Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1981, Qupperneq 38

Ægir - 01.03.1981, Qupperneq 38
Fiskifélag íslands 70 ára í tilefni af 70 ára afmæli Fiskifélagsins hinn 20. febrúar s.l. kom stjórnin saman til hátíðarfundar og bauð þangað starfsfólki fé- lagsins og ýmsum gestum. í ræðu sem fiskimálastjóri flutti rakti hann sögu félagsins og fer meginefni hennar hér á eftir. Góðir félagar og gestir Fyrir hönd stjórnar Fiskifélags íslands býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin til þessa hátíðar- fundar, sem haldinn er í tilefni þess, að í dag eru liðin 70 ár frá stofnun Fiskifélags íslands. Fiskifélag íslands telst stofnað hinn 20. febr. 1911. Er þá miðað við samþykkt laga félagsins og stjórnarkjör. Stofnendur félagsins voru ýmsir áhugamenn um framþróun fiskveiða og fiskiðnaðar, þ.m. talin rannsóknar- og tæknimál, markaðsmál, hafna- og öryggismál. Ef litið er á þann hóp manna, sem sat stofnfundinn, en þeir voru alls 43, kemur í ljós, að þeir voru úr flestum starfsstéttum þjóðfélagsins, þótt flestir störfuðu að útgerð og sjómennsku. Þekkt eru nöfn 27 fundarmanna. Má finna þau í 25 ára afmælisriti félagsins, sem út kom 1936. Til gamans og fróðleiks og til þess að sýna víðtæk áhugamál manna úr ólíkum starfsstéttum vil ég nefna nokkra úr hópi annarra en sjávarút- vegsmanna, er fundinn sóttu. Vil ég fyrst nefna Tryggva Gunnarsson bankastjóra, Bjarna Sæmundsson, fiskifræðing, sem samdi drög að fyrstu lögum félagsins og Jens Pálsson prófast, sem átt mun hafa hugmyndina að nafni félagsins. Þá má fræga telja Benedikt Sveinsson alþm., síðar bókavörð, Brynjúlf Björnsson, tannlækni, Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð, Klemenz Jónsson, landritara, Magnús Sigurðsson síðar bankastjóra, Matthías ritstj. Þórðarson, Ólaf Ólafsson, frí- kirkjuprest, Þorleif Jónsson póstmeistara, og Þór- hall Bjarnason biskup. Sumir þessara manna voru að sjálfsögðu tengdir sjávarútvegi, eða höfðu verið tengdir honum, svo sem Jón Ólafsson og Matthías frá Móum. Af öðrum stofnendum má nefna Geir Sigurðs- son skipstjóra, Hannes Hafliðason skipstjóra, fyrsta forseta félagsins, Jafet Sigurðsson skip' stjóra, Jón Magnússon fiskmatsmann í Skuld og Jóhannes bróður hans, Magnús Magnússon, skip' stjóra, Páll Matthíasson skipstjóra, Pétur Bjarna- son skipstjóra, Pétur Þórðarson í Glasgow, Run- ólf í Holti Stefánsson, Sigurð Jónsson í Görðum, Svein Jónsson i Seli og Þórarin Arnórsson á Þor- móðsstöðum. Þegar litið er á þennan fríða hóp, verður að telja, að vel hafi verið séð fyrir andlegri jafnt sem hinni veraldlegu hlið í málefnum félagsins. Alb voru þetta velþekktir menn í sinni tíð og eru raunar enn, brautryðjendur og framfarasæknir. Nokkur aðdragandi var að sjálfsögðu að stofm un Fiskifélagsins. Var þeim mönnum er þar lögðu hönd á plóginn og raunar fleirum löngu orðið ljóst, að við svo búið mætti ekki standa að ekki væri stofnað til samtaka og samvinnu þeirra, er störfuðu að þeim atvinnuvegi, sem mesta fram* leiðslu hafði, og sá sem þýðingarmestur var ut- flutningsverzluninni. Stofnendur Fiskifélagsins sáu þörfina á stofnun, sem fyllt gæti rúm sem hjá flestum þjóðum, er not- ið höfðu stjórnarfarslegs og atvinnulegs sjálfstæð' is um langt skeið, var fyllt af ríkisstofnunum ann- ars vegar og hagsmunasamtökum hins vegar- Hvorugt var til hjá íslendingum á þessu tímabil' sögu þeirra. Dagurinn í dag réttlætir stutta upprifjun eða sögulegt yfirlit um ýmis þau mál og störf sem fe' lagið hefur með höndum haft undangengna ára' tugi. Verður þó ýmsu sleppt, þar sem mál mitt yrð1 ella allt of langt. 158 —ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.