fisk- mjölsverðið undanfarna mánuði. Heimir Hannesson: Framleiðsla og sala lagmetis 1980 Liðið ár, 1980, verður ekki talið neitt tímamóta- ár í sögu Sölustofnunar lagmetis né heldur at- vinnugreinarinnar. Það var þó að mörgu leyti farsælt ár að því leyti, að ekki kom til neinna erfið- leika á mörkuðum lag- metisins, sem setti nokk- urn svip sinn á starfsemi og afkomu stofnunar og og þeirra framleiðenda er hlut áttu að máli á fyrra ári og verður að vona, að þau erfiðleikamál séu aö fullu og öllu úr sögunni. Nokkur verðmætaaukning varð í útflutning1 S.L. á árinu, en hann nam alls g.kr. 3.589 milljón' um (andvirði u.þ.b. 8 millj. $ á meðalgengi ársins) miðað við 2,2 milljarða árið áður. Eins og á fyrra ári varð hinsvegar samdráttur í magni 1.341,0 tonn miðað við 1.469 tonn árið áður. Ef ekki hetÖi komið til nokkur dráttur á verulegum samningn1^ um sölu á gaffalbitum til Sovétríkjanna, sem a lokum var samið um er líða var farið á síðasta fjórðung ársins, hefði árið í heild sýnt betri ar' angur bæði að því er varðar verðmæti, magn afkomu. Kemur þetta að sjálfsögðu nýju ári 11 góða. Fyrrnefndir samningar, er fyrr var vænz1, námu að magni til 40 þús. kössum af gaffalbitn111 að verðmæti liðlega 2 millj. Bandaríkjada)3 Nokkur minnkun varð því á gaffalbitasölunm að magni til til Sovétríkjanna, en hækkun á útflnt11 ingsverðmæti i krónum, sem nam á árinu rúmnn1 1,4 milljarði. Athyglisvert er, að á fyrstu árum stofnunarinnar var nær öll sala S.L. til A-Evrópulanda, einkn111 Sovétrikjanna, eða allt að 80%, en þetta hlutf3 hefur minnkað hin síðari ár eftir því sem tek1 hefur að afla nýrra markaða. Tvö síðustu arl11 skiptist útflutningurinn þannig á hin ýmsu lönd- 144 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.