Ægir - 01.03.1982, Blaðsíða 64
miðunum og fyrri hluta mánaðarins var
veiðisvæðið sem fyrr á Jan Mayen svæðinu og
nyrst fékkst veiði á svæði 1110 NV af Jan Mayen,
en þaðan var ca. 300 sml. sigling til Raufarhafnar.
Hinn 15. sept. fannst loðna á svæðinu úti af
Vestfjörðum (svæði 676) um 75 sml. VNV af
Straumnesi. Næstu daga fjölgaði skipunum á
þessu svæði enda fékkst þar góður afli. Besti
veiðidagurinn var mánudagurinn 28. sept., en þá
fengu 26 skip fullfermi á þessum slóðum.
í lok mánaðarins höfðu 32 skip fengið afla og þá
var heildaraflinn frá vertíðarbyrjun samtals um
99.488 tonn.
Loðnugangan gekk nú hægt NA með landinu og
um miðjan október var hún komin á svæði 772 eða
um 70 sml. N af Horni. Góð veiði varð á þessum
slóðum og skipin fengið oftast fullfermi. Besti
veiðidagur mánaðarins var 22. október en þá fengu
26 skip samtals um 17 þús. tonn. Segja má að mjög
góð veiði hafi verið frá því þessi loðnuganga fannst
og til mánaðamóta, en þá var gangan skammt
norðan við Kolbeinsey.
í lok október höfðu 46 skip fengið afla og
samtals varð mánaðaraflinn 149.269 tonn og
heildaraflinn frá því veiðar hófust samtals 248.757
tonn.
Fyrri hluta nóvember var mjög góð tíð og góð
veiði alla daga. Loðnugangan hélt áfram austur-
göngu sinni og um miðjan mánuðinn var hún um
50 sml. norður af Sléttu (svæði 716-715).
Um miðjan mánuðinn kom rannsóknarskipið
Bjarni Sæmundsson, leiðangursstjóri Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur, úr rannsóknar-
leiðangri um loðnusvæðin. Þá var kunngjört að
samkvæmt mælingum rannsóknarmanna væri
stærð hrygningarstofnsins nú aðeins um 325 þús.
tonn og var lagt til af fiskifræðingum að
loðnuveiðarnar yrðu stöðvaðar strax.
Ekki voru allir sammála fiskifræðingunum um
niðurstöður mælingana, eins og greinilega kom í
ljós í fjölmiðlum dagana á eftir. M.a. hélt einn er
mótmælti niðurstöðum mælinga fiskifræð-
inganna, að nóg væri af loðnu í sjónum, eða allt að
3 milljónum tonna, svo ástæðulaust væri að
stöðva veiðarnar. Eftir mikil fundarhöld með
Steingrimi Hermannssyni sjávarútvegsráðherra,
fiskifræðingum og hagsmunaaðiljum, var ákveðið
að farinn yrði annar rannsóknarleiðangur, til að
sannprófa fyrri niðurstöður.
Áfram hélst hin góða veiði út mánuðinn og i
mánaðarlok höfðu 13 skip alveg fyllt kvóta sini'
oi
hætt veiðum. Heldur hafði loðnugangan hÆB1.'
ferð sinni austur með landinu og um mánaðam0 ^
var hún á svæði 713 eða um 50 sml. NA
Langanesi. í lok nóvember hafði 51 skip fellf -
afla og mánaðaraflinn varð samtals um 192-
tonn og heildaraflinn var þá orðinn um 441.5
tonn frá því veiðar hófust. . .j
Um mánaðamótin kom svo rannsóknarskiP
Bjarni Sæmundsson úr seinni leiðangri sínum
loðnusvæðin. Þrátt fyrir góð leitarskilyrði fal1^
ekki meiri loðna en fyrri mælingar höfðu sýu1;
samkvæmt mælingum í seinni leiðangrinum 10,
fiskifræðingar stærð hrygningarstofnsins a°e gí,
240 þús. tonn. Mismunur á þessari niðurstöðu
þeirri fyrri samsvarar veiðinni milli rnælingm111^
Að fengnum þessum niðurstöðum
hii'11
sjávarútvegsráðherra að stöðva veiðarnar, og
2. des. gaf hann út svohljóðandi reglugerð 0
645):
,,Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 2. gr. regluger
nr. 309/1981, eru allar loðnuveiðar bam'a
frá kl. 12.00 á hádegi 6. desember 1981» 11
annað verður ákveðið.
Loðnuskipum þeim, sem við birtingu regluSe j
ar þessarar hafa ekki aflað 50% °f
aflamagni, sem þeim var úthlutað í L infr' j
gr. reglugerðar nr. 309/1981, er þó heimi'1
Grindvíkingur GK 606. Svanur RE 45. Breki VE 61. — ^
Friðþjófur.
168 —ÆGIR