Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1981, Qupperneq 46

Ægir - 01.03.1981, Qupperneq 46
veðurskeyta með síma og síðar loftskeytum varð almenn og vaxandi, þurfti að skipuleggja þessi fjarskipti. Senda þurfti veðurskeytin í ýmsar áttir, fram og til baka. Fjarskiptatæknin hafði takmark- aða afkastagetu, og því þurfti að skipuleggja veð- urskeytin þannig, að þau segðu sem mest á sem stytztan hátt. Því var sá háttur tekinn upp að senda skeytin í talnalykli, en þá varð um leið að setja mjög ákveðnar reglur um, hvað hver tala táknaði, og hvernig hverju veðuratriði var breytt í tiltekna tölu. Öll þessi atriði eru mikilvægur þáttur í al- þjóðasamvinnu um veðurfræði enn í dag. Á árunum frá 1853 og til 1872 héldu veðurfræð- ingar ýmsa fundi til að ræða þessi mál og skipu- lagningu á framkvæmd þeirra. Þá kom það æ betur í ljós, að í stað hinna óreglulegu funda var nauðsyn á samtökum, sem kæmu reglulega saman, hefðu öflugt skipulag að bakhjarli og stuðning eða aðild stjórna þátttökulandanna. Hafinn var undir- búningur að stofnun slíkra samtaka, og var stofn- þing þeirra haldið í Vínarborg 2.-16. september 1873. Þar mættu 32 fulltrúar tuttugu ríkisstjórna, þeirra á meðal voru margir veðurstofustjórar við- komandi ríkja. Flestir voru frá Evrópu. Rússar áttu þar fulltrúa, en þeir réðu yfir viðáttumiklum löndum í Asíu. Bandaríkjamenn voru þar einnig. Það má því segja, að samtökin næðu þegar frá upphafi yfir mikinn hluta heims. Eftirtektarvert er, að einn af áhrifamönnum þingsins var prófess- or Henrik Mohn, veðurstofustjóri í Osló. Samtök- in hlutu síðar nafnið „International Meteorologi- cal Organization.” Stofnunin tók rösklega til starfa, og hélt nokkur allsherjarþing, þar sem fulltrúar rikisstjórna mættu. En ljóst varð, að áhugi ríkisstjórna fyrir því að veðurstofustjórar eða aðrir mættu sem stjórnarfulltrúar var ekki nægur er fram í sótti, og frá og með 1891 mættu því veðurstofustjórar á fundum stofnunarinnar sem embættismenn, en ekki sem ríkisstjórnarfulltrúar. Hélzt sú skipan fram til ársins 1950, eða tæp sextíu ár. Á þessu tímabili tók veðurfræðin geysilegum framförum bæði á vísinda- og tæknisviðinu. Feðg- arnir Vilhelm og Jakob Bjerknes settu fram kenn- ingar sínar um myndun og þróun lágþrýstisvæða er náðu almennri viðurkenningur veðurfræðinga. Ný samgöngutækni, flugið, fæddist snemma á þessu tímabili, og náði góðum þroskaaldri áður en því lauk. Flugsamgöngur voru mjög háðar veðri á þessum árum, veðurathugunarstöðvum fjölgaði ört um all- an heim og háloftaathuganir voru teknar upp> einkum á fjórða og fimmta áratugnum. Þýðing veðurþjónustu jókst á flestum sviðum þjóðlífs um allan heim, og veðurfræðingar höfðu í undirbún- ingi að auka enn samvinnu sína og treysta hana. Þá skall á heimsstyrjöldin síðari, og öll samvinna slitnaði í bili. En hún hætti þó ekki alveg. Meðal þeirra, sem unnu áfram var Thorvald Hesselberg, eftirmaður Mohns í Osló, sem fyrr var nefndur. Hann var for- seti International Meteorological Organization er stríðið braust út, og þrátt fyrir embættisannríki og hörkulegt hernám lands síns, tókst honum að halda sambandi við skrifstofu samtakanna, sem flutt hafði frá Hollandi til Sviss, í september 1939. í samvinnu við skrifstofuna, sem hélt sambandi við stéttarbræður hans gerði hann drög að stofn- skrá nýrra samtaka, er ríkisstjórnir þátttökuríkja voru aðilar að, eins og verið hafði í upphafi. Áhrif hinna nýju samtaka myndu aukast á þennan hátt, í samræmi við aukna þýðingu veðurfræðinnar í efnahagslífi allra þjóða. Að stríðinu loknu tók International Meleorslogi- cal Organization til fullra starfa á ný, drögin að stofnskrá hinna nýju samtaka voru rædd, breytt og aukin, og hún var að siðustu fullgerð 1947. Is- land varð fyrsta ríkið til að fullgilda hana. Stofn- skráin tók gildi 23. marz 1950, þrjátíu dögum eftir að þrjátíu ríki höfðu fullgilt hana. Hin nýju sam- tök hlutu nafnið World Meteorological Organiza- tion, Alþjóðaveðurfræðistofnunin hafa þau verið kölluð á íslenzku. Þau hlutu síðar viðurkenningu sem ein af tæknistofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mér þykir rétt að lýsa stuttlega skipulagi sam- takanna, til að betur skiljist hvernig þau starfa. Langvaldamesti aðili þeirra er allsherjarþingið. sem kemur saman í Genf fjórða hvert ár. Þar mæta fulltrúar frá ríkisstjórnum aðildarríkjanna og ráða ráðum sínum. Þar eru lagðar fram áætlan- ir og tillögur um starfsemi samtakanna næstu fjög- ur ár, og ákveðið hvaða meginverkefnum samtök- in og aðildarríki þeirra skuli beita sér fyrir á þVI tímabili. Þá er og samþykkt fjárhagsáætlun til næstu fjögurra ár, í samræmi við þau verkefnt. sem fyrir liggja, og ákveðið hvernig kostnaður vegna starfssemi samtakanna skiptist miH' aðildarríkja. Þá kýs þingið forseta samtakanna og 22 menn aðra í 29 manna framkvæmdaráð samtakanna, sem starfar milli þinga og fer á þvl 166 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.