Ægir - 01.03.1982, Blaðsíða 34
rennsli stöðvarinnar. En hvað sem því líður má bú-
ast við að hún fullnægi best þörfum beggja ofan-
nefndra hugmynda um forsendur heimkomu laxins
(hvorug getur talist sönnuð). Ennfremur gefur sú
síðarnefnda tilefni til að æfa upp ratvísi þeirra
laxastofna, sem hafbeitarstöðvar ætla að byggja á,
til sleppiaðstöðunnar, áður en rekstur stöðvanna
getur hafist með fullum afköstum. Mér sýnist að
þær tilraunir með seiðasleppingar fjarri stöð, ann-
að hvort í laxlausar ár eða þar sem aðrir stofnar
eru fyrir styðji þessa skoðun.
Rannsóknir í vatnalíffræði
Kynni mín af þessum málum hafa gefið mér til-
efni til að furða mig á fátæklegum rann-
sóknargögnum um íslenska laxinn, bæði hvað
varðar laxinn í sínu náttúrlega umhverfi, og rækt-
unartilraunir. Það vekur athygli að veiðimálastjóri
útvegar sér ekki sérfræðiaðstoð fyrr en 20—25 ár-
um eftir að embætti hans er sett á stofn, og var því
í byrjun um beina afturför að ræða frá því að
rannsóknarstarfsemin var í höndum Atvinnudeild-
ar H.í. Ég vil ekki trúa því, að það stafi eingöngu
af skilningsleysi hins opinbera.
Þessi skortur á rannsóknum og þar með þekk-
ingu á hinum náttúrlega laxastofni veldur því að
nú geta menn hnakkrifist um það hvort hrunið í
laxveiðinni undanfarin 2 ár eigi sér náttúrlegar or-
sakir eða sé vegna veiða Færeyinga. Það hefur
löngum þótt nærtækt að kenna veðurfarinu um rýr
veiðiár, og þá ber væntanlega einnig að þakka því
góðu árin. Vorið 1979 varð afspyrnu kalt um allt
land, einkum norðanlands, og höfðu menn rök-
studdan grun um að seiði hefðu orðið illa úti, t.d. í
Vopnafirði.
Einhver hefði nú gripið tækifærið og hafið
rannsókn á afleiðingum hins kalda vors í nokkrum
ám í öllum landsfjórðungum, til að renna stoðum
undir kuldabolann. Ekki er mér kunnugt um að
það hafi verið gert, heldur fílósófera menn fram og
til baka um hugsanlegar afleiðingar þessa kalda
vors og orsakir lélegrar laxveiði síðan þá. Enda
kannske best að allir geti haft sína trú í friði fyrir
staðreyndum.
í umfjöllun um lífsskilyrði fyrir lax hefur hita-
stigið verið talið mikilvægasti þátturinn en samt
hafa viðkomandi ekki kannað hitafar í ám hér til
að geta rennt stoðum undir þá kenningu. Ari Teits-
son lagði fram athyglisverð gögn á ráðunautafui'd1
Búnaðarféíag íslands vorið 1981 um hugsanle§
áhrif veðurfars á laxagengd. Sýndi hann fram a
að
oú
í árum þegar heildarlaxveiðin var léleg og kulóa
var um kennt, voru margar ár upp á sitt besta, ek
síður en i árum þegar laxveiðin var almennt góð-
góðum laxveiðiárum voru margar ár einnig 1
marki. Þessar upplýsingar, sem fengnar voru me
einföldum hætti, en nokkurri hugkvæmni, sýna a ^
samkvæmnin í áðurnefndri veðurfarsskýringu e
óljós, og að þetta þarf frekari athugunar við.
Fyrir nokkrum árum fékk Veiðimálastofuu1'1
styrk frá Sameinuðu þjóðunum og var þá ýmisle-
athyglisvert gert. Hinsvegar datt botninn úr ÞesS^
um rannsóknum strax og styrkveitingin rann ut-
þessum blómatíma voru m.a. kannaðar endur_
heimtur á náttúrlegum seiðum og eldisseiðuru
Elliðaánum. Niðurstaðan var sú að um 25% hin1'
náttúrlegu seiða skilaði sér aftur, og er á fáu öo
að byggja um náttúrulegar endurheimtur almeu
Ein einasta tilraun er alltof litið til að dra^
viðtækar ályktanir af, en þrátt fyrir það v°r
þessar tilraunir ekki endurteknar. Þetta er &
dæmi um stefnu- og ráðleysið í rannsóknum í
laxagengdar. j
Hvað varðar rannsóknir á grundvallarþáttu"^
vatnalíffræði, þá er lítið gert á því sviði, enda
aðili, sem gæti haft af því bein not, skeytinga*f
þar um. Svo að við höldum okkur við laxinn, Þa
hann á enda langrar fæðukeðju og birtir ok
brot af langri atburðarás, sem á undan hefur faö^
Laxaseiðin hafa nærst á smádýrum á boti'U’
eða á reki í ánum, sem aftur hafa haft viður'1 ^
sitt af frumframleiðendum á uppvaxtarstað eóa
reki sem kann að eiga sér annan uppruna. Eg
með engu móti séð hvernig hægt er að afla sérsta
góðrar þekkingar um náttúrulegar aðstæður laX ^
hérlendis, án þess að taka jafnframt til rannsoK1 ^
það sérstæða lífkerfi sem árnar okkar eru. Sérs
lega vegna þess að Atlantshafslaxinn er hvergi 1'
ur svo takmörkuðum hópi fæðudýra og hai'"
hérlendis.
Mýlirfur, þ.e. lirfur mýflugna, eru alger
yfirgnæfandi í flestum ám hérlendis, og öllu"1^
við reiknum bitmýslirfur með. Engir tilburðu ^
hafðir uppi til að hvetja efnilega líffræðingu V
leggja stund á rannsóknir á lífkerfi straumva
enda engin ákveðin stefna í rannsóknum va
sem fyrr segir. ^
Nú eru aðallega tvær stofnanir, sem stU
138 —ÆGIR