Ægir - 01.03.1982, Blaðsíða 16
laxi sem elst upp eða nær þroska á þessu haf-
svæði, en Noregur, Svíþjóð, England, Skotland,
írland og ísland hefðu samanlagt getað náð í 25%,
eða samtals í 900 tonn.
VI.
Umræða. Hvergi hefi ég rekist á tölulegt mat
varðandi heildarstofnstærð laxins í Atlantshafi, né
um hlutfall úthafsveiða borið saman við allt veið-
anlegt magn af þessum fiski. Tilraunir virðast
heldur ekki hafa verið gerðar til að meta tölulega
áhrif úthafsveiðanna á aflamagn í laxalöndunum
við norðanvert Atlantshaf. Að vísu hafa heyrst
ýmiskonar vangaveltur og bollaleggingar í þessu
sambandi, og er þá m.a. vitnað til dvínandi laxafla
í Kanada vegna Grænlandsveiðanna og minnkandi
veiði landanna við austanvert Atlantshaf síðustu
tvö árin, einmitt þau ár er úthafsveiðar Færeyinga
jukust mjög mikið. Einnig er talsvert rætt um laxa-
merkingar í þessu sambandi. Þó er bersýnilegt að
þær geta aldrei leitt til tölulegs (kvantítatífs) mats
um áhrif úthafsveiða á heimaveiðar og verða því
að teljast gagnslausar að þessu leyti (merkingar eru
þó ómetanlegt könnunartæki í sambandi við ýmis
önnur rannsóknaviðfangsefni).
Framangreindur þekkingarskortur veldur því,
að stjórnun laxveiða á Atlantshafi hefur verið
handahófskennd, þar sem ýmis skammtíma hags-
munasjónarmið fremur en ræktunarsjónarmið og
efling laxastofnsins hafa ráðið ferðinni. M.a. má
ætla, að vegna umrædds þekkingarskorts hafi
Færeyingar hingað til reiknað með því, að nægi-
legt sé í hafinu af laxi til að standa undir vaxandi
Frú Ólafsfiröi. Þar eru nú hafnar hafbeitartilraunir á vegum
Fiskifélags ístands, Veiöifétags Ólafsfjaröarvatns og Norðurlax
h/f.
veiði þeirra, án þess að nágrannalöndin hlytu ^
verulegt tjón. Tvennt bendir einkum til þesS’ ^
slík viðhorf hafi ríkt í Færeyjum. Fyrra atriðiö ^
að á s.l. hausti voru gefin út veiðileyfi fynr
getla
tonna afla, en eins og að framan var rakið ma
að afleiðingarnar hefðu getað orðið þær, að r
eyingar hefðu hirt um 3A hluta þess veiðanleg31
sem elst upp á Norðaustur-Atlantshafi. Hefði P
verið slíkt ljóst, er ósennilegt að faere>
stjórnvöld hefðu gefið út svo rúm veiðileyfi-
Hitt atriðið varðar dráp á unglaxi sem fleyS1 ^
fyrir borð. Sá fjöldi laxa sem tortímt var m
þessu móti á vertíðinni nóv. 1980 til júní
hefur
an efa numið nokkru meiru en r ^
laxafjölda sem veiddist í íslenskum ám sumar^
1981. Ég hefi hvorki heyrt né séð á prenti athu^
semdir um hina augljósu skaðsemi þessa ungla
dráps. Sannleikurinn er sá, að Færeyingar g&1 ’
þeim að skaðlitlu eða skaðlausu, tekið að me^
fyrir þessa skemmdarstarfsemi, einfaldlega n!af
því að hefja ekki laxveiðar fyrr en t.d. 15. febl'
eða 1. mars, í stað þess að byrja veiðar 15. 0 (
ber, eins og gert var haustið 1981. Þeir gætu el*3 ^
veitt upp í sinn kvóta (sem er nú 750 tonn) „
bilinu 1. mars til 1. júní, enda er afli að öðru j°; •
mestur seinni hluta vetrar og starfsskilyr^’
bátunum þá betri en á skammdegistímabili
Þessi fráleita eyðing á unglaxi er önnur vísbeiid •_
þess, að Færeyingar hafa talið að gnægð
myndi á þeirra hafbeitarsvæði.
VH.
Lokaorð. Aðalvandamálið í sambandi við sK>.j
samlega hagnýtingu á Atlantshafslaxi sem ú11 ^
vægri auðlind er þekkingarskortur eða s*c°rt!1^|l
staðreyndum. Þar af leiðandi vantar grun0'
fyrir raunhæfar stjórnunaraðgerðir varðand1 ‘ 3
veiðar og laxaræktarframkvæmdir, næg11 ^
traustvekjandi til að njóta alþjóðlegs skiliúnS^
stuðnings og samstöðu innan einstakra lallda
norðanvert Atlantshaf. Meðan slíka grundva .
þekkingu skortir er hætt við að hver og ein'1
sínum tota, fyrst og fremst af stundarhagssj01^,
miðum eða tilfinningasemi, en við slíkar aðstt6
eiga ræktunar- og verndunarsjónarmið jafnan ^
itt uppdráttar. Leiðbeiningastarfsemi verður
oftast léleg — gloppótt og tilviljanakennd. Og
fræðinnar gætir eðlilega einnig hjá fjölrnið* ^
sem eiga ef til vill ekki annarra kosta völ el1 ,
vinna af miklum dugnaði en lítilli dómgreind-
120 —ÆGIR