Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1981, Síða 66

Ægir - 01.03.1981, Síða 66
Með bréfi þessu viljum við bjóða þér aðild að slíku námskeiðahaldi, sem verða haldin á vegum og undir eftirliti Fiskifélags íslands og Vélskóla íslands. Vélskóli íslands leggur til kennslutœki og kennsluaðstöðu eftir getu hverju sinni. Fiskifélag íslands sér um að hafa samband við innflytjendur dieselvéla á íslandi og geraþeim grein fyrir málinu, einnig verður málinu gerð skil í Ægi, málgagni Fiskifélagsins. Innflytjendur sjái um alla kennslu og kennslugögn, og auglýsingu á námskeiðum í fjölmiðlum. Þegar innflytjandi óskar að halda námskeið skulu öll kennslugögn ásamt skilgreindu námsefni liggja fyrir. Val á tíma fyrir hvert námskeið er samkomu- lagsatriði viðkomandi innflytjanda og Vélskóla Is- lands. Kostnað við námskeiðin ber hver nefndra þriggja aðila af sínum þcetti. Allmargir innflytjendur dieselvéla hafa haft samband við Tæknideild Fiskifélags íslands og lýs* yfir að þeir væru málinu fylgjandi og vildu taka þátt i slíku námskeiðahaldi. Tíminn líður og þar sem húsnæði Vélskólans verður ekki nýtt til þessarar starfsemi nema yf>r sumarmánuðina ríður á að hefja undirbúninginn sem allra fyrst og eru innflytjendur hér með hvatttf til að láta í sér heyra sem allra fyrst. ÁTÆKJAMARKAÐNUM Sailor fjarskiptatæki MHz, en 800 W á stuttbylgjusviðinu 4, 6, 8, 12, 16, 22 og 25 MHz og möguleiki er á allt að 240 senditíðn- um. Mögulegt er að fá stöðina fyrir telex-fjarskipt1' Einingunum er hægt að raða hverri ofan á aðra og eru ytri mál þá (hxdxb) 615x498x495 mm. MögulegJ er að velja aflkerfi fyrir 24 V jafnstraum, eða 220 V riðstraum og hámarks aflþörf er 1100—1200 ■ Fullkomnari stöð er stöð með S 1301 programvelj' Fyrirtækið S.P Radio A/S í Álaborg í Danmörku er þekktasta fyrirtækið á sviði fjarskiptatækja í fiskiskipum hérlendis, en stöðvar frá því fyrirtæki ganga undir nafninu Sailor. Algengustu stöðvarnar síðustu árin hafa annars vegar verið SSB-miðbylgjustöðvarnar T 122 og T 121 (sendar) með viðeigandi móttökurum, og síðar T 126 og T 128, og hins vegar örbylgjustöðvarnar, fyrst RT 141/16 og síðan RT 142/29, RT 143 og RT 144. Sailor stöðvar fyrir stuttbylgju hafa hins vegar ekki verið algengar í íslenzkum fiskiskipum, en Eld- borg HF var fyrsta skipið með SSB-stuttbylgjustöð frá S.P. Radio, kom fyrir rúmum tveimur árum síðan. Þess má geta að skuttogari sem er í smíðum fyrir Hrönn h/f, ísafirði, og hlotið hefur nafnið Guðbjörg ÍS, verður búin stuttbylgjustöð frá S.P. Radio. Stuttbylgjustöðin sem er í Eldborgu HF nefnist T 1127/R 1117 og samanstendur af T 1127 sendi, R 1117 móttakara og S 1300 programveljara (Exciter), en að auki er aflkerfí sem fjórða eining og nefnist N 1400. Sendiafl er 400 W á miðbylgjusviðinu 1.6-4 ' Eld' Sailor T 1127/R 1117 síuttbylgjustöð, samsvarandi og 1 borgu HF. 186 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.