Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1981, Síða 45

Ægir - 01.03.1981, Síða 45
Uni veðurfræði: Erindaflokkur Hlynur Sigtryggsson: Alþjóðleg veðurþjónusta Loftið þekkir engin landamæri. Það streymir viðstöðulítið yfir höf og lönd, fjallgarða og jökla, flytur raka frá hafinu inn yfir meginlöndin, þar sem hann rignir yfir réttláta og rangláta — reyndar ekki jafnt, en án nokkurs tillits til þess, hvernig mönnunum þóknast að skipta lönd Um sín á milli. að virðist því liggja í augum uppi, að þegar yrjað var að fylgjast með breytingum veðurfars á ein stöðum en einum í einu, kom strax í ljós að . UuSunarmenn þurftu að hafa góða samvinnu sin a milli og þá að sjálfsögðu líka þvert yfir landa- begar að þeim kom. ^erkasta tilraun átjándu aldar til milliþjóða ^amvinnu í veðurfræði var gerð af Veðurfræðifé- aginu í Mannheim í Þýzkalandi, eða „Societas eteorologica Palatina,” sem var hið latneska 3gU' bess- Það var stofnað 1780, og kom það á fót j stöðvum, fjórtán voru í Þýzkalandi en hinar er- £*• t>ur af fjórar í Bandaríkjum Norður-Ame- U' Alar þessar stöðvar notuðu sams konar og fnræmd veðurathugunartæki, loftvogir, hita- . Ia> rakamæla og regnmæla, og sömu leiðbein- ^ngar voru alls staðar notaðar um meðferð tækj- na- Ofriður kom í veg fyrir framhald þessa tók’ 1795 settust herir um Mannheim og „u borgina, og þar með var þessari tilraun lokið. not varð þetta starf þó árangurslaust. Um 1820 ins f 1 ^ranc*es nokkur í Leipzig athuganir félags- f ra ^83 til að teikna veðurkort, líklega eitt hið fyrst a> sem gert hefir verið. Þá höfðu liðið 37 ár frá veðurathugun til veðurkorts, en samsvarandi tími nú er einn til fjórir klukkutímar. Brandes gerði reyndar fleiri veðurkort yfir storma í Evrópu 1820 og 21, og um svipað leyti teiknaði Redfield í New York röð korta, sem sýndi framrás og hvirfil- hreyfingu hitabeltisstorms. Aðrir héldu verkinu áfram, og áður en langt um leið gátu veðurfræð- ingar sýnt fram á einkennandi samband milli loft- þrýstingsmynstra, hreyfingu þeirra og þróunar annars vegar og hins vegar vinda og veðurs. Öll þessi veðurkort voru þó gerð löngu síðar en athug- anirnar, og var það að sjálfsögðu eðlilegt, þar sem póstsamgöngur voru eina fjarskiptatækið. Þess vegna voru þau ónothæf til veðurspáa. En þegar Samuel Morse fann upp ritsímann árið 1843 og notkun hans breiddist hratt út, gerbreyttist öll aðstaða til fjarskipta, og þar með opnaðist mögu- leiki til sendingar veðurskeyta, bæði innan hvers lands og milli landa. Má í því sambandi minnast, að möguleiki á sendingu veðurskeyta frá Islandi varð talsverður hvati að lagningu sæsimastrengs til íslands skömmu eftir síðustu aldamót. Allar þessar framfarir gerðu alþjóðasamvinnu á sviði veðurfræði mögulega, og við það bættist, að nýir atvinnuhættir og samgöngur á sjó og landi kölluðu eftir veðurþjónustunni, sem vísindin og hin nýja fjarskiptatækni höfðu gert mögulega. En hver voru þá þau verkefni, sem þessi alþjóðasam- vinna þurfti að leysa? Þau voru allmörg. Það þurfti að koma á fót veð- urathugunarstöðvum sem víðast, helzt um allan heim. Sérstaklega var oft nefnt, að stöðvar á fjar- lægum eyjum væru bráðnauðsynlegar. Höfin máttu ekki heldur verða útundan, það varð því líka að fá skip til að gera veðurathuganir, eftir því, sem við varð komið, og reyndar áttu sæfarendur manna mest undir því, að veðurfræðin þróaðist hratt og öruggt. Þá þurfti að samræma veðurathuganirnar, og um það varð að setja reglur, sem náðu til allra veðurstöðva. Ákveða þurfti veðurathugunartíma; mælitæki svo sem loftvogir, hitamæla, úrkomumæla og vindmæla þurfti að staðla að gerð svo þau yrðu sambærileg hvort við annað, eftir því, sem við átti, ákveða mælieiningar og sjá til þess, að viðhald tækja væri í góðu lagi. Búa þurfti til kerfi um athugun veðurfarsatriða, sem athuguð voru án tækja, svo sem skýjafars og skyggnis, og þannig mætti lengur telja. Skráningu veðurathugana varð einnig að staðla. Og þegar að því kom, að sending ÆGIR — 165

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.